Hótel og gisting í Sochi

Leitaðu að hótelum í Sochi

Sochi - hvenær ætlarðu að fara?

Hotels.com™ Rewards

Safnaðu 10 gistinóttum, fáðu 1 ókeypis nótt

Og hafðu augun opin fyrir hulduverðum á útvöldum hótelum

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Sochi: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Kynning á Sochi

Sochi laðaði að sér mikla fjárfestingu í aðdragandanum að Vetrarólympíuleikunum 2014 og hefur af þeim sökum frábæra aðstöðu og innviði. Rússar eru aftur á móti líklegri til að tengja Sochi við pálmatré og heita sól. Staðsetning borgarinnar suður við Svartahaf þýðir að hún hefur lengi verið einn vinsælasti sumardvalarstaður Rússlands, með mikið næturlíf og raðir af snekkjum.

Hótel í Sochi

Sochi hefur mikið gistirými, en stór hluti þess er þó í lúxushótelum. Mörg ný lúxushótel voru byggð í Sochi fyrir árið 2014, og bjóða upp á flotta þjónustu eins og fína veitingastaði, margar sundlaugar og heilsulindir með fullri þjónustu, og sum hafa jafnvel einkakofa við ströndina, tennisvelli eða beint aðgengi að skíðalyftu. Ódýr hótel í Sochi einblína frekar á þjónustu eins og þvottahús fyrir gesti og ókeypis morgunverð, og jafnvel afsláttarhótel eru oft vel staðsett nálægt ströndinni eða brekkunum. Hótel í Sochi bjóða næstum alltaf upp á ókeypis Wi-Fi, og flest einnig skutluþjónustu og skíðaleigu þar sem við á.

Hvar er best að vera í Sochi

Miðborg Sochi er aðalstrandstaðurinn, þar sem mikið úrval er af gistingu sem miðast aðallega við sumarmánuðina. Stærstur hluti Vetrarólympíuleikanna 2014 fór fram á hinu nálæga skíðasvæði Roza Khutor í Krasnaya Polyana, um 40 km frá miðborg Sochi, og flest hótelin á þessu svæði eru í dýrari kantinum og höfða til vel stæðs vetraríþróttafólks. Ólympíuþorpið var á Adler-svæðinu, sem veitir ferðalöngum bestan aðgang að frábærum samgöngutengingum Sochi, þar á meðal alþjóðaflugvellinum og Adler-lestarstöðinni.

Að sjá í Sochi

Á meðal safna í miðborg Sochi eru hið litla Sögusafn Sochi og Listasafn Sochi. Fyrrverandi sumarhús Stalíns er staðsett í Khosta-hverfinu, á milli miðborgar Sochi og Adler, og það eru líka rústir af 2 virkjum frá Býsanstímanum í Lazarevskoe-hverfinu í vestri. Sochi er vel þekkt fyrir græn svæði, þar sem Riviera-garðurinn og Arboretum eru vinsælust. Margir koma til Sochi til að heimsækja íþróttaleikvanga, og Fisht-leikvangurinn í Adler er á meðal þeirra frægustu. Hann var upphaflega byggður með þaki fyrir vetrarólympíuleikana 2014 en hefur síðan verið breytt í opinn fótboltavöll fyrir leiki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Önnur íþróttaaðstaða fyrir ólympíuleikana var að mestu byggð á fjallasvæðinu í Krasnaya Polyana, þar á meðal Roza Khutor skíða- og snjóbrettasvæðið, RusSki Gorki skíðastökkmiðstöðin og Sanki-sleðabrautin í Rzhanaya Polyana skammt frá.

Að komast til Sochi

Flestir sem heimsækja Sochi koma í gegnum Sochi-alþjóðaflugvöllinn í Adler. Hann er með góðar tengingar innanlands og einhverjar við erlenda flugvelli. Það eru líka strætisvagna- og lestarstöðvar í bæði miðborg Sohci og Adler, sem þjóna fjölda áfangastaða innanlands sem erlendis. Á sumrin er nóg af farþegaskipum í höfninni í Sochi, og sveigjanlegri reglur um vegabréfsáritun fyrir farþega á skemmtiferðaskipum þýða að það er vinsæl leið til að heimsækja borgina. Best er að ferðast um Sochi með strætisvögnum eða lestum, en þess ber að geta að á aðalsvæðunum er göngufæri á milli helstu staða.