Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Orlando - skemmtigarðar, spenna og fjölbreytt mataræði

Finndu gististað

Orlando er stundum kölluð „Borgin fagra“ og „Heimsborg skemmtigarðanna“, og það er auðvelt að sjá ástæður þess. Borgin er heimili eins frægasta vörumerki heims, Disney, sem býður upp á fjóra skemmtigarða fyrir alla fjölskylduna. Kvikmyndaaðdáendur kunna að meta Universal Studios, en þar er boðið upp á rússíbana sem tileinkaðir eru ákveðnum kvikmyndum, og vatnagarðarnir, golfvellirnir í Kissimmee og Everglades svæðið gleðja bæði þá sem eru að heimsækja í fyrsta sinn og þá sem koma reglulega. Það er erfitt að standast töfra Orlando, eins og milljónir lítilla og stórra barna um allan heim geta borið vitni um.  

Það sem fyrir augu ber í Orlando

 

„Heimsborg skemmtigarðanna“ er Orlando kölluð, svo það eru engar ýkjur að segja að þar sé margt að sjá og gera. Vinsælasti áfangastaður borgarinnar eru tvímælalaust DisneyWorld skemmtigarðarnir, þar sem þú getur keypt passa til að sjá uppáhaldspersónur þínar í Animal Kingdom, Hollywood Studios, Epcot Center og - auðvitað - Öskubuskukastalann í Magic Kingdom. Þeir sem hafa áhuga á kvikmyndum eiga að halda til Universal Studios þar sem hægt er að endurgera töfrandi augnablik í kvikmyndasögunni. Ef þú ert að leita að afslöppun skaltu rölta um hið laufskrýdda Winter Park hverfi, eða slaka á í sólinni til að fylla á batteríin. Þeir sem vilja kæla sig niður hafa um fjölda vatnagarða að velja; þú getur valið úr Wet N’Wild, Aquatica, Blizzard Beach, Typhoon Lagoon og Coco Key Hotel and Water Resort.

 

Matur í Orlando

 

Alþjóðleg matargerðarlist er í brennidepli í Orlando, þar sem margskonar rétti er að finna í hinum fjölbreyttu hverfum svæðisins. Skemmtigarðaborgin þjónar spennufíklum í leit að matarbita, annarsstaðar en á aðalstöðunum eins og Disney Downtown eða Lake Buena Vista. Nálægt og aðgengilegt með sporvögnum og I-RIDE eru ferðamannasvæðin Restaurant Row og International Drive og þar er hægt að fá sér allskonar góðgæti í vegarkantinum. Ef þú ert að leita að rólegri, afslappandi og menningarlegri upplifun í borðhaldi er upplagt að halda til Winter Park og slaka sér í mörgum af þeim huggulegu veitingastöðum sem þar fyrirfinnast meðal trjánna.

 

Verslun í Orlando

 

Orlando ofdekrar gesti sína þegar að úrvali verslana kemur, og um öll hverfi má finna stórar Disney-búðir. Þú getur heimsótt 4.600 fermetra Disney-búð fyrir alla fjölskylduna, eða kannski rölt um bandarískt þorp frá miðri síðustu öld í Celebration. Farðu með I-RIDE til International Drive og nýttu þér þau kostakjör sem þar bjóðast á minjagripum frá Universal Studios og DisneyWorld, á sama tíma og þú getur nýtt þér ýmsa sniðuga afþreyingu eins og fallhlífastökk innandyra eða sjálflýsandi golf sem býðst í mörgum þeirra verslunarmiðstöðva sem þar eru. Ef þú vilt versla í fínni búðum bíða þín margar tískubúðir í Winter Park.

 

Best að gista í Orlando

 

Mörgum gestum hentar best að gista í Orlando til að upplifa spennandi rússíbanana í DisneyWorld, SeaWorld, Pleasure Island eða Animal Kingdom. Margir gestir ákveða að gista í hverfum sem eru nálægt helstu stöðunum, hvort sem þá er um að ræða Walt Disney World eða Maingate hverfið vinsæla. Þeir sem hafa áhuga á kvikmyndum vilja kannski gista í nágrenni við hin rómuðu Universal Studios í Universal Orlando hverfinu. Þeir gestir sem vilja forðast skemmtigarðanna geta ákveðið að gista í menningunni í miðbænum eða Winter Park í staðinn, og komast þannig meira í snertingu við heimamenn og njóta hversdagslífsins í borginni.

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Orlando

Frá 10750 hótelum.