Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Gautaborg - sjósóknararfleifðin, aldalöng saga og sjávarréttir í heimsklassa

Finndu gististað

Í borgarferð til Gautaborgar uppgötvar þú spennandi nútímaborg með langa sögu og heimsborgaralegt viðhorf. Bókaðu hótel í Gautaborg og kannaðu hafnir borgarinnar, sem búið er að blása nýju lífi í, spennandi sögf og rómaða sjávarréttastaði.
Sjósókn

Gömlu bryggjurnar norðan við Gautafljótið í Gautaborg eru bakgrunnur Sjóminjamiðstöðvarinnar, elsta skipasafns í heiminum. Þeir sem hafa áhuga á sjósókn geta sniglast um litla fiskibáta, skoðað þrönga innviði kafbátsins Nordbarken og farið um borð í hinn stóra Småland tundurspilli. Vesturfarar hófu eitt sinn ferð sína til nýja heimsins frá Stenpiren bryggjunni við suðurbakkar árinnar. í dag fara ferðamenn í bátsferð þaðan til 17 aldar virkisins Nya Alvsborg, sem varði Gautaborg gegn dönum. Í borgarferð til Gautaborgar geta þeir sem njóta sjávarrétta heimsótt Fiskikirkjuna sem byggð var í gotneskum stíl, til að sjá, kaupa, og borða það sem fiskaðist þann daginn á veitingastaðnum Gabriel á fyrstu hæðinni.

 

300 ára saga

Leggðu land undir fót frá hótelinu þínu í Gautaborg og kannaðu hús kaupmannanna frá 18. og 19. öld sem standa við stræti Gamla bæjarins. Skoðaðu silkið og kínverska postulínið sem gerði kaupmennina auðuga í hinni stöndugu byggingu sænska Austurindíafélagsins, sem nú er Borgarsafnið. Röltu um götur Haga sem áður voru verkamannahverfi, en nú má finna þar fjölda óvanalegra kaffihúsa og búða sem bjóða notaðan fatnað. Borgarmynd Gautaborgar hefur verið umturnað með nútímalegri byggingarlist. Útsýnið efst úr Utkiken, sem helst líkist hálfkláruðum varalit, er magnað. Áhugafólk um arkitektúr leitar upp hið póstmóderníska Óperuhús við árbakkann, sem veitir Stokkhólmi harða samkeppni hvað varðar efnisval og orðspor. 

Skemmtun og matur

Síðan 1923 hafa fjölskyldur gert komur sínar tíðar til Liseberg skemmtigarðarins, en þar má fara í rússíbana úr timbri og dansa við tóna lifandi hljómsveita. Í stærstu Grasagörðum Norður-Evrópu keppast jurta- og eldhúsgarðar við glæsilegan grjótagarð um athygli gesta. Í hverri borgarferð til Gautaborgar er skylda að fá sér fisk og skelfisk úr Norður-Atlantshafi, enda gefur kaldur sjórinn fiskmetinu sérstaklega gott bragð. Bókaðu borð á fyrsta fiskréttastað Gautaborgar, Fiskekrogen, eða pantaðu fimm rétta matseðilinn á hinum Michelin-stjörnu prýdda 28+. Kaffihúsasamfélagið gæðir sér á sænsku bakkelsi á hefðbundnum bakaríum eins og Ahlströms Konditori

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Gautaborg

Frá 80 hótelum.