Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Washington D.C. - Stórfengleg söfn og kennslustund í sögu Bandaríkjanna

Finndu gististað

Borgarferð í Washington varpar ljósi á stjórnmálalíf Bandaríkjanna og sum bestu minnismerki og söfn Bandaríkjanna. Bókaðu hótel í Washington til að uppgötva höfuðdjásn Bandaríkjanna.
Að ná áttum

National Mall er miðpunktur Washington, en þar eru flottustu minnismerki og söfn höfuðborgarinnar, sem og sæti ríkisstjórnarinnar. Í norðvestri er Foggy Bottomog George Washington háskólinn. Lengra til vesturs, í Georgetown, búa pólitískir refir í fallegum húsum frá nýlendutímabilinu og gestir versla í fáguðum tísku- og vínbúðum. Norðan við Mall er U Street, en það er gamla hverfi Bandaríkjamanna af afrískum uppruna, og þar má enn í dag finna eþíópískt samfélag. Vestur af U Street er Adams Morgan hverfið, og það er vinsælt meðal yngri borgarbúa sem flögra á milli bara og næturklúbba hverfisins.

 

Bandarísk saga

Saga Bandaríkjanna er hoggin í hvítan marmara við National Mall. Þar er minnst þeirra forseta er merkilegastir þykja, erfiðustu stríða sem þjóðin hefur háð, auk þess að þarna standa skrifstofur og heimili ríkisins í sjálfu Hvíta húsinuog Þinghúsinu. Í National Archives eru upprunaleg afrit af Sjálfstæðisyfirlýsingunni og Stjórnarskrá Bandaríkjanna. Handan Potomac-árinnar er Arlington grafreiturinn sem minnir gesti á það gjald sem sögulegir atburðir innheimta. Þar er hinsti hvílustaður hermanna frá Borgarstríðinu allt til dagsins í dag. John F Kennedy forseti og geimfarar eru líka jarðsettir hér. Horfðu á þingfund og farðu í skoðunarferð um Þinghúsið.

 

Fjöldi safna

Washington er borg sneisafull af söfnum, flest þeirra eru í nágrenni við National Mall.Stærsta safnamiðstöð heims er Smithsonian-stofnunin. Hún samanstendur af 19 söfnum og dýragarði sem eru ókeypis. Hjartkærustu táknmyndir Bandaríkjanna eru til sýnis á Safni bandarískarar sögu, þ.m.t. hattur Abraham Lincoln og boxhanskar Muhammad Ali. Flugvél Wright-bræðra frá 1903 og Appolo geimflaugin laða gesti til Þjóðminjasafns flugmála og geimferða. Í Newseum er fjölmiðlasafn. Alþjóðlega njósnarasafnið endurskapar leynigöng og útskýrir hvernig dulmál eru ráðin.

 

Portrett, pottar úr leir og postulín

Stattu andliti til andlits við sumar þekktustu persónur Bandaríkjanna — Henry Ford, Elvis Presley and Barack Obama — á National Portrait Gallery. Málverk eftir frumbyggja, leirker og fatnaður eru þungamiðja National Museum of the American Indian. Freerog Sackler galleríin sýna asíska skartgripi, postulín, skrautskrift og vefnaðarvörur frá Japan, Kína, Íran og Tyrklandi. 

Útivistarsvæði

Gestir geta slappað af í borgarferð sinni til Washington í Potomac-garðinum. Hann stendur við Potomac-ánna og National Mall, í garðinum eru Minnismerki Jefferson, hin þekktu kirsuberjatré Washington og East Potomac golfvöllurinn. Í National Zoological Park í Woodley Park hverfinu eru þúsundir spennandi dýra, m.a.s. risapöndur finnast þar fyrir. 

 

Veitingahús

Frönsk bakarí, matsölustofur og vínbarir standa við M Street í hinu fágaða Georgetown hverfi. Penn Quarter, austan við Hvíta húsið, er þekkt fyrir vinsæl veitingahús og fjölbreytta matargerðarlist frá Indlandi, Líbanon, Filippseyjum og New Orleans. Í U Street, þungamiðju menningar Bandaríkjamanna af afrískum uppruna, standa hógvær og fjölskyldurekin eþíópísk veitingahús eins og Dukem og fylla loftið af ilminum af sterkkryddaðri wot-kássu og hljómi hefðbundinnar tónlistar. Ben’s Chili Bowl, líka á U Street, er í uppáhaldi hjá mörgum íbúum Washington, enda býður hann upp á „hálfreyktar“ rauðpiparpylsur. Þú skalt búast við biðröð. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Washington

Frá 760 hótelum.