Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Dúbæ - skoðunarferðir, gleðskapur, matargerð og hótel

Finndu gististað

Kölluð „París Miðausturlanda“ og Dúbæ hefur án vafa þann yfirgengilega sjarma, arabíska menningu og hið hrífandi yfirbragð lúxushugsandi borgar sem margir gestir halda ekki vatni yfir. Borgin er umkringd sólríkum, brúnsendnum eyðimörkum og hinum glitrandi Arabíuflóa sem stingur í stúf við hina geislandi og glóandi nútímabyggingar borgarinnar, og Dúbæ er svo sannarlega eftirminnilegur áfangastaður. Dúbæ er fjölbreytt verslunarparadís fyrir fólk á öllum aldri.

Það sem fyrir augu ber í Dúbæ

 

Það er enginn hörgull á hlutum til að sjá og gera í Dúbæ, hvort sem þú ferð í safaríferð inn í víðfeðmar og ægifagrar eyðimerkurnar, fylgist með dýralífi, klífur hrjóstrug fjöll, ferð í menningarferð um hefðbundin þorp eða í verslunarferð í eina margra lúxusverslunarmiðstöðvanna eins og Mall of the Emirates eða Dubai Mall. Það er gaman að hefja daginn á því að fara upp í topp á hæstu byggingu Dúbæ, Burj Khalifa, og nota útsýnispallinn til að horfa út yfir borgarmyndina krökka af skýjakljúfum. Haltu til Jumeirah-strandarinnar og njóttu lífsins í munaðarfullum óendalaugum orlofssvæðisins á Jumeirah-pámanum, eða njóttu glæsilegra einkastranda á boga pálmans.

 

Best að borða í Dúbæ

 

Lúxus í mat er það sem vera skal því Dúbæ er þekkt fyrir hágæða, fimm stjörnu, veitingahús sem annaðhvort eru nærri hvítsendnu ströndunum eða uppi í skýjakljúfum þar sem þú getur notið hrífandi útsýnis yfir borgina. Ef þú vilt smakka framandi og staðbundnar rétti skaltu sökkva þér í útimarkaðina og götumatinn sem býður upp á blöndu rétta frá Asíu, Miðausturlöndum, og þeirra sem alþjóðlegir geta talist. Bragðaðu á austurlenskum réttum og það er næsta víst að bragðlaukar þínir eiga eftir að biðja þig um meira. Ef þig langar að borða í miklum lystisemdum skaltu halda til smábátahafnarinnar í Dúbæ þar sem þú færð fyrsta flokks þjónustu meðan þú horfir á snekkjur sigla hjá

 

Hvar á að versla í Dúbæ

 

Dúbæ er án nokkurs vafa verslunarparadís. Risavaxnar verslunarmiðstöðvar gnæfa yfir borginni og bjóða upp á hágæðavöru, sérstaklega hinar íburðarmiklu Mall of the Emirates og Dubai Mall, hin fjarstæðukennda Emirates Towers Boulevard og hin hrífandi Wafi Shopping Centre. Í öllum þeirra er ofgnótt vinsælla hönnunarbúða, handíðabúða og þjónustu sem gerir verslunarupplifun þína ógleymanlega. Ef þú ert að leita að kjarakaupum skaltu fara á einhvern mörgu útimarkaðanna í gömlu Dúbæ og æfa prútthæfnina til að fá verðið sem þú vilt. Í Dúbæ eru tveir sérstaklega vinsælir markaðir sem selja vefnaðarvöru og gull, sem enn þann dag í dag skipta efnahag borgarinnar miklu sökum þess mikla fjölda viðskipta sem þar eiga sér stað.

 

Best að gista í Dúbæ

 

Dúbæ er heimsborg, skýjakljúfaendanna á milli, svo það er lítið mál að finna mismunandi hótelgerðir, frá lúxus til hefðbundinna, sem uppfylla þarfir þínar í hverju horni borgarinnar. Til að komast í hringiðu hversdagsins skaltu kíkja á Deira þar sem útimarkaðir eru krökkir af spenntum gestum og skoðaðu bryggjurnar þar sem arabísk seglskip koma til hafnar og afferma framandi vörur og hversdagsnauðsynjar. Til að lifa í lúxus skaltu halda til Nýju-Dúbæ og rölta um íbúðasvæði Jumeira-strandar, þar býðst hágæða matur með fyrsta flokks þjónustu. Þar finna gestir fyrir mörg yfirgengilegu fimm stjörnu orlofssvæðanna við ströndina sem bjóða stuttar ferðir sem eiga hvergi sinn líkan í heiminum.

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Dubai

Frá 1320 hótelum.