Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

París - leiðsögn innanbúðarmanns um hina frægu borg rómatíkur, fegurðar, lista, arkitektúrs, menningar og unaðar

Finndu gististað

Þú getur rölt meðfram Signu, gengið um glæsilega garða, fundið falda afkima eða bestu hátískubúðirnar á Champs-Élysées.  Þú getur dáðst að glæsileik Panthéon, iðnaðarsjarma Eiffel-turnsins, trúarlegum anda Frúarkirkjunnar eða flotta píramídanum við Louvre. Frá borgaralegu óhófi að bóhemasjarma, tignarleg fegurð Parísar fyllir margan enn í dag andagift.

Eiffel-turninn til St-Germain-des-Prés

 

Þetta smart hverfi er stútfullt af hlutum til að sjá og gera. Röltu niður Camps de Mars, furðaðu þig á arkitektúr Les Invalides, upplifðu táknmynd Parísar; Eiffel-turninn. St Germain nær á einstakan hátt að sameina alla fágun hægri bakkans við glæsilegt aðdráttarafl bóhemana á vinstri bakkanum. Mitt á milli tískubúða í fremstu röð og matsölustofa í fremstu röð geymir St Germain hina indælu Jardin du Luxembourg og hið einstaka Musée d'Orsay

 

Latínuhverfið og eyjarnar

 

Uppruna Parísar má rekja til þessara eyja. Á Ile de la Cite er gotneskur glæsileiki Saint Chapelle og hin ægifagra Frúarkirkja, og á Ile Saint Louis má finna einstaka kyrrð sem ekki er rofin af ys og þys. Farðu í gönguferð um völundarhúsið sem steinilögðu strætin frá miðöldum eru í för með fjölda stúdenta sem gera ferðir sínar tíðar til kaffihúsa, bara og matsölustaða í hjarta bókmenntanna í París, Latínuhverfisins.

 

Louvre til Sigurbogans

 

Í þessum hluta Vestur-Parísar má finna fjölda merkilegustu ferðamannastaða Parísar. Frá Sigurboganum að hinu glæsilega Louvre, þar sem finna má yfir 35.000 listmuni að Mónu Lísu meðtalinni (1. hæð, herbergi 6). Gefðu þér góðan tíma til að valsa um Champs Élysées og kíkja í gluggana á flottu, stjörnuprýddu tískubúðunum og hönnunarbúðunum í fremstu röð. Hvíldu lúin bein um hríð á einhverju þeirra mörgu kaffihúsa og veitingastaða sem standa við laufskrýddu breiðgötuna áður en þú leggur í þrepin 282 upp Sigurbogann, en þaðan er stórfenglegt útsýni yfir París.

 

Le Marais og Bastillan

 

Tælandi staður fyrir þá sem eru í verslunarerindum, skoðunarferðum, og alger skylda fyrir listunnendur, þetta vinsæla hverfi er þungamiðja alls þess sem er menningarlegt og listrænt. Þú getur varið morgninum í að dást að framúrstefnulegri hönnun hinnar umdeildu Centres Georges Pompidou. Síðdegið er hægt að nota í að kynna sér hið mikla úrval tískubúða og listagallería sem í boði er í heillandi bakgötum Marais-hverfisins. Endaðu daginn á því að súpa á hanastéli, kaffi, Caladoc eða kampavíni í kringum Rue de Lappe í hinu vinsæla Bastilluhverfi.

 

Montmartre

 

Montmartre stendur á hæð með borgina að fótum sér og er vinsæll áfangastaður meðal bæði Parísarbúa og ferðamanna. Helsta kennileitið þar, Basilique du Sacré-Coeur, dregur til sín um 700.000 gesti ár hvert. Það er vel þess virði að klifra hin 300 bröttu og þröngu þrep upp í topp til að sjá og fagna hinu magnaða borgarskipulagi Parísar. Eftir það hefurður unnið þér inn fyrir smá hvíld á einu af þeim mörgu skemmtilegu kaffihúsum sem standa við huggulegu strætin í Montmartre. Kláraðu daginn með stíl og skelltu þér á söng, dans, og berbrjósta sýningu á hinni alræmdu Le Bal du Moulin Rouge.

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: París

Frá 3560 hótelum.