Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um München - ríkmannlegar hallir í barokkstíl, líflegir bjórkjallarar og hönnunarbúðir

Finndu gististað

Fjörugir bjórkjallarar, alpasýn, og glitrandi BMW-bílar eru staðalbúnaður þegar að borgarferð til München kemur. En ef þú bókar hótel í München uppgötvar þú líka borg sem býður upp á líflegt skemmtanalíf eftir að nótt fellur, ríkulega menningarlega arfleifð, og náttúrudýrkun.

Að ná áttum

Kjarni borgarinnar í München er hinn 13. aldar Altstadt (gamli bærinn), en í kringum hann liggur Altstadtring-vegurinn. Þarna er urmull nýbarokk húsa, hönnunarbúða og ofvaxinna bjórkjallara. Ef haldið er til norðaustur er komið til hins siðprúðaSchwabing, þar sem nýlista breiðstræðin leiða að Enska garðinum, sex kílómetra löngum grænum borða sem fylgir Isar-ánni. Vestan Schwabing er Maxvorstadt háskólasvæðið með öllum sínum galleríum og líflegu börum. Vestar eru hin fáguðu Neuhausen og Theresienwiese, hinar helgu grundir Októberfest. Norðan miðbæjarins er Olympiapark, þar sem Ólympíuleikvangurinn er og hið geimaldarlega BMW-safn.

 

Tekið til matar síns

Að borða og drekka af bestu lyst er uppáhalds dægrastytting íbúa München. Njóttu hefðbundinnar máltíðar á Viktualienmarkmeð Weisswurst, pylsu úr kálfakjöti og kryddjurtum sem borin er fram með sætu sinnepi. Hornaflokkar spila meðan gengilbeinur í hefðbundnum bæverskum kjólum ganga beina og mannfjöldinn hellir í sig hveitibjór á hinu rómaða Hofbräuhaus. Í Altstadt má finna veitingahús með Michelin stjörnur, kaffihús fyrir grænmetisætur og listaspírur, og panelklædda pöbba sem bjóða fram alla hluta svínsins. Engin borgarferð til München er fullkomin nema að einu síðdegi eða svo sé varið í skugga kastaníutrjáa í einum margra bjórgarða Schwabing.

 

 

Verslun í rólegheitunum

Hið virðulega Maximilianstrasse þverar Altstadt mitt og á þessari breiðgötu bjóða hönnuðir eins og Gucci og Prada fram vörur sínar. Röltu um Neuhauserstrasse og Kaufingerstrasse til að finna magasín með þekktum vörumerkjum áður en þú kíkir inn á hið aldagamla Dallmyr, elstu sælkerabúð München. Sérviskuleg gallerí og tískubúðir sem bjóða allt frá heimaspunnum tískuvörum til gamalla lederhosen hafa þyrpst saman í Gärtnerplatz og Schwabing hverfunum.

 

Menningarlegir hátindar

Eftir kóngafólk Wittelsbach-ættarinnar sjást enn ummerki 700 árum síðar í glæstum vistarverum og glitrandi fjársjóðsgeymslu Residenz hallarinnar. Verk gömlu meistaranna prýða Alte Pinakothek galleríið - taktu sérstaklega eftir hughrífandi verkum þýsku endurreisnarmannanna Lucas Cranach og Albert Dürer. Unnendur samtímalista finna verk eftir Warhol og Damien Hirst í hinu röndótta Museum Brandhorst, og bílaunnendur geta tekið skrens um sögu ökutækja í hinu geimaldarlega BMW safni. Þú getur séð hina rómuðu bæversku óperu koma fram í nýklassíska Þjóðleikhúsinu áður en þú slappar af á hótelinu þínu í München.

 

Afslöppuð augnablik

Hinn víðfeðmi Enski garður í München er afdrep þeirra borgarbúa sem vilja rölta um hlynskóga, sólbaða sig allsbera í hádegismatarhléinu, eða taka í brimbretti á Eisbach ánni. Þú getur róið bát í rólegheitunum yfir Kleinhesseloher-vatnið í garðinum og fengið þér öl í Seehaus bjórgarðinum á bökkum þess á eftir. Fimm kílómetra í vestur er Nymphenburg-höllin frá 18 öld staðsett, en glæsilegir garðar og umhverfi hallarinnar eru heillandi enn þann dag í dag. Marmarasúlur og vatnsspúandi styttur gnæfa yfir Müller'sches Volksbad, sundlaug og gufubaði í nýlistastíl, sem er í auðveldu göngufæri austur af Altstadt. Dádýr á beit sjást í Hirschgarten, stærsta bjórgarði Bæjaralands vestan við miðborg München.

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: München

Frá 610 hótelum.