Hótel og gisting í Moskvu

Leita að hóteli

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Moskva: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Kynning á Moskvu

Moskva er ein stærsta og frægasta borg í heimi og full af frægum kennileitum eins og Kreml, Rauða torginu og Dómkirkju heilags Basils. Höfuðborg Rússlands stendur við samnefnda á og er þekkt fyrir byggingarlist frá bæði Sovét- og keisaratímanum, listagallerí og söfn, og framúrskarandi ballett og klassíska tónlist. Á síðustu árum hefur hún einnig skapað sér nafn sem áfangastaður þeirra kjósa fínar verslanir og veitingastaði.

Hótel í Moskvu

Í Moskvu er að finna gistingu af öllu tagi, allt frá heimsþekktum glæsihótelum niður í ódýra gistimöguleika. Borgin hefur á sér orð fyrir lúxus, og bestu hótelin í Moskvu eru engin undantekning, þar sem þau bjóða upp á þjónustu á borð við sundlaugar, heilsulindir með alhliða þjónustu, heimsklassaveitingastaði og stórar svítur með nuddpottum og útsýni yfir borgina. Fyrir þá sem hugsa um pyngjuna bjóða ódýr hótel og gistiheimili í Moskvu yfirleitt upp á ókeypis Wi-Fi, og gæti boðið upp á viðbótarþjónustu eins og sameiginlegt eldhús eða bílastæði. Herbergi eru oft frekar lítil, og á sumum afsláttarhótelum eru samnýtt baðherbergi.

Hvar er best að vera í Moskvu

Ferðamenn sem vilja vera nálægt helstu kennileitunum eins og Kreml, Rauða torginu og Dómkirkju heilags Basils ættu að koma sér fyrir á Begovoy-svæðinu, nálægt Petrovsky-garði og hinni glæsilegu Petrovsky-höll. Hið líflega Tverskaya-svæði er aftur á móti þekkt fyrir áhugaverða menningarstaði, vinsælt næturlíf og vandaðar verslanir. Þar má finna fjölda leikhúsa, ásamt Nútímalistastafni Moskvu og hinu fallegu Tverskoi-breiðstræti. Paveletskaya er aðeins lengra frá og ódýrara eftir því, þar er fjöldi afsláttarhótela og góðar samgöngutengingar við alla helstu staði og Domodedovo-flugvöll.

Að sjá í Moskvu

Kreml er einhver frægasti staðurinn í Moskvu, og raunar heiminum öllum. Þetta er gríðarlegt virki í miðri borginni, opinber dvalarstaður forseta Rússlands og tákn þjóðarinnar. Þar er einnig hergagnabúr Kremlar. Handan við Rauða torgið - hjarta borgarinnar þar sem finna má Sögusafnið og hið gjaldfrjálsa Grafhýsi Leníns - stendur Dómkirkja heilags Basils sem er næstum jafnfræg. Nú er hún safn og er þekkt fyrir glæsilegan arkitektúr og litadýrð. Í Moskvu er einnig fjöldi frægra listasafna. Tretyakov-galleríið sýnir rússnesk listaverk, á meðan Pushkin-safnið einbeitir sér að vestrænni list, sérstaklega impressjónískum og síðimpressjónískum verkum. Nýrri listaverk eru sýnd í Nútímalistasafni Moskvu. Og þeir sem vilja kynnast ríkri hefð Moskvu fyrir klassískum sviðslistum ættu að koma við í Tchaikovsky-tónleikahöllinni eða hinu sögufræga Bolshoi-leikhúsi.

Að komast til Moskvu

Moskva hefur 3 alþjóðaflugvelli: Sheremetyevo, Domodedovo og Vnukovo. Stærsta flugfélag Rússlands, Aeroflot, er með aðalstarfsemi sína á Sheremetyevo, á meðan nokkur lággjaldaflugfélögin nota Domodedovo. Allir 3 flugvellirnir eru 30-50 km frá miðborginni, og þangað er hægt að komast með lest, rútu eða leigubíl. Hægt er að ferðast um Moskvu sjálfa með lestum, strætisvögnum, einteinungum, leigubílum og neðanjarðarlestakerfinu. Neðanjarðarlestakerfið Moskvu er með þeim stærstu og annasömustu í heiminum, og er þekkt fyrir fallegar lestarstöðvar. Á mörgum þeirra eru ljósakrónur, veggmyndir og glæsileg mósaíkverk.
Hotels.com™ Rewards

Safnaðu 10 gistinóttum, fáðu 1 ókeypis nótt

Og hafðu augun opin fyrir hulduverðum á útvöldum hótelum