Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Amsterdam - óteljandi söfn, yndislegur matur og endalaust næturlíf

Finndu gististað

Sama hve mikið þú heldur að þú vitir um Amsterdam þá er alltaf hægt að uppgötva fleira. Þar eru ákveðnir ferðamannastaðir sem þú hyggur kannski á að heimsækja, eins og rauða hverfið fræga eða heimili Önnu Frank, en þess utan finnurðu fleiri en 40 söfn, skipaskurði á lista hjá UNESCO, og yfirdrifinn fjölda brúa - en þær eru 1.281 talsins nánar tiltekið. Sú fjölbreytni þjóðerna sem finna má í Hollandi gerir menningu höfuðborgarinnar fjölbreytta, og hana þess vegna skrautlega borg til að uppgötva.

Fegurð Amsterdam

 

Íbúar þessarar samheldnu borgar eru aðeins um 760.000, andrúmsloftið er vinalegt og rólegt, þannig að þetta er fullkomin borg fyrir helgarferðir. Flestir ferðamenn skoða borgina fótgangandi, eða leigja sér kannski reiðhjól, en ef þú vilt endilega sjá alla ferðamannastaðina þá eru almenningssamgöngur frábærar og koma þér hvert sem þú vilt fara. Það getur verið skemmtilegt að kaupa sér kort af borginni með það eitt að leiðarljósi að fara yfir sem flestar brýr, eða að villast viljandi meðal listrænu fjársjóðanna og fjölbreyttu kaffihúsana. Prinsengracht er einn fallegasti skipaskurðinn og þar má finna suma athyglisverðustu húsbátana, en Brouwersgracht er sögulegur og sjarmerandi skipaskurður sem hentar vel til síðdegisgöngu.
Borg fyrir alla aldursflokka

 

Margir átta sig ekki á því að Amsterdam hefur margt að bjóða hvort sem þú ert hópur táninga eða fjölskylda með lítil börn, svo ekki missa af þeim ævintýrum sem borgin hefur upp á að bjóða. Fyrir þá sem finnst gaman að láta hræða sig og að læra um sögu þá eru 11 mismunandi sýningar með miklum sjónbrellum í boði á Amsterdam Dungeon sem hræða líftóruna úr flestum (lágmarks aldur gesta er 10 ára). Eða hafðu ofan fyrir þér með báts-, rútu-, eða reiðhjólaferð um borgina undir handleiðslu leiðsögumanns.

 

Næturlíf

 

Í Amsterdam er fjöldi næturklúbba, kaffihúsa og kráa dreifður um borgina svo þú getur verið ferðamaður á daginn og skemmt þér með heimamönnum á nóttunni. Þú þarft ekki að dvelja alla helgina til að upplifa djammið, því næturklúbbar eru opnir til 3 að nóttu og kaffihús til klukkan 1 og skemmta blöndu aðdáenda raftónlistar, djassgeggjara og rokkara. Reglur um klæðnað eru yfirleitt afslappaðar, en Jimmy Woo og Escape klúbbarnir eru hinsvegar með strangar reglur um smart klæðnað og margir klúbbar innheimta aðgangseyri frá €5 til €20, svo það er alltaf öruggara að skoða þessa hluti á netinu áður en maður mætir.

 

Eitthvað öðruvísi

 

Amsterdam býður upp á fjölda skrýtinna og yndislegra safna, allt frá flúorlistasafninu að Húsi Bols hanastéla & Sjéniver upplifunarinnar sem gera þig agndofa, upplýsa þig og fræða. Hví athugar þú ekki hvernig daðurhæfni þín er í samanburði við aðra í daður- eða súludanssmiðju? Eða njóttu föstudagsskautanna í Vondelpark. Það er ástæðulaust að fljóta með fjöldanum í Amsterdam þegar það er svona margt skrýtið og skemmtilegt í boði!

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Amsterdam

Frá 810 hótelum.