Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Vegvísir um Las Vegas - neonljós, spilavíti, hlaðborð og dansmeyjar

Finndu gististað

Heimsfræg fyrir spilavíti sín, magnaðar sýningar og glæsileg hótel, Las Vegas ferð er fullkomin afsökun til að láta til sín taka. Bókaðu hótel í Las Vegas til að dansa alla nóttinna, eða freistaðu gæfunnar við spilaborðin.
Að ná áttum

Hin fræga Las Vegas Strip er 6 kílómetra hluti Las Vegas Boulevard, sem gengur frá norðri til suðurs við hlið Interstate 15 hraðbrautarinnar. Á stutta kaflanum á milli Tropicana og Sands Avenues, hefur New York, París, Róm, Feneyjum og öðrum stórum þemahótelum og spilavítum verið pakkað inn. Fylgdu The Strip í norður framhjá Sahara Avenue til eldri staðanna í Miðbænum og björtu ljósanna á Fremont Street. McCarran alþjóðaflugvöllurinn er rétt vestan við suðurenda The Strip.

 

Fjárhættuspil

Með fáeinum undantekningum er inngangur hótela í Las Vegas í gegnum spilavíti þar sem finna má spilakassa, spilaborð og teningaspil. Byrjendur geta fengið ókeypis tíma hjá flestum spilavítum til að læra reglurnar í bakkarat, rúllettu, craps, pai gow, póker, eða 21. Meðan þú freistar gæfunnar við borð eða spilakassa bera þjónar í þig ókeypis drykki, svo lengi sem þú heldur áfram að gefa þeim þjórfé.

 

Hlaðborð, borgarar og sælkerafæði

Borgin var áður þekkt fyrir ódýrar rifjasteikur og takmarkalaus hlaðborð, en nú til dags er Vegas þekkt sem sælkeraparadís. Margir frægustu kokkar Bandaríkjanna, eins og Thomas Keller og Mario Batali, reka veitingahús þar. Belgdu þig út á krabbalöppum og rifjasteikum á hlaðborðunum á Wynn eða Bellagio. Þeir sem eru að passa budduna geta gripið samloku að nóttu til á Canter's Deli, eða samloku og franskar a In-N-Out.

 

Dansmeyjar og söngleikir

Til að fá sæti á vinsælum sýningum er best að bóka áður en þú ferð i fríið til Las Vegas. Það er samt úr nógu að velja fyrir þá sem eru á síðasta snúning því mikið er um afsláttarsölubása, og líka er gott að kaupa beint af miðasölunni. Láttu sýningu Cirque du Soleil sem byggð er á Bítlunum, Love, eftir þér, eða þá hina sívinsælu sýningu þeirra um vatnið, O. Njóttu töfragrínsins hjá Penn and Teller, tónlistar Jersey Boys eða þeirrar sýningar fyrir fullorðna sem lengst hefur gengið, Jubilee á Bally's.

Reyfarakaup og tískubúðir

Verslun í Vegas, eins og annarsstaðar, spannar allan skalann. Á öðrum enda hans eru afsláttarbúðir eins og Las Vegas Outlet Center. Á hinum enda skalans eru staðir eins og Forum Shops at Caesar's Palace þar sem hönnunarbúðirnar standa í röðum og Via Bellagio. Dæmigerðar búðir fyrir Vegas eru Gambler's General Store, þar sem hægt er að kaupa teninga og World Series of Poker spil, og Serge's Showgirl Wigs, þar sem dansmeyjarnar kaupa bestu hárgreiðslurnar. 

 

Drykkur og dans

Það er enginn hörgull á næturklúbbum og skemmtistöðum sem eru opnir allan sólarhringinn í Las Vegas. Til að dansa og sjá yfir ljós borgarinnar skaltu taka hraðlyftuna upp á 55. hæð á Palms. Hér hittirðu fólk að djamma á Ghostbar, tískustað með geimaldarskreytingum. Að fara í svokallað „bottle service“ - kaupa heila flösku af sterku áfengi - er dýrt, en það er líka besta leiðin til að fá borð á sumum bestu skemmtistöðunum. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Las Vegas

Frá 350 hótelum.