Spánn ferðaleiðbeiningar

Spánn kastljós

Leiðsögn um Madríd - list á heimsmælikvarða, tapas, garðar og endalaus gleðskapur

Framúrskarandi matur, 24 tíma næturlíf, frábær listasöfn og sögulegur glæsileiki. Madríd hefur allt til að bera sem góðri borgarferð sæmir. Kynntu þér listalíf borgarinnar, sem er í fremstu röð í heiminum, með því að skoða hin stóru og glæsilegu Prado, Reina Sofia og Thyssen-Bornemisza söfn. Andrúmsloftið í Madríd er einstakt og fjörugt, hvort sem þú sækist í rómantískan kvöldverð á glæstum veitingastað eða kvöldstundar með vinum þar sem þið smakkið tapas á hverjum barnum á fætur öðrum. Í þessari borg eru allir á útopnu, allan daginn og alla nóttina.

Skoða allar leiðbeiningarnar

Spánn ferðaleiðbeiningar

Leiðsögn um Barselóna - sláandi arkitektúr, heimsminjastaðir og bragðgóð tapas

Dreifbýl borg í Katalóníu full af heimsminjastöðum, fjölskyldureknum tapas-stöðum og litaglöðum arkitektúr, Barselóna er borg sem enginn ætti að láta framhjá sér fara Haltu sem leið liggur í menningarlegt hjarta Barselóna - Ciutat Vella (gamla borgin) - til að uppgötva fjölbreyttar gotneskar byggingar. Þú getur líka skoðað hinar mögnuðu nýlista byggingar Eixample og hinar frægu Gaudí byggingar í Park Güell. Ljúktu svo þessari ævintýralegu borgarferð með því að verja degi á einni margra sendnu strandanna í Barselóna.

Leiðvísir um Alicante - strandir, menning, hátíðar og íþróttir

Alicante er gáttinn að Costa Blanca í austurhluta Spánar, þar sem fjöllin mæta hafinu. Þessi líflegi háskólabær er vinsæll hjá milljónum ferðamanna sem fljúga til Alicante flugvallar ár hvert.  Margir ferðamenn eru fyrst og fremst þangað komnir vegna löngu sendnu strandanna, en Alicante hefur upp á margt fleira skemmtilegt að bjóða, s.s. gamla bæinn, kastalann á hæðinni, listasöfnin, söguna, góðan mat, næturlíf og leiftrandi hátíðar.

Leita að Spánn hótelum