Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Köln - heimsfræg dómkirkja, miðaladasaga og litríkar hátíðar

Finndu gististað

Í borgarferð til Kölnar býðst gestum að skoða allt frá háum gotneskum spírum hinnar rómuðu dómkirkju borgarinnar til glæsilegra útivistarsvæða. Bókaðu hótel í Köln til að njóta hleypidómalauss andrúmslofts borgarinnar og smakka á þeirri staðgóðu matargerð sem tíðkast við bakka Rínar, eða þá á Kölsch bjór í miðaldahluta borgarinnar.
Sögulegar kirkjur Frægasta kennileiti Kölnar er Dom dómkirkjan sem rís upp úr miðborginni. Horfðu upp eftir turnunum tveimur frá Domplatte torginu, áður en þú skoðar hvelfinguna að innan. Héðan liggja þröng stræti til sögulega hverfisins í Köln, þar sem endurbyggð hús frá 14. öld blandast við þyrpingu kirkna í rómönskum stíl. Á Rómversk-germanska safninu, við hliðina á dómkirkjunni, eru mósaíkverk og grafhvelfingar meðal þess sem vísar gestum um fornleifafræðilega fortíð Kölnar. Bjór og djúpsteikt góðgæti Í bjórgarði og kjallara Früh brugghússins, rétt aftan við dómkirkjuna, dreypa gestir á Kölsch, léttum lager bjór borgarinnar sem borinn er fram í löngum og mjóum glösum. Pöbbarnir í miðalda söguhverfinu handan við hornið bjóða upp á hefðbundið snarl eins og Halver Hahn, rúgbrauðsbollu með gouda-osti og sinnepi. Sumir fjölskyldureknir staðir bjóða upp á hveitisteiktar kartöflur með súrkáli. Til að fá sér drykk á eftir er upplagt að halda til hins líflega Zülpicher Strasse sem kallað er Latínuhverfið. Fjölskylduvæn söfn Á Kjötkveðjuhátíðarsafninu kynna stórar eftirmyndir og leikbrúður aldagamla kjötkveðjuhátíðarhefð Kölnar fyrir gestum. Á götum borgarinnar nær „fimmta árstíðin“, eins og heimamenn kalla hátíðina, jafnan hámarki í Febrúar. Súkkulaðisafnið, við bakka Rínar, býður upp á gangvirka ferð um 3.000 ára sögu súkkulaðisins. Kölnarbúar dá útivistarsvæði sín - slástu í för með þeim á grænum engjum Rheinpark, sem stendur á trjásælum hluta Rínarbakka.

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Cologne

Frá 400 hótelum.