Fara í aðalefni.

Bestu hótelin í Dúbaí

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Finndu rétta hótelið í Dúbaí

Þar sem hún rís skínandi upp úr sjóndeildarhringnum er Dúbaí sannkölluð borgarvin í eyðimörkinni. En því til viðbótar er hún einnig ein magnaðasta og sérstæðasta stórborg í heimi, þar sem austur mætir vestri og nútíminn kallast á við hefðir sem hafa ríkt í árþúsundir. Skýjakljúfar úr stáli og gleri gnæfa nær óendanlega hátt upp í himininn og skapa einstaka borgarsýn sem gæti allt eins verið tekin beint úr vísindaskáldsögu og verslunarmiðstöðvarnar eru svo gríðarstórar að það tekur marga daga að skoða þær allar. Skínandi hvítir sandar og hlýr sjórinn gera borgina að paradís fyrir sólardýrkendur auk þess sem barirnir og veitingastaðirnir eru alla jafna stútfullir af jakkafataklæddum viðskiptaferðalöngum og hefðbundnu ferðafólki.

Áhugavert að sjá í Dúbaí

Þeir sem vilja versla fá svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð í Dúbaí. Þar má fyrsta nefna Dúbaí verslunarmiðstöðina, sem er stór hluti af miðbæjarkjarna borgarinnar. Þar er ekki einungis í hægt að heimsækja hundruðir hátískuverslana og hönnunarbúða, heldur er líka hægt að rölta yfir í Dúbaí sædýrasafnið, þar sem hægt er að skoða yfir 400 hákarla og skötur og virða fyrir sér hina víðfrægu ljósasýningu og dansandi vatnsbunur Dúbaí gosbrunnsins, sem spýtir vatni allt að 150 metra upp í loftið. Annar vinsæll áfangastaður kaupglaðra er Emirates verslunarmiðstöðin sem býður – eins og búast má við af þessari borg – ekki bara upp á mikinn fjölda spennandi verslana heldur ýmislegt annað líka, t.a.m. allskyns rússíbana og tívolítæki sem eru vinsæl hjá ungu kynslóðinni. Verslun er samt langt í frá það eina sem Dúbaí hefur upp á að bjóða. Jumeirah ströndin er til að mynda ein helsta sólarstönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna og almenningsgarðurinn sem umlykur hana skartar ríflega 12 hekturum af grasengjum og sandflákum með nestisborðum, íþróttatækjum og sjoppum. Ein bygging sem nauðsynlegt er að skoða í Dúbaí er Burj Khalifa – og tæpast hægt að gleyma henni, jafn yfirgnæfandi hluti af borgarmyndinni og hún er. Þessi stærsta manngerða bygging sögunnar tekur á móti miklum fjölda ferðamanna dag hvern og þeytir þeim upp í útsýnisturn sem veitir stórfenglegt útsýni yfir borgina og nágrenni. Ef nægur tími gefst til er einnig góð hugmynd að fara í afslappandi siglingu niður Dúbaí ánna.

Hótel í Dúbaí

Hugtakið „fyrsta flokks“ nær eiginlega ekki yfir sum af hótelin í Dúbaí því fimm stjörnu gisting í þessari borg er sennilega einhver mesti lúxus sem hægt er að fá í heiminum. Henni fylgja hágæða silkirúmföt, risastórar himinsængur úr mahóganí-við, einkaþjónar, einkaheilsulindir og útsýni yfir Persaflóann, þannig að öllum gestum líður eins og stórstjörnum eða kóngafólki. Þótt borgin sé ekki alla jafna þekkt fyrir að vera ódýr fyrir ferðafólk má þar engu að síður finna góð hótel sem henta þeim sem vilja gista tiltölulega ódýrt – en þá gætirðu þurft að vera svolítið fyrir utan miðbæinn í Dúbaí.

Hvar er gott að gista í Dúbaí?

Miðbærinn og Dúbaí verslunarmiðstöðin eru vinsæl svæði fyrir ferðafólk sem vill gista í Dúbaí. Með því að bóka hótel í Dúbaí á þessum svæðum ertu í miðri borgarstemmningunni auk þess sem auðvelt er að burðast með pokana heim úr verslunarleiðöngrunum. Ef ströndin er hins vegar aðalmarkmiðið er kannski skemmtilegra að fá hótel á Jumeirah ströndinni, en mörg þeirra bjóða meira að setja upp á einkaströnd sem gestir njóta góðs af. Hægt er svo að ganga einu skrefi lengra í strandlífinu með því að panta gistingu á hinum manngerða Palm Jumeirah eyjaklasa, sem rís upp úr dimmbláum sænum. Nokkrar af hótelþyrpingunum þar skarta meira að segja sínum eigin sædýrasöfnum og sundlaugagörðum.

