Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Edinborg - sjáanleg saga, eftirtektarvert umhverfi og heimsfrægar hátíðar

Finndu gististað

Það er ekki að ástæðulausu að Edinborg er ein mest heimsótta borg Bretlands. Það eru raunar margar ástæður fyrir því. Hvort sem þú ert að leita að sögu, því óvanalega, hátíðum eða góðum mat þá býður þessi skoska borg þér allsnægtir. Hún er líka á einu mest sláandi bæjarstæði í Evrópu, með sínum dramatíska kastala, bugðóttu steinilögðu götum, og stórum 300 ára gömlu leiguhjöllum. Við þessa líflegu blöndu bætist sjálf Edinborgarhátíðin heimsfræga hvert sumar, og hið alræmda Hogmanay sem fagnar innreið nýja ársins. Komdu og komdu þér á óvart

Saga og menning

 

Það fer kannski ekki hátt, en Old Town og New Town í Edinborg eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þetta eitt og sér staðfestir sögulegt og menningarlegt mikilvægi borgarinnar, ef það sést ekki af virkisveggjum Edinborgarkastala, fjölbreyttu úrvali skotapilsaframleiðenda, eða sölubásunum sem selja hið hefðbundna skoska slátur. Höfuðborginni tekst að fanga alla menningu Skotlands í einni borg, eins og sjá má á bugðóttu steinilögðu strætunum, heyra á hlýlegum hreimnum og smakka á í Scotch Whisky Experience (viskýupplifun). Fyrir aðdáendur lista og sögu býður Edinborg upp á fjölda safna og gallería, sem eru flest ókeypis, og bjóða upp á skemmtilega atburði og röð gestasýninga.

 

Heimsborgin

 

Þó svo að það sjáist kannski ekki af þröngum steinilögðum strætunum eða kastalanum sem gnæfir yfir hana er Edinborg í raun forfrömuð borg. Sumir hlutar hennar eru það allavega. Þrjá kílómetra eða svo austan miðborgarinnar, í Leith, er bær sem er umbreyttur af kraftmiklu lista- og menningarlífi, þar sem sælkerakokkar opna veitingahús út um allt. Miðborgin hefur líka tekið stór stökk fram á við með mikið úrval stórra vörumerkja í boði og opnun hins fágaða Multrees Walk. Þessi litla göngugata rétt við Torg Andrésar helga er heimili lúxusbúða og merkjavöru, þarna er heilsulind og Valvona & Crolla; elsta sælkerabúð Skotlands.

 

Sjö hæðir

 

Edinborg er, eins og frægt er, byggð á sjö hæðum og hver þeirra um sig gefur gestum gott útsýni yfir borgina. Artúrssætið er sú hæsta og þekktasta; klifraðu upp þennan grasivaxna klett og njóttu nestisins með yfirburða útsýni yfir borgina. Calton-hæðin er líka góður útsýnisstaður, og þar má líka finna mikilvægar byggingar eins og Sankti Andrésarhús skosku ríkisstjórnarinnar og Holyrood, sem líkist helst kastala. Á toppi Carlton hæðarinnar finnurðu fjölda táknmynda Edinborgar - minnismerki Dugal Stewart sem er í grískum stíl, hið súlubyggða minnismerki Skotlands, og hið sjónaukalaga minnismerki Nelson.

 

Hátíðar og tyllidagar

 

Edinborg heldur tvo heimsfræga viðburði. Edinborgarhátíðin er stærsta listahátíð heims og haldin í ágúst hverjum, og í 25 ærslafengna daga er skoska höfuðborgin undirlögð uppáklæddum götulistamönnum, dramatískum Shakespeare uppsetningum og blöndu samtímatónlistar og dans. Hin stóra hátíðin í Edinborg er Hogmanay - skoska útgáfan af nýárinu - hefðbundinn atburður sem árið 1993 var breytt í íburðarmikinn viðburð sem fer fram um alla borg, og nú koma 250.000 gestir á þessa stóru götuhátíð frá 29. desember. Hátíðargestir njóta kyndilgöngu, götulistahátíðar og tónleikasviðs á hverju horni.

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Edinborg

Frá 1880 hótelum.