Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Frankfurt - skýjakljúfar, grófgerðar krár og gnótt safna

Finndu gististað

Borgarferð til Frankfurt býður gestum upp á að sjá baksviðs í glitrandi borgarmyndinni. Þröngar götur sveigja framhjá bjálkahúsum í miðborginni á leið til Main-árinnar og þess fjölda heimsklassa safna sem þar eru. Bókaðu hótel í Frankfurt til að sameina gamla heiminn með sínum skemmtulegu krám og framúrstefnulegt næturlíf borgarinnar.
Arkitektúr andstæðnanna

Best er að skoða magnaða borgarmynd Frankfurt frá Eiserner Steg brúnni. Norðan Main-ánnar rís Commerzbank-turn Norman Foster við hlið glersins og stálsins í Evrópubankanum, heimili evrunnar, og hins 200 metra háa Main-turns. En í kringum hið miðlæga Römerberg hverfi er borgin allt önnur saga. Torgið er umkringt haganlega endursmíðuðum bjálkahúsum, og við það er hin stóra gotneska Kaiserdom dómkirkja. Þægilegt er að nota þjónustu sporvagnsins, Ebbelwei Express, sem tengir þessar tvær hliðar Frankfurt og fer framhjá öllum helstu ferðamannastöðunum á leiðinni.

 

Menningarrölt

Lystigöngusvæði með tré á báðar hendur við bakka Main er þar sem söfn borgarinnar er að finna. Kvikmyndáhugafólk fyllir Þýska kvikmyndasafnið, meðan listunnendur finna verk eftir Rembrandt, Monet og Picasso á veggjum Städel-safnsins. Frægasti rithöfundur Þýskalands, Goethe, var fæddur í Frankfurt og 18. aldar heimili hans, í miðborginni, er nú hrífandi safn. Á kvöldin njóta íbúar Frankfurt kampavínsglass á svölum Alte Oper óperuhússins áður en þeir fá sér sæti inni í salnum.

Matur, drykkur og dans

Gamaldags krárnar sem finna má við steinilögð stræti Alt-Sachsenhausen rétt sunnan árinnar bjóða staðgóða sérrétti frá Frankfurt. Velútilátnir skammtar af svínaskönkum eru bornir fram með Ebbelwei, sem er eplavínið sem framleitt er á svæðinu og borið fram í stórum steinkönnum. Íbúum Frankfurt líkar vel að fá sér pylsur á Grosse Bockenheimer Strasse sem kallað er Fressgass, rétt eins og þeim líkar prýðilega að borða á þeim sælkerastöðum sem finnast í knippum í kringum óperuna. Eftir matinn þá er hægt að fara til Fechenheim, aðeins lengra til austur, þar sem hið rómaða næturlíf Frankfurt snýst í kringum ofurnæturklúbb DJ Sven Väth Cocoon. Sjáðu með eigin augum á einum þeirra hótela í Frankfurt sem Hotels.com bjóða

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Frankfurt

Frá 540 hótelum.