Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Reykjavík - frumleg byggingarlist, stórfengleg náttúrufegurð og óstöðvandi orka

Finndu gististað

Lífsorkan sem rennur um allar götur Reykjavíkur er afleiðing þversagnarkennds kjarna borgarinnar; annar fóturinn er klæddur í víkingaskó og stendur traustum fótum í fortíðinni, og hinn þrammar eftir götum sem við standa nýtískuleg veitingahús og flottir barir. Erlendum gestum þykir oft mikið til litardýrðar húsa borgarinnar koma, en það er kapp og stolt borgarbúa sem stöðugt keyrir borgina áfram.  

Saga, menning, og stuð allan sólarhringinn

 

Hvort sem fólk er að koma til Reykjavíkur í fyrsta sinn, eða er hreinlega ánetjað borginni, þá er nokkuð ljóst að flestir sem til hennar koma fara heillaðir. Reykjavík er í þeim hóp höfuðborga sem eru líka stærsta borg þjóðar sinnar, sem slík er hún þungamiðja þess sem landið hefur fram að færa. Þar er að finna söguminjar, samtíðaranda, og kímnigáfu sem erlendir gestir átta sig ekki alltaf á.

 

Heimamenn jafnt og ferðamenn flykkjast á ótrúlegt samansafn heimsklassa safna og gallería Reykjavíkur, njóta þeirrar tignar sem fagrar kirkjur borgarinnar bjóða uppá - og Hallgrímskirkja er sérlega vinsæl í því sambandi - og kanna þá perlu sem Laugardalurinn er.

 

Miðbærinn og Hlíðar

 

Oft er svæðið einfaldlega kallað „101“, en miðbærinn er miðstöð alls þess sem Reykjavík hefur að bjóða. Framboð flottra veitingastaða og nýtískulegra bara er frábært, og marga helstu ferðamannastaði borgarinnar má finna í þessum borgarhluta. Gott er að gista í miðbænum ef ætlunin er að kíkja í búðir í Reykjavík, þá sérstaklega á Laugaveginum sem býður upp á allt frá dýrum úrvalsbúðum til spennandi tískubúða.

 

Hlíðarnar eru rólegt íbúahverfi í nágrenni miðbæjarins. Til viðbótar við gott úrval hótela og gistiheimila má líka benda á að í Hlíðunum er sá vinsæli ferðamannastaður og kennileiti sem Perlan er. Flestum gestum þykir samt kannski bygging Perlunnar ofan á hitaveitutönkum merkilegri en minjarnar sem þar finnast. Svo ekki sé minnst á veitingahúsið hringsnúandi og flotta barinn sem þar er.

 

Vestubær

 

Úr Vesturbæjarlauginni er frábært útsýni. Þó að í nágrenni hennar sé íbúðahverfi að stærstum hluta finnst mörgum þess virði að kíkja á laugina eina og út af fyrir sig. Það að sitja í heitu vatni, með snjó og firði í baksýn og kampavínsglas í hönd er sú ímynd sem ferðamannabæklingarnir selja. Vesturbærinn sækir líka mikla orku í þann fjölda stúdenta sem þar búa sökum nábýlisins við Háskóla Íslands.

 

Laugardalur

 

Laugardagurinn er eitt af krúnudjásnum Reykjavíkur. Þar er marga af útivistarmöguleikum Reykjavíkur að finna. Allt frá sundi til fjallahjólreiða, gönguferða til tjaldstæða, og allt í fögru umhverfi þeirra garða sem í Laugardalnum eru. Þar er líka margt í boði fyrir fjölskyldur eins og Húsdýragarðurinn, Fjölskyldugarðurinn og Skautahöllin.

 

Árbær og Grafarvogur

 

Ef þú ert að leita að sögu og menningu í heimsókn þinni til Reykjavíkur þá er lykilinn að sögu borgarinnar að finna í Árbænum. Í Grafarvogi eru Korpúlfsstaðir sem á byggingartíma sínum árið 1929 var háþróaðasta sveitabýli á Norðurlöndum. Auk þess eru Keldur þarna í grennd. Á Árbæjarsafni eru fleiri en 20 hús sem mynda lítið þorp og gefa innsýn í lifnaðarhætti fortíðarinnar.

 

Seltjarnarnes

 

Seltjarnarnesið er skammt frá miðbæ Reykjavíkur en þar má finna glæsilega strönd og kyrrlátt umhverfi, svo manni finnst maður vera víðsfjarri ys og þys miðbæjarins. Þar eru áleitinn viti, vindblásnar strandir og salt sjávarloft; þarna er hin afslappaða hlið Íslands komin. Seltjarnarnes er athvarf gönguhrólfa, skokkara, hjólreiðamanna og fuglaáhugamanna, enda er þar að finna margar sjaldgæfar fuglategundir og góða göngustíga.

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Reykjavík

Frá 390 hótelum.