Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðarvísir um London - skýjakljúfar, verslun og sýningar á West End

Finndu gististað

Heimsborg sem aldrei sefur, London er menningarlegt hjarta Englands. Höfuðborg sem iðar af lífi, London býður upp á afþreyingu allan sólarhringinn, allt frá ösinni á Oxford-stræti til settlegra stræta South Kensington. Komdu við á The Ritz til að upplifa alvöru breskt síðdegiste, sogaðu í þig afslappað andrúmsloftið á Spitalfields-markaðinum, eða komdu við á West End í London til að sjá nýjustu stórsýninguna.

Norður-London

 

Bútasaumur fallegra fólkvanga og frægra íþróttaleikvanga, Norður-London er skemmtilegur borgarhluti London til að kynna sér. Haltu á Wembley og Lord's krikketvöllinn til að svala íþróttaþorstanum (báðir vellirnir voru notaðir á Ólympíuleikunum 2012) og hoppaðu svo upp í neðanjarðarlestina til Camden þar sem þú getur rölt framhjá líflegum útimarkaði á leiðinni til dýragarðsins í London. Endaðu daginn í Primrose Hill, en andrúmsloftið í þessu tískuhverfi er afslappað.

 

Austur-London

 

Listræn, kraftmikil og í stöðugri endurnýjun, Austur-London er orðinn fjörugur bæjarhluti. Þar er bóhemahverfið Shoreditch, þar sem sjá má fólk í stígvélum og harðkúluhöttum spássera um smartar götur. Blandaðu geði við heimamenn í einum af mörgum þeirra vinsælu hanastélsbara sem þar eru eða kíktu á Canary Wharf til að kynna þér þysina í viðskiptahverfi Lundúna.

 

Suður-London

 

Suður-London er aðskilin frá hinum borgarhlutunum af Thames-ánni og þar má finna rólegan úthverfaandblæ. Suður-London hefur samt sem áður upp á margt að bjóða, m.a. einn skemmtilegasta fólkvang allrar London, Greenwich Park, tískubúðirnar og dádýragarðinn í hinni fáguðu Richmond og hina óteljandi sælkerapöbba í hinu síbatnandi Battersea hverfi. Andaðu ferska loftinu að þér í Herne Hill, skoðaðu kjarakaup í hinu fjölmenningarlega Brixton hverfi eða fáðu þér öl við ánna á einum af þeim mörgu huggulegu pöbbum sem finnast í Putney.

 

Vestur-London

 

Í Vestur-London standa hvítar húsaraðir með súlum skrýddum inngöngum í löngum röðum, enda er mikið af dýrasta húsnæði Bretlands þar að finna. Frá hönnunarbúðunum í Chelsea til ríkulegra veitingahúsa við King’s Road, má finna velmegunina á hverju strái. Til að slappa af eftir góðgerðir og verslun er gott að kíkja í Holland Park eða Hyde Park og njóta lautarferðar með miklu útsýni. Líka er hægt að á við hina skemmtilegu skipaskurði í Maida Vale til að njóta andartaks friðar og róar í hvarfi fyrir ys og þys borgarinnar.

 

City hverfið í London

 

Þetta er elsti hluti borgarinnar, en í dag gnæfa stórir skýjakljúfar og hnattlaga glerbyggingar yfir þessum hluta borgarinnar, þ.m.t. Gúrkan fræga. Hverfið er líka kallað „Fermílan“ og í þessum sögulega kjarna eru St Pauls dómkirkjan og Tower of London með sín þekktu krúnudjásn. Á meðan að á heimsókn þinni stendur er upplagt að heimsækja Museum of London sem skjalfestir sögu borgarinnar allt til dagsins í dag.

 

West End

 

Þungamiðja leikhússlífs London; þetta er líflegur borgarhluti fullur af veitingahúsum, næturlífi og leikhúsum sem keppast öll um athygli þína. Þetta er vinsælt svæði fyrir skemmtun og afþreyingu, þannig að þú getur rekist á allskonar uppákomur í West End í London, eins og kvikmyndafrumsýningar, troðfulla markaði, og óundirbúið götuleikhús. Í Covent Garden má jafnan sjá mikinn fjölda götulistamanna, á Leicester Square er fjöldi kvikmyndahúsa, og hægt er að fá sér menningarlegan göngutúr um National Gallery við Trafalgar Square.

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: London

Frá 8010 hótelum.