Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðvísir um Alicante - strandir, menning, hátíðar og íþróttir

Finndu gististað

Alicante er gáttinn að Costa Blanca í austurhluta Spánar, þar sem fjöllin mæta hafinu. Þessi líflegi háskólabær er vinsæll hjá milljónum ferðamanna sem fljúga til Alicante flugvallar ár hvert.  Margir ferðamenn eru fyrst og fremst þangað komnir vegna löngu sendnu strandanna, en Alicante hefur upp á margt fleira skemmtilegt að bjóða, s.s. gamla bæinn, kastalann á hæðinni, listasöfnin, söguna, góðan mat, næturlíf og leiftrandi hátíðar.

Strandlífið

 

Gullnu, sendnu strandirnar í Alicante, með sínum fögru víkum og tæra vatni, eru vinsæll leikvangur sóldýrkenda og vatnaíþróttamanna. Santa Barbara kastali er dramatískur í baksýn Postiguet-strandar í borginni miðri, en hún er löng sendin strönd við hlið smábátahafnarinnar flottu. Söguunnendur halda til Albufereta-strandar, þar er höfnin þangað sem rekja má upphaf Alicante. Flestir gera sér ferð á San Juan ströndina gullnu, þar sem mikið úrval bara og veitingahúsa er að finna, en þeir sem vilja finna sér fagurt athvarf heillast af friðinum og rónni við klettóttu Cabo de la Huera vogana.

 

Hátíðar og helgidagar

 

Á Alicante eru mikil hátíðarhöld allt árið um kring. Margra hæða háðungarstyttur úr pappamassa eru aðalatriðið í San Juan hátíðinni í júní. Í hátíðarlok eru stytturnar brenndar til kaldra kola. Götubardagar með flónskubrögðum og byssupúðri umbreyta strætum Alicante á hátíð mára og kristinna. Dramatíkin heldur áfram á alvarlegri nótum þegar risavaxnir skúlptúrar af atburðum páskanna fara um götur á páskavikunni. Næststærsta pílagrímsför Spánar hefst í Alicante þegar u.þ.b. 20.000 pílagrímar ganga til Santa Fez klaustursins.

 

Listir og menning

 

Hjarta Alicante-borgar er griðastaður listunnenda. Á ráðhúsi Alicante frá 18. öld er platti þar sem opinbert sjávarmál Spánar er merkt. Í grennd er dómkirkja Nikulásar frá 17. öld, Santa Maria basilíkan, sem er elsta kirkja Alicante, og hinn rómaði Santa Barbara kastali sem er eitt stærsta miðaldavirki Spánar.  Fallegu húsi frá 17. öld hefur verið breytt í Samtímalistasafnið, og í safni þess má finna verk eftir heimsfræga spánska listamenn eins og Picasso og Dalí, meðan Gravina listasafnið er til heimilis í höll frá 18. öld.

 

Íþróttir og afþreying

 

Þessi strandborg verður upphafsstöð hinnar frægu siglingakeppni Volvo í þriðja sinn árið 2014. Miðjarðarhafið er leikvöllur vatnaíþrótta eins og siglinga, brimbrettasiglinga, og köfunar. Löngu, sólríku dagarnir hafa líka mikið aðdráttarafl fyrir golfara, tennisleikmenn, og íþróttamenn, á sama tíma og hjólreiðamenn - þ.m.t. atvinnulið - njóta þeirrar áskorunar sem þröngu beygjurnar á fjöllunum veita og útsýnisins yfir ströndina.  Fótboltaunnendur geta notið átakanna innan vallar og utan á leik annars knattspyrnuliðanna í Alicante - Hercules og Alicante.

 

Fólkvangar og garðar

 

Það er á fáum stöðum jafn gaman að fá sér göngutúr og á lystigöngusvæðinu í Alicante sem heitir Explanada de España, en það teygir sig frá höfninni að trjávaxna og skuggsæla Canalejas-garðinum. Úr La Ereta garðinum er frábært útsýni yfir dómkirkju Nikulásar og höfnina og í El Palmeral garðinum má njóta stöðuvatns og fossa.  Í La Morant, stærsta almenningsgarði Alicante, eru furulundir og íþróttaaðstaða. Til að læra meira um jarðfræði Alicante svæðisins er upplagt að fara á Monte Tossal garðinn sem sannar að það getur verið gaman að læra.

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Alícante

Frá 320 hótelum.