Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Mílanó - hönnunartíska, sælkeramatur, menningarverðmæti og lifandi næturlíf.

Finndu gististað

Heimsborgaraleg og fáguð, Mílanó býður upp á borgarferðir með kaffihúsaferðum, kaupum á hönnunarvörum, og mat og drykk í bestu gæðum. Bókaðu hótel í Mílanó til að kanna gamla miðbæ borgarinnar, framsækna menningu hennar og kraftmikið yfirbragð hennar.
Verslunarborgin

Engin borgarferð til Mílanó er fullkomið án þess að verslað sé í hinn heimsfrægu Quadrilatero d'Oro (gullna ferhyrningnum), tískutorgi í kringum Via Montenapoleone (Montenapo), sem er heimili Armani og Versace. Brera, norður af Duomo (dómkirkjunni), er vinsæl sökum litlu tískubúðanna og þokkafullra listagalleríana. Þú getur skoðað fatnað og klæði á Viale Papiniano götumarkaðnum, sunnan miðborgarinnar, og fundið glingur á Fiera di Senigallia flóamarkaðnum við höfnina. Þú getur fundið fornmuni á Naviglio Grande við skipaskurðinn suðvestan við miðborgina.

 

Góðgjörðir fyrir sælkera

Heimilislegar trattatoríur, sérhannaðir veitingastaðir, og barir við skipaskurðina - Mílanó er mekka í mat og drykk. Á meðal sérrétta eru costolette Milanese (kálfakótelettur) og saffran-kryddað risotto alla Milanese. Tískuhverfið Brera, norður af Duomo, býður upp á allt frá pítsu til súsjí. Suðlægu Navigli og Ticinese skipaskurðahverfin eru sneisafull af rómantískum veitingahúsum en í Mílanó má líka finna Kínahverfi, milli Porta Romana og Bocconi-háskóla hverfanna, þar sem boðið er upp á framandi matargerð. Síðdegis er gott að súpa á espressó í Zucca kaffihúsinu sem þakið er mósaíkmyndum á Piazza Duomo.

Menningardjásn

Bakvið glysið liggur mikil saga og menning. Klæddu þig í þitt fínasta púss og eigðu kvöldstund á hinu rómaða La Scala óperuhúsi, norðan Duomo, stærstu gotnesku dómkirkju heims. Hið nærliggjandi Brera hverfi er heimili meistaraverka frá endurreisnartímabilinu á hinu fræga listagallerí Mílanó Pinacoteca di Brera. Síðustu kvöldmáltíðina, málverk Leonardo Da Vinci, má finna í Santa Maria delle Grazie kirkjunni. Í vestur er risavaxið virki sem heitir Castello Sforzesco, og er það þekkt kennileiti í Mílanó.

 

Næturlíf

Brera hverfið, Navigli við skipaskurðinn og Porta Ticinese eru full af börum, klúbbum vínkjöllurum, og bjórsölum. Kvöldin hefjast á passegiatta (gönguferð) áður en haldið er á djassbari í Navigli hverfinu eða á klúbba eins og hinn ljósakrónuskrýdda Il Gattopardo Café, norðvestur af miðbænum í afhelgaðri kirkju. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Mílanó

Frá 2720 hótelum.