Þýskaland ferðaleiðbeiningar

Þýskaland kastljós

Leiðsögn um Köln - heimsfræg dómkirkja, miðaladasaga og litríkar hátíðar

Í borgarferð til Kölnar býðst gestum að skoða allt frá háum gotneskum spírum hinnar rómuðu dómkirkju borgarinnar til glæsilegra útivistarsvæða. Bókaðu hótel í Köln til að njóta hleypidómalauss andrúmslofts borgarinnar og smakka á þeirri staðgóðu matargerð sem tíðkast við bakka Rínar, eða þá á Kölsch bjór í miðaldahluta borgarinnar.

Skoða allar leiðbeiningarnar

Þýskaland ferðaleiðbeiningar

Leiðsögn um Frankfurt - skýjakljúfar, grófgerðar krár og gnótt safna

Borgarferð til Frankfurt býður gestum upp á að sjá baksviðs í glitrandi borgarmyndinni. Þröngar götur sveigja framhjá bjálkahúsum í miðborginni á leið til Main-árinnar og þess fjölda heimsklassa safna sem þar eru. Bókaðu hótel í Frankfurt til að sameina gamla heiminn með sínum skemmtulegu krám og framúrstefnulegt næturlíf borgarinnar.

Leiðsögn um Berlín - skoðunarferðir, gleðskapur, matargerð og hótel

Tápmikil og glæsileg, Berlín heillar hvern þann sem elskar sögu, listir, arkitektúr, veitingahús og næturlíf. Þessi margslungna borg hefur þróast út í líflegan og afslappaðan áfangastað þangað sem fólk kemur til að slappa af í görðunum, skemmta sér á næturklúbbunum, eða kynna sér sögu borgarinnar. Borgin endurskóp sig eftir fall Berlínarmúrsins og höfðar nú til margra; þú getur gætt þér á Currywurst áður en þú skellir þér í óperuna eða dansar fram á nótt við ánna Spree.

Leiðsögn um München - ríkmannlegar hallir í barokkstíl, líflegir bjórkjallarar og hönnunarbúðir

Fjörugir bjórkjallarar, alpasýn, og glitrandi BMW-bílar eru staðalbúnaður þegar að borgarferð til München kemur. En ef þú bókar hótel í München uppgötvar þú líka borg sem býður upp á líflegt skemmtanalíf eftir að nótt fellur, ríkulega menningarlega arfleifð, og náttúrudýrkun.

Leita að Þýskaland hótelum