Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Ósló - hrífandi listasöfn, gróskumiklir garðar og heillandi víkingasaga

Finndu gististað

Bókaðu hótel í Ósló og njóttu stöndugrar nýklassískrar borgar með miklu menningarlífi. Borgarferð til Óslóar býður upp á marga möguleika til útiveru með almenningsgörðum og kaffihúsum undir beru lofti.
Söfn Borgarferð til Óslóar kemur þér í tæri við fjölda safna í fremstu röð í heiminum. Efst þar á lista er Munch-safnið, þar eru, eins og nafnið gefur til kynna, til sýnis verk Edvards Munch, þar á meðal margar útgáfur af Ópinu, og afgangur sýningarinnar er síbreytilegur. Næstfrægasti listamaður Noregs er hylltur í hinu tveggja hæða Ibsen-safni, húsinu þar sem leikskáldið sem samdi Brúðuheimilið varði síðustu 10 árum ævi sinnar. Á Víkingaskipasafninu eru þrjú endurbyggð níundu aldar víkingaskip úr eik sem grafin voru upp úr haugum þar sunnanlands. Almenningsgarðar Ósló er græn borg - 95% heimamanna búa innan við 300 metra frá grænu rými eða garði. Vinsælastur er Frognerparken,samsafn grasivaxinna garða, þar á meðal er Vigelandsparken með sínu safni granítskúltúra og broddsúlna samtvinnaðra líkama. Hinn agnarsmái Slottsparken er í raun Kounungshallarvellirnir. Vaktaskipti hallarvarðanna eiga sér stað kl. 13.30 dag hvern. Tónlist Löngu áður en Alexander Rybak vann Eurovision var Ósló orðin vinsæll staður hjá innlendum og erlendum tónlistarmönnum, sérstaklega má þar nefna djasssýningarnar Bare Jazz og Herr Nilsen Jazzklubb. Rokk- og danstónlist óma um Grønland og Grünerløkka hverfin. Blå, Last Train og Oslo Spektrum hafa lengi verið bestu staðirnir til að heyra nýjan hljómblæ og sjá hljómsveitir á uppleið. Aðdáendur sígildrar tónlistar geta upplifað fílharmóníusveit í heimsklassa og hina rómuðu norsku óperu undir einu þaki í Operahuset.

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Osló

Frá 220 hótelum.