Bretland ferðaleiðbeiningar

Bretland kastljós

Leiðsögn um Liverpool - skapandi hugsun, götumenning og lifandi saga

Það verður tekið hlýlega á móti þér í borgarferð þinni til Liverpool. Stoltir og vinalegir heimamenn munu hjálpa þér að uppgötva sjarma borgarinnar. Skoðaðu glæsilegt hafnarsvæði og tilkomumikinn arkitektúr, söfn í heimsklassa og líflegt næturlíf. Bókaðu hótel í Liverpool og kynntu þér borg sem vill ólm sýna menningarlega fortíð sína og kröftugan samtíma.

Skoða allar leiðbeiningarnar

Bretland ferðaleiðbeiningar

Leiðsögn um Brighton - fjörugt fjöruborð, framúrstefnulegar verslanir og skemmtilegt næturlíf.

Það er meira upp úr borgarferð til Brighton að hafa en ströndin ein - þó steinvöluströndin sé einstök. Keyptu bóhematísku og, eftir að sólin sest, geturðu notið fínna veitinga og hanastéla í miðaldaportum. Bókaðu hótel í Brighton til að komast inn í anda þessarar sérstöku borgar.

Leiðsögn um Manchester - háborg íþróttanna, höfuðborg tónlistarinnar og menningarmiðstöð

Borgarferð til Manchester kemur þér í hringuðu heimsborgarlífs norðvestur Englands, en þar er að finna brautryðjendur í tónlistarlífinu, gallerí, söfn, og sýningar. Bókaðu hótel í Manchester og týndu þér í þessari heillandi borg þar sem iðnbyltingin hittir framúrstefnulegan arkitektúr fyrir.

Vegvísir um Glasgow - Heillandi söfn og framúrstefnulegar byggingar í borg sem aldrei sefur

Börn dá gömlu lestarnar í Samgangnasafninu, og þeir fullorðnu geta dást að arkitektúrnum og notið næturlífsins í borgarferð til Glasgow. Bókaðu hótel í Glasgow til að sjá andlit fortíðar og framtíðar þessarar líflegu borgar.

Leiðarvísir um London - skýjakljúfar, verslun og sýningar á West End

Heimsborg sem aldrei sefur, London er menningarlegt hjarta Englands. Höfuðborg sem iðar af lífi, London býður upp á afþreyingu allan sólarhringinn, allt frá ösinni á Oxford-stræti til settlegra stræta South Kensington. Komdu við á The Ritz til að upplifa alvöru breskt síðdegiste, sogaðu í þig afslappað andrúmsloftið á Spitalfields-markaðinum, eða komdu við á West End í London til að sjá nýjustu stórsýninguna.

Leiðsögn um Edinborg - sjáanleg saga, eftirtektarvert umhverfi og heimsfrægar hátíðar

Það er ekki að ástæðulausu að Edinborg er ein mest heimsótta borg Bretlands. Það eru raunar margar ástæður fyrir því. Hvort sem þú ert að leita að sögu, því óvanalega, hátíðum eða góðum mat þá býður þessi skoska borg þér allsnægtir. Hún er líka á einu mest sláandi bæjarstæði í Evrópu, með sínum dramatíska kastala, bugðóttu steinilögðu götum, og stórum 300 ára gömlu leiguhjöllum. Við þessa líflegu blöndu bætist sjálf Edinborgarhátíðin heimsfræga hvert sumar, og hið alræmda Hogmanay sem fagnar innreið nýja ársins. Komdu og komdu þér á óvart

Leita að Bretland hótelum