Notkun okkar á dúsum

Prenta alla hluta

Prenta alla hluta

Markmið okkar hjá Hotels.com er að gera upplifun þína af vefsíðunni okkar eins snurðulausa, áreiðanlega, gagnlega og ánægjulega og mögulegt er. Til að hjálpa okkur við að framkvæma þetta notum við dúsur.

 

Hvað eru dúsur?

Dúsur eru litlar skrár sem settar eru inn í tölvuna þína eða farsíma þegar þú heimsækir nánast allar vefsíður. Dúsur auðkenna þig ekki persónulega og eru ekki skaðlegar fyrir tölvuna þína eða farsíma. Notkun þeirra á vefsíðum sem þú heimsækir er ætlað að bæta upplifun þína af vefsíðunni.

Sem dæmi má nefna að við notum dúsur á síðunni okkar til að leyfa aðgang inn á hana án þess að þú þurfir að skrá þig inn með innskráningarnafni í hvert sinn. Aðrar dúsur hjálpa okkur að sjá hvað vakti áhuga þinn á vefsíðunni okkar og hvað ekki. Með því móti getum við veitt þér aðgang að gagnlegri möguleikum og öðrum sem eiga betur við áhugasvið þín, næst þegar þú heimsækir síðuna. Auk þess notum við, sem og nokkrir samstarfsaðila okkar, dúsur á síðunni til að mæla árangur auglýsinga og hvernig gestir síðunnar nýta hana.

Ásamt því sem við setjum inn sumar dúsurnar sjálf, sem fyrsti aðili, vinnum við einnig með nokkrum samstarfsaðilum sem bæta aðgang þinn að enn betri möguleikum á síðunni okkar. Þessir samstarfsaðilar setja inn dúsur sem þriðji aðili og virkja þannig ýmsa möguleika á vefsíðunni okkar eða í gegnum hana (eins og auglýsingar eða myndskeið). Dúsur frá þriðja aðila geta ekki auðkennt þig persónulega en geta þekkt tölvuna þína þegar hún heimsækir Hotels.com og fleiri vefsíður. Þær hjálpa til við að tryggja bestu mögulegu upplifunina af heimsóknum á þessar síður.

Sumar dúsur, svokallaðar lotudúsur, eru aðeins í tölvunni þinni þann tíma sem vafrinn þinn er opinn og er eytt sjálfkrafa þegar þú lokar honum. Aðrar dúsur sem kallast varanlegar dúsur haldast í tölvunni þinni eða farsíma eftir að vafranum er lokað. Þetta gerir vefsíðum kleift að þekkja tölvuna þína aftur þegar þú enduropnar vafrann þinn í því skyni að auka þægindi og bæta upplifun þína við vefskoðunina.

 

Hvers konar dúsur notum við?

Mikilvægar dúsur

Þessar dúsur hjálpa þér að ferðast um vefsvæðið okkar og nýta alla mikilvægu möguleikana sem þar bjóðast. Án þessara dúsa myndi vefsíðan okkar ekki virka rétt og hindra notkun á möguleikum eins og innkaupakörfunni og traustum reikningssíðum fyrir viðskiptavini okkar.

Frammistöðugreiningardúsur

Markmið okkar hjá Hotels.com er að gera upplifun þína af vefsíðunni okkar eins snurðulausa og ánægjulega og mögulegt er. Með aðstoð ýmissa dúsa, sem greina meðal annars frammistöðu, öðlumst við skilning á notkun vefsíðunnar og fáum upplýsingar um hvernig við getum bætt upplifun notenda á henni.

Þessar dúsur geta ekki auðkennt þig persónulega heldur veita okkur ónafntengdar upplýsingar til að hjálpa okkur að sjá hvaða hlutar vefsíðunnar okkar vekja áhuga gesta hennar og hvort þeir upplifi einhverjar villur. Ennfremur notum við dúsurnar til að prófa mismunandi hönnun og valkosti fyrir vefsíðuna og til að aðstoða okkur við að fylgjast með því hvernig gestir finna síðurnar og hversu árangursríkar auglýsingarnar okkar reynast.

Virknidúsur

Við notum virknidúsur til að vista stillingar þínar á vefsíðunni okkar svo sem eins og tungumálaval þitt og bókunarupplýsingar sem þú hefur notað áður við hótelbókun hjá okkur. Auk þess notum við virknidúsur til að muna eftir atriðum eins og síðasta hótelinu sem þú leitaðir að, svo þú getir auðveldlega fundið það næst þegar þú heimsækir síðuna.

Sumar virknidúsur eru nauðsynlegar ef þú vilt skoða myndskeið og kort á vefsíðunni okkar. Við notum einnig Flash-dúsur fyrir eitthvað af teiknaða efninu okkar og til að muna eftir sumum kjörstillingum þínum eins og til dæmis hljóðstillingum.

Auglýsingadúsur

Auglýsingadúsur hjálpa til við að tryggja að auglýsingarnar sem þú sérð á vefsíðunni okkar séu eins viðeigandi fyrir þig og mögulegt er. Til dæmis hjálpa sumar auglýsingadúsur við val á auglýsingum sem eru byggðar á áhugasviðum þínum. Aðrar koma í veg fyrir að sama auglýsingin birtist þér sífellt aftur.

Sumir samstarfsaðilar okkar gætu notað dúsur eða vefvita (staka pixel-afritsmyndaskrá) svo þú getir séð auglýsingar sem höfða betur til þín þegar þú heimsækir aðrar vefsíður.

Ef þú hefur ekki valið að veita upplýsingar um tengilið eða veitt aðrar persónulegar upplýsingar á síðunni, geta þessar dúsur og vefvitar ekki gert okkur né þriðju aðilum kleift að nota uppsafnaðar upplýsingar til að auðkenna þig.

Dúsur frá netsamfélögum

Við viljum líka auðvelda þér að deila efni af Hotels.com með vinum þínum í gegnum uppáhalds netsamfélögin þín. Með dúsum frá netsamfélögum, sem netsamfélögin sjá yfirleitt um, gengur það vandræðalaust fyrir sig.

Hvernig geturðu stjórnað dúsunum þínum?

Þú getur stillt eða breytt stýringunum í vefvafranum þínum til að eyða eða gera dúsur óvirkar.Ef þú velur að gera dúsur óvirkar, á tölvunni þinni eða í farsíma, getur aðgangur þinn að einhverjum svæðum á vefsíðunni okkar verið takmarkaður. www.allaboutcookies.org veitir einfaldar og góðar leiðbeiningar um hvernig á að vinna með dúsur í mismunandi vefvöfrum.http://www.adobe.com/eeurope/special/products/flashplayer/articles/lso/ er einnig með góða samantekt um hvernig best sé að stjórna Flash-dúsum.

Flest auglýsingakerfi bjóða þér upp á valmöguleika til að sleppa við auglýsingadúsur. www.aboutads.info/choices/ og www.youronlinechoices.com veita gagnlegar upplýsingar um hvernig þetta er gert.

 

Hvar get ég fengið frekari upplýsingar?

Ef þú hefur einhverjar spurningar um notkun okkar á dúsum eða um önnur tæknimál skaltu fylla út þjónustu- og svörunareyðublaðið okkar og senda okkur með tölvupósti og þá aðstoðum við þig eftir bestu getu.