Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Kaupmannahöfn - hönnun, stíll og bestu staðir Skandinavíu til að upplifa menningu

Finndu gististað

Farðu í borgarferð til Kaupmannahafnar og skoðaðu þessa heillandi skandinavísku höfuðborg. Að degi til býður danska höfuðborgin upp á framúrstefnuhönnun, menningu, og borgarlíf af bestu gerð og á kvöldin er skemmtilegt andrúmsloft á frábærum og nútímalegum veitingahúsum borgarinnar, svo ekki sé minnst á skemmtistaðina. Bókaðu hótel í Kaupmannahöfn til að upplifa þessa ævintýraborg.
Að ná áttum

Kaupmannahöfn er hönnuð til að vera skoðuð á tveimur jafnfljótum, eða þá á tveimur hjólum. Hjólaslóðar og steinilagðar göngugötur teygja sig frá vinsælu Vesterbro í vestri yfir fjölda skipaskurða til stöndugrar Kristjánshafnar (og hinnar frægu Kristjaníu sem þar er). Inn á milli er Strikið, lengsta göngugata Evrópu og verslanir og söfn svæðisins eru hjarta miðborgarinnar, og liggja alla leið til inntaksins sem Inderhavnen (Innri-Höfn) er. Á uppleið er Nørrebro hverfið, rétt norður af Strikinu og við skipaskurð, það og trjáskrúðuga hverfið Fredriksberg til vesturs eru bæði upplögð í göngutúra.

 

Matur

Kokkar Kaupmannahafnar eru að endurskilgreina skandinavíska matargerð, nota einungis staðbundin hráefni, lífrænar afurðir, og snúa norrænni matargerð aftur til upphafs síns með því að gaumgæfa uppskriftabækur formæðra sinna. Marga veitingastaði má finna í miðbænum, sérstaklega á götum eins og Frederiksberggade og Købmagergade. Meðal hverfa á uppleið hvað matargerð varðar er Kødbyen, kjötvinnsluhverfið í Vesterbro. Ekki gleyma að prófa eitt af þeim 14 veitingahúsum Kaupmannahafnar sem hafa fengið Michelin stjörnu - hvergi eru fleiri slík að finna í Skandinavíu - þ.m.t. Noma, sem Restaurant tímaritið valdi þriðja besta veitingahús heims.

 

Næturlíf

Danir eru þekktir fyrir að kunna að skemmta sér. Gott er að hefja kvöldið í borgarferð til Kaupmannahafnar í Indre By, þar sem þú finnur bari undir beru lofti og tónlistarklúbba. Þegar á nóttina líður skaltu kíkja á Nørrebro hina kraumandi, eða flottheitin í Vesterbro

Afslöppun

Til að slaka á í björtu, byrjaðu daginn í Fredriksberg, en steinilögð stræti þess hverfis, með trjágróður á báðar hendur, liggja til hins víðfeðma Fredriksberg Have garðar. Þaðan er stutt að labba til hins snyrtilega Assistens kirkjugarðar, síðasta hvílustaðar Hans Christian Andersen, Søren Kierkegaard og Niels Bohr. Østerbro, aðeins til austurs, er þekkt fyrir sínar grænu víðáttur og trjávöxnu breiðgötur sem liggja í gegnum Fælledparken, en þar eru ilmgóðir garðar, leikvellir, og, um helgar, er spiluð mikil knattspyrna þar. Þaðan skaltu halda til suðurs í Tívolí og Kristjaníu

 

Dönsk hönnun

Danskir hönnuðir eru í fremstu röð og Kaupmannahöfn hefur látið að sér kveða í arkitektúr, innanhússhönnun og húsgagnahönnun árum saman. Hefðu för á Dönsku hönnunarmiðstöðinni, en þar er marga sýnisgripi að sjá, auk þess sem þar er framúrskarandi verslun. Heimsóttu svo Nytjalistasafn Danmerkurog Dönsku arkitektúrsmiðstöðina sem halda sýningar um nútímahönnun og stefnur í byggingargeiranum. Að því loknu er gaman að kíkja í búðir á Strikinu eða rölta um sérvöruverslanirnar í Østerbro og næla sér í gripi eftir danska hönnuði eins og Georg Jensen, Bodum, Rosendahl og B&O.

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Kaupmannahöfn

Frá 300 hótelum.