Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Istanbúl - við hverju þú mátt búast í hverju hverfi fyrir sig

Finndu gististað

Istanbúl hefur verið í brennidepli ferðalanga bæði að austan og vestan í mörg ár. Fyrrum þungamiðja margra heimsvelda, og áður þekkt sem Kostantínópel og Mikligarður, Istanbúl hefur legi verið búsældarlegur hluti Miðjarðarhafsins og mikilvægur verslunarstaður. Sú samsuða austurs og vesturs sem þar hefur gerst hefur gefið Istanbúl nútímans mikla fjölbreytni; frá ys og þys Galata og Sultanahmet skoðunarferðanna til græna gróðursins á kyrrðarstaðnum sem er Prinsaeyja, þá veldur Istanbúl ekki vonbrigðum.

Sultanahmet

 

Sultanahmet er vestanmegin í Istanbúl við Bosporussund og við strönd Marmarahafs . Sögulega var Sultanahmet aðalkomustaður kaupskipa, eins og enn má sjá af Stórbasarnum sem þar er. Stórbasarinn er risastór, bjartur og litríkur markaður, og upphaf hans má rekja til fyrstu kaupmannana sem stunduðu verslun á ströndum Istanbúl. Sultanahmet-torgið er hinsvegar á nokkurs vafa þungamiðja þessa hverfis. Hér finnurðu hinar stórkostlegu byggingar sem Hagia Sophia kirkjan og Bláa moskan eru, en þær gnæfa yfir þrifalega göngustígana.

 

Galata

 

Galata er norður af Sultanahmet, hinum megin árósana. Hér er suma bestu veitingahúsa og verslunarmiðstöðva Istanbúl að finna, og hingað sækir ungt fólk til að njóta næturlífsins. Taksim-torgið er í hjarta þessa hverfis og þar er mannmergð alla vikuna. Galata-turninn er frægur ferðamannastaður, hann var byggður árið 1348 og efst úr honum er hægt að sjá yfir alla borgina. Í Galata eru líka vinsælustu hótelin, þau eru flest í dýrari kantinum, en vel þess virði.

 

Prinsaeyjar

 

Eyjarnar níu úti fyrir suðurströnd heita Prinsaeyjar. Þessar eyjar bjóða upp á allt aðra upplifun þá sem í boði er á meginlandinu. Þar er engin bílaumferð; þessar eyjar voru grænar þegar þær fundust og Istanbúl hefur haldið þeim þannig. Umhverfið er fallegt og kyrrlát, og öldugljáfrið er alltaf skammt undan. Þetta er fullkominn staður til að róa sig niður eftir lætin á meginlandinu. Gleymdu áhyggjunum og skoðaðu þig um af hestvagni.

 

Asíu megin

 

Eystri hlið Istanbúl er Asíu megin og þangað koma fleiri í viðskiptaerindum en í skemmtiferð. Ekki samt halda að það sé ekkert þangað að sækja, þvert á móti, eins og hver sá sem heimsótt hefur Çamlıca-hæðina getur sagt þér. Sú hæð er ein sú hæsta í borginni og vinsæl meðal heimamanna og ferðalanga. Frá hátindi hennar geturðu séð Istanbúl alla frá huggulegu kaffihúsi. Þarna er líka garður sem mörgum hugnast vel enda er gott að hvíla sig þar eftir skarkala borgarinnar. Kadıköy og Üsküdar eru vinsælustu áfangastaðirnir þar, en ekki láta hverfin við Marmaraströndina til suðurs framhjá þér fara, en þar má sjá dæmigerðar og litaglaðar götur í stíl Miðjarðarhafsins.

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Istanbúl

Frá 2860 hótelum.