Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Brussel - menning, pólitík, arkitektúr og súkkulaði

Finndu gististað

Þessi frönsku-, hollensku-, spænsku-, og enskumælandi höfuðborg hefur mikla sögulega þýðingu allt aftur til 10. aldar. Borginni er skipt í 19 hverfi. Hún er þungamiðja alþjóðlegra pólitískra stofnanna eins og Evrópusambandsins og NATO. Það er auðvelt að hrífast af þessari höfuðborg, sem samtímis er hálfgerð táknmynd hins evrópska þorps; lúxussúkkulaði, fíngerðar blúndur og bjór má finna þar á hverju strái. Í borginni býr fólk af fleiri en 175 þjóðernum, svo Brussel er sannkölluð heimsborg,

MiðborginMiðsvæði Brussel er sneisafullt af umstangi, minnismerkjum og fólki. Hér er hið fræga Rue Antoine Dansaert, en þangað halda þeir sem mest eru inni í tískunni til að kíkja í litlu búðirnar og Halles Aint Gery, sem er innimarkaður sem breytist í bar á nóttunni. Place Sainte-Catherine er vinsæll samastaður allt árið um kring, bjórdrykkjustallur að sumri til og stórt skautasvell að vetri til - nokkuð sem ekki má missa af. Þar má líka finna hina risastóru dómkirkju sankti Mikaels og sankti Gudulu. Margir veggir eru skreyttir með myndum af teiknimyndahetjum Brussel, svo sem Boulevard Anspach og Ric Hochet.

 

EvrópuhverfiðÍ þessu hverfi Brussel er ofgnótt af söfnum eins og Náttúrugripasafninu og Cinquarntenaire-safninu (sem er fullt af list hvaðanæva að í heiminum) og garða eins og Ambiorix og Marguerite. Og, svo því sé haldið til haga, þá er þetta á vissan hátt höfuðborg Evrópu og hér situr Evrópusambandið. Ristastórar nútímabyggingar hafa yfirtekið þetta svæði og orðið táknmynd borgarinnar og hennar mikilvægu pólitísku stöðu í Evrópu. Svæðið allt er á „Evróputíma“. Kíktu í þetta hverfi á virkum degi þegar sem mest annríki er og evrópskir embættismenn eru á hverju strái. Hinum megin við götuna er Archimedes-stræti, og þar má finna bari sem bjóða upp á innlenda bjóra. Flæmska BranantÞetta svæði austan við miðborgina var stofnað árið 1995 og er stjórnsýslueining innan Flanders (hverfi í Brussel) sem á m.a.s. eigin skjaldarmerki og fána. Á þessu svæði má finna bæði sögulega menningu og samtíðarmenningu eins og bjórana frægu. Opinbert tungumál þessa svæðis er hollenska. Þetta er íbúðahverfi að mestu, en hér er líka aðalflugvöllur Belgíu. IxellesVið hlið hins sögulega miðbæjar Brussel er Ixelles sveitarfélagið, sunnan við miðborgina. Hér er mikið um sögulegan arkitektúr eins og Abbaye de la Cambre og Bátinn, sem er útvarpshúsið, sem eru á svæðinu í kringum Flagey-torgið. Þetta svæði hefur líka verið menningarleg miðstöð Brussel síðan á 19. öld og er enn heimil margra listgreina, svo sem leikhúss, tónlistar og dans. Þar er líka frönskumælandi háskóli og flæmskumælandi háskóli og nemendur þeirra hjálpa til við að skapa líflegt og afslappað andrúmsloft á börum og veitingahúsum hverfisins. Saint GillesÞetta litla þorp var einu sinni pílagrímastaður þar sem fólk leitaði sér lækninga við hinum ýmsu kvillum. Svæðið er nefnt eftir munknum Gille l’Ermite og það býður upp á smámynd af fjölþjóðleika Brussel þar sem þangað komu pílagrímar af yfir 130 þjóðernum. Suður af miðborginni og vestur af Ixelles er haldinn markaður daglega í kringum Van Meenen torgið, sem vel er vert að heimsækja og heimamenn sækja, svo þar er gott að fylgjast með daglegu lífi borgarbúa.

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Brussel

Frá 480 hótelum.