Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Vegvísir um Glasgow - Heillandi söfn og framúrstefnulegar byggingar í borg sem aldrei sefur

Finndu gististað

Börn dá gömlu lestarnar í Samgangnasafninu, og þeir fullorðnu geta dást að arkitektúrnum og notið næturlífsins í borgarferð til Glasgow. Bókaðu hótel í Glasgow til að sjá andlit fortíðar og framtíðar þessarar líflegu borgar.
Nótt úti á lífinu

Hið vinsæla Merchant City hverfi í miðbæ Glasgow er staðurinn til að mála bæinn rauðan. Fágaðir hinsegin staðir eins og Moda og Court Bar eru í knippi þar, og kaffihúsa menning borgarinnar þrífst á stöllunum við hið vinsæla Beer Café. Tónlistarlíf Glasgow er aldrei langt undan á nóttunni. Þú getur heyrt sinfóníur undir upphaflegum járnbitum Gamla ávaxtamarkaðarins frá Viktoríutímabilinu, eða gengið inn um neonlýstar dyr Barrowland þar sem hljómsveitir spila í danssalnum.

 

Hönnun og arkitektúr

Sjáðu fínlegt víravirkið í húsgögnum og eldstæðum Charles Rennie Mackintosh, hins þekkta hönnuðar frá Glasgow, á Hunterian Museum and Art Gallery sem staðsett er í Mackintosh House. The Clyde Auditorium tónleikahöllin, sem gárungarnir kalla Beltisdýrið, lýsir upp bakka Clyde-árinnar. Röltu í gegnum George-torgið til að sjá Glasgow Viktoríutímans í allri sinni dýrð á Ráðhúsinu

Fjölskylduskemmtun

Á Kelvingrove listagalleríinu og safninu prófa börn undir fimm ára grímurnar og þrautirnar á litla safninu, meðan að þau sem eldri eru dást á fornum egypskum grafhúsum og risaeðlum. Börn dýrka gamaldags bílana, sporvagnana og eimreiðarnar sem til sýnis eru á Samgöngusafninu við hliðina. Sunnar við Clyde-ána er hið framúrstefnulega Vísindasafn Glasgow þar sem finna má plánetuver og þrívíðar kvikmyndir til að skemmta forvitnu ungu fólki. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Glasgow

Frá 420 hótelum.