Hvernig er best að komast til Dúbaí?

Dúbaí alþjóðaflugvöllurinn er aðaltenging borgarinnar við umheiminn, en þangað koma flugvélar frá öllum helstu borgum heims. Hann er einungis um 5 km frá Dúbaí. Áætlunarflug frá Miðausturlöndum og Afríku nýtir líka Sharjah alþjóðaflugvöllinn, sem er í 16 km fjarlægð frá Dúbaí, en þung umferð á það reyndar til að gera ferðalagið þaðan talsvert lengri tíma en búast má við.

Hvenær er best að ferðast til Dúbaí?

Það er sólskin allt árið í Dúbaí, þannig að hvenær sem þú mætir á svæðið geturðu búist við miklum hita. Sé ferðast á vetrartímanum, sem er frá nóvember til mars, má búast við heiðskírum himni og notalegum hita – sem sagt fullkomnu strandveðri. Ýmsar hátíðir eru haldnar á veturna, svo sem Dubai International Film Festival og Dubai Shopping Festival. Síðla á vorin og fyrstu sumarmánuðina, þegar hitinn rýkur upp, eru bestu líkurnar á að fá ódýr hótel í Dúbaí eða finna tilboð á hótelum.

Hvað er skemmtilegast að gera í Dúbaí?

Það er ekki hægt að sleppa Burj Khalifa skýjakljúfnum, sem lítur út eins og stafli af silfurmyntum með oddi efst. Útsýnispallurinn er á 148. hæð og þar má fá einstakt útsýni yfir borgina og Persaflóann. Önnur bygging sem einnig mætti halda að hafi verið klippt út úr vísindaskáldsögu er Burj Al Arab, 56 hæða hótel sem byggt er á manngerðri eyju og er í laginu eins og segl. Allt annar og hefðbundnari byggingarstíll ræður hins vegar ríkjum í hinni skjannahvítu Jumeirah-mosku, sem byggð er í hinum hefðbundna Fatimid-stíl. Ef þú vilt kæla þig svolítið niður eftir að hafa legið í heitri Dúbaí-sólinni er um að gera að heimsækja Ski Dubai, sem er risastórt innanhúss skíðasvæði sem skartar brekkum sem henta jafnvel öflugasta skíðafólki.

Hvað og hvar er best að borða í Dúbaí?

Eins og sannri alþjóðlegri borg ber, býður Dúbaí upp á fjölbreytt úrval matargerðar hvaðanæva að úr heiminum. Hefðbundnu götusalarnir og litlu veitingastaðirnir sem innfæddir reka – en þá má finna á hverju strái í Karama-hverfinu og hinu sögulega Bur Dubai svæði – bjóða klassískt shawarma, sem er kryddað kjöt borið fram í pítubrauði. Á Satwa-svæðinu má finna bæði Litla Indland og Litlu Manilla, þar sem hægt er að finna úrval indverskra og filippseyskra veitingastaða og í hinum nútímalega miðbæ er úrval hefðbundinna bandarískra skyndibitakeðja. Lúxushótelin í Dúbaí skarta svo að sjálfsögðu háklassa veitingastöðum.

Áhugaverðar staðreyndir um Dúbaí

Enginn veit fyrir víst hvaðan borgin dregur nafn sitt. Sumir hafa leitt líkum að því að Dúbaí sé nefnd eftir íslömsku spakmæli, „Daba Dubai“ sem þýðir „þeir komu með mikla fjármuni“ og þar sé því vísað í hina miklu verslunarmenningu sem einkennir borgina. Aðrir telja að það sé dregið af annarri merkingu orðsins „daba“, sem þýðir „engisprettuungviði“. Borgin tvinnar stöðugt saman hinu hefðbundna og því nútímalega og má sjá þess skýr merki í einni tegund kameldýrakappreiða, þar sem knaparnir eru vélmenni. Í Dúbaí skiptir stærðin líka alltaf máli – Dúbaí verslunarmiðstöðin er til að mynda sú stærsta í heimi.

Hvers konar almenningssamgöngur eru í Dúbaí?

Dúbaí er með öflugt en þægilegt almenningssamgöngukerfi sem samanstendur af neðanjarðarlestum, einteina járnbrautum, léttlestum og strætisvögnum. Með þessu kerfi kemstu hvert sem er í borginni, hvort sem það er í sögulegu hverfin, niður á ströndina eða út á flugvöll. Þrátt fyrir þetta fína samgöngukerfi finnst mörgum einfaldast að skjótast milli staða í leigubílum, enda er það oftast svolítið