Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Berlín - skoðunarferðir, gleðskapur, matargerð og hótel

Finndu gististað

Tápmikil og glæsileg, Berlín heillar hvern þann sem elskar sögu, listir, arkitektúr, veitingahús og næturlíf. Þessi margslungna borg hefur þróast út í líflegan og afslappaðan áfangastað þangað sem fólk kemur til að slappa af í görðunum, skemmta sér á næturklúbbunum, eða kynna sér sögu borgarinnar. Borgin endurskóp sig eftir fall Berlínarmúrsins og höfðar nú til margra; þú getur gætt þér á Currywurst áður en þú skellir þér í óperuna eða dansar fram á nótt við ánna Spree.

Það sem fyrir augu ber í Berlín

 

Berlín er höfuðborg Þýskalands og í þessari annasömu og kraftmiklu borg er margt sögulegt og skemmtilegt að sjá. Í Berlín er frábært úrval spennandi skoðunarstaða sem hafa sett mark sitt á heiminn, þökk sé langri sögu Berlínar. Kíktu á Mitte í Berlín miðri og hittu fyrir Brandenborgarhliðið, umkringt ferðamönnum sem ramma inn þessa frægu sjón á myndavélum sínum, á þessu torgi sem er viss táknmynd borgarinnar. Haltu til austurs og fylgdu Berlínarmúrnum, þá geturðu séð svokallað East Side Gallery þar sem sjá má málverk 105 listamanna hvaðanæva að úr heiminum.

 

Best að borða í Berlín

 

Matargerðarlist margra menningarheima má finna í Berlín og í dag er ítalskur og tyrkneskur matur vinsælastur í höfuðborginni, til viðbótar við upprunalega þýska matargerðarlist. Hún er vinsæl meðal bæði heimamanna og ferðamanna sem gæða sér á bratwurst og currywurst við flotta markaðsbása og í gleymdum hornum. Mörg hótel bjóða upp á lúxusmatargerð í Mitte, og því til mótvægis eru kaffihúsin í Prenzlauer Berg sem eru góð fyrir ferðamenn að leita sér að hefðbundnu snarli.

 

Best að skemmta sér í Berlín

 

Berlín er þekkt fyrir grósku í samtímartónlistarheiminum og mikinn áhuga á raftónlist sem er í hávegum höfð í næturklúbbum um alla Austur-Berlín. Kreuzberg og Fredrichstain eru best ef hugmyndin er að skemmta sér fyrir lítinn pening fram á nótt og ráfa svo heim á ódýrt hótel. Fyrir fólk sem leitar að hinsegin skemmtun þá er Schönberg helsta bækistöð hinsegin fólks í Berlín og þar má sjá regnbogafánana blakta við bari, næturklúbba og kaffihús.

 

Verslun í Berlín

 

Berlín er paradís þeirra sem eru í kauphugleiðingum, sama hver fjárráðin eru. Gaman er að kanna lúxusmagasínin í KaDeWe og finna hinn fullkomna yfirgengilega hlut til að koma með heim til fjölskyldunnar. Skoðaðu endilega alla flóamarkaðina sem finna má víðsvegar í Berlín, en sá frægasti og stærsti er Mauerpark flóamarkaðurinn sem býður upp á hverja röðina á eftir annari af sölubásum um allt svæðið. Síðdegis berast hljóðfagrir og ákafir ómar frá karaoke-söngnum úr hringleikahúsinu í miðjunni. En ef þú ert að leita að því flottasta skaltu rölta framhjá Spree-ánni og njóta skuggsælla og rólegra húsagarða búðanna sem þar eru til húsa.

 

Best að gista í Berlín

 

Í borginni eru ýmis hverfi og hvert þeirra kann að höfða til mismunandi ferðamanna. Ferðamenn í útsýnisferð vilja oft gista í Mitte, en þar er mikið úrval hótela í boði við Spree-ána í öllum verðflokkum. Þeir sem eru að koma til að skemmta sér ættu að gista í Kreuzburg þar sem mörg hótelanna eru stutt frá næturklúbbunum. Fyrir hinsegin hótel er best að kíkja á Schönberg. Síðast en ekki síst, fjölskyldur sem vilja slappa af í menningarlegri höfuðborg Þýskalands finna sig best í Prenzlauer Berg, en þar er bæði andrými og stutt að fara gangandi til helstu áfangastaða.

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Berlín

Frá 790 hótelum.