Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Helsinki - Smjörþefur af Eystrasaltinu, líf í flæðarmálinu og þunglyndislegar byggingar

Finndu gististað

Farðu í borgarferð til Helsinki til að uppgötva norræna höfuðborg sem gleður gesti sína með fjölbreyttum arkitektúr, heimsfrægri hönnun, líflegu næturlífi og alþjóðlegri matargerðarlist. Borgin er svo samþjöppuð að hótelið þitt í Helsinki verður í þungamiðju atburðanna.
Líf í flæðarmálinu

Fylgdu heimamönnum eftir með bátsferð að sumri til út á eyjaklasann með sínum snyrtilegu sumarbústöðum og grýttu hafnarbökkum. 15 mínútna ferð með ferju frá Markaðstorginu skilar þér til hins 250 ára gamla Suomenlinna virkis. Eitt sinn var þetta vígvöllur, en í dag er þetta almenningsgarður með virkisveggjum, söfnum og skemmtilegum stöðum til að borða nestið sitt.

 

Perlur húsagerðarlistarinnar

Byrjaðu borgarferð þína á Þingtorginu þar sem hin sláandi hvít-, blá- og gulllitaða dómkirkja frá 1852 gnæfir yfir borgarmyndinni. Þú getur dást að nýklassísku byggingum frá 19. öld eftir Car Ludvig Engel við Háskólannog í Hietalahti hverfinu. Áhugafólk um byggingarlist tekur gjarnan ljósmyndir af granítlestarstöð Eliel Saarinen þar sem risavaxnar styttur standa vörð um innganginn. Stöndugir Helsinkibúar halda helst heimili við rólegar götur Eira og í pastellituðum nýlista og skreytilista byggingunum sem hverfið býður upp á. Ekki missa af Klettkirkjunni sem hefur á magnaðan hátt verið höggvin úr berggrunninum. 

Bragðið af Eystrasaltinu

Byrjaðu daginn með vel útilátnu morgunverðarhlaðborði á hótelinu þínu í Helsinki. Borðaðu jarðarber eða ferskar baunir sem seldar eru í kílóatali á Markaðstorginu, eða prófaðu básana þar sem í boði eru steiktur fiskur, kjötbökur og kaffi. Villtur fiskur, villibráð og hreindýr, sveppir og skógarber eru í boði á veitingahúsum sem auglýsa Helsinki matseðilinn. Þú getur orðið vitni að þeirri arfleifð í matargerð sem Rússland lét sínu fyrra stórhertogadæmi eftir á veitingastöðum eins og Saslik sem býður upp á borscht, hreindýr og bjarnakjöt í keisaralegum skömmtum. Freistandi síldarréttir bjóðast á hinu rómaða hádegisshlaðborði Sundmans Krog. Til að upplifa nútímalega finnska túlkun á sígildri eldamennsku prófaðu veitingahús með Michelin stjörnu, eins og Chez Dominique. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Helsinki

Frá 710 hótelum.