Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Boston - Bandarískar söguslóðir, veitingastaðir við hafnarbakkann og hafnaboltaæði

Finndu gististað

Farðu í frí til Boston og kannaðu arfleifð frelsisstríðsins, hinn rómaða Harvard háskóla, og listagallerí í heimsklassa. Bókaðu hótel í Boston til að smakka á þeim gómsætu sjávarréttum sem borgin hefur upp á að bjóða og spennunni í Red Sox leik.

Bandarísk saga

Boston er gegnsósa af upphafi sögu Bandaríkjanna. Fjögurra kílómetra langa gangan eftir Frelsisslóðinni, sem lögð er af rauðum múrsteinum, fer framhjá gullhvelfingunni á Nýja þinghúsinu, grafreitum og Gamla þinghúsinu þar sem Sjálfstæðisyfirlýsingin var fyrst lesin árið 1776. Hús byltingarhetjunnar Paul Revere er það elsta í North End, hverfi sem rekur rætur sínar aftur til fjórða áratugs sautjándu aldar. Daglega er skotið úr fallbyssum af USS Constitution, elsta virka herskipi sem enn er fljótandi í heiminum, og er sú athöfn í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldum. Í vestur er Beacon Hill með sínum steinilögðu strætum og gaslömpum, og í nágrenninu eru brúnsteinshúsin í Back Bay.

 

Listir og menning

Egypskar rollur, bandarísk meistaraverk og japanskur garður eru meðal þess sem í boði er á Listasafni Boston, í nágrenni Back Bay Fens, sem er stutt ferð vestur af miðbænum með sporvagni. Í nágrenninu er Isabella Stewart Gardner safnið, staðsett í palazzo í ítölskum stíl og þar er að finna fleiri en 2.500 gripi sem Gardner safnaði á ferðalögum sínum. Við hafnarbakkann er Samtímalistastofnunin, og rétti staðurinn til að hitta framúrstefnulist fyrir.

 

 

Himnaríki sælkeranna

Fjölbreytt matargerðarlist Boston býður upp á allt frá úrvals sælkerafæði á Aujourd'hui  veitingastað Four Seasons við Boston Common til safaríkra steika hjá Abe & Louie í Back Bay. Og ekki láta sérrétti Nýja-Englands, eins og humrarúllur og rjómapæ, framhjá þér fara. Við höfnina eru veitingastaðir sem bjóða upp á ferska sjávarrétti meðan að Quincy Market í nágrenni Faneuil Hall býður upp á freistandi úrval frá skelfisksúpu til dim sum. Að kíkja til North End, Litlu-Ítalíu Boston, er skylduatriði þegar maður er í Bostonferð til að næla sér í sikileyskt cannoli sætabrauð og cappuccino. 

 

Grænir fólkvangar og íþróttavellir

Boston Common er 20 hektarar að stærð og elsti almenningsgarður landsins, og góð vin í borginni. Á veturna verður Froskatjörnin að skautasvelli. Í vestri eru hinir vel hirtu Boston Public Gardens með sínum sérstöku svansbátum. Gönguhrólfar dá hina 65 kílómetra löngu Hafnargöngu Boston.Fenway Park, heimavöllur Red Sox hafnaboltaliðsins, er troðfullur á meðan á leiktíðinni stendur frá apríl til október - það er best að spyrja hótelið þitt í Boston eftir miðum. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Boston

Frá 350 hótelum.