Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Miami - lúxusstrandhótel, kúbönsk menning, og himnaríki skreytilistastefnunnar

Finndu gististað

Hvítur sandur, svalandi laugar og glæsileg hótel í Miami eru öll hluti af fríi í Miami. Þú getur kannað nýbylgju listagallerí, litaglaðan arkitektúr frá fjórða áratug síðustu aldar, og lífleg hverfi með suður-amerísku yfirbragði.

Að ná áttum

Biscayne-flói er fullur af snekkjum og aðskilur miðbæ Miami frá South Beach, Miami Beach og Key Biscayne eyju, en allt tengist þetta með upphækkuðum vegum. Hótel og töff barir í skreytilistastíl standa við Atlantshafsstrandir South Beach, og alla leið yfir á Miami Beach.  Miðbær Miami, 11 kílómetra frá alþjóðaflugvelli Miami, er heimili verslana og veitingastaða Bayside Marketplace, og þar má líka finna kúanska hverfið, Litlu-Havana. Til suðurs eru hin velstæðu Coral Gables og Coconut Grove hverfi, og handan þeirra South Miami úthverfið. 

 

Hvíld og afslöppun

Flestir fara í frí til Miami til að slappa af á gullnum söndum South Beach og Miami Beach. Fjörugir strandbarir, afslappaðir veitingastaðir sem bjóða upp á hábít, og pastellituð hótel í skreytilistastíl standa við Atlantshafsströnd Ocean Drive. Í Brickell Key, utan við strönd miðbæjar Miami, er Mandarin Oriental hótelið, eina fimm stjörnu heilsulind Miami. Kældu þig niður með bátsferð um Biscayne-flóa eða flúðu borgarskarkalann í hinum 13 hektara Bayfront-garði í miðbænum. 

 

Gamla Miami

Frá gömlum suður-amerískum hverfum til íbúða í skýjakljúfum þá má sjá sögu Miami endurspeglast í borgarmyndinni. Kúbanska hverfið í Miami, Litla-Havana, er á 8. stræti (Calle Ocho), og þar spila gamlir menn dómínó, lög á spænsku óma úr hljómflutningstækjum og enska er annað tungumál íbúanna. Arkitektúr Miami er sláandi, frá flottum íbúðum í háhýsum á Miami Beach og skreytilistabyggingum á South Beach til hins íburðarmikla Biltmore hótels í Coral Gables. 

 

Rómönsk matargerðarlist

Miami er þekkt fyrir „Floribbean“ matargerðarlist -- þar sem Flórída-keimur blandast matargerðarlist Karíbahafsins. Hér eru allir að hugsa um línurnar, til að líta vel út á ströndinni, svo málsverðir eru léttir og mikil áhersla lögð á sjávarrétti. Þú getur borðað á þekktum stöðum í South Beach eins og Nobu eða skellt þér á hinn langfræga, Joe’s Stone Crab Restaurant, (opið frá miðjum október til miðs maí). Litlar kúbanskar kaffilúgur bjóða upp á rótsterkt kaffi til að mannskapurinn haldi barferðirnar á South Beach út.

Eftir að myrkrar

Smart barir í móttökum, þakgarðar með útirúmum og strandbarir undir beru lofti keppast um að þjóna fína fólkinu. Nikki Beach Miami á Ocean Drive, Skybar á Shore Club við Collins Avenue, með skreytingar í Marokkó-stíl, og skreytilistamóttaka Raleigh Hotel eru meðal staða sem við mælum með á South Beach. Fjarri strandstöðum, er elsti bar Miami, Tobacco Road, í miðbæ Miami, og þar má hlýða á djass- og tregasveitir.  

Verslun

Sætar tískubúðir, stórar verslunarmiðstöðvar og hönnunarbúðir eiga allar sinn sess í Miami. South Beach er miðdepill tískunnar, sérstaklega verslunarmiðstöðin Lincoln Road Mall og syðri endi Collins Avenue breiðgötunnar. Þeir sem hafa meira fé á milli handanna halda til fínu búðanna í Bal Harbour í norðurhluta Miami Beach. Til að komast í nýja kúbanska vindla skaltu fara til Calle Ocho í Litlu-Havana. Coconut Groveútiverslunarsvæðið Cocowalk býður upp á keðjubúðir og tískubúðir. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Miami Beach

Frá 810 hótelum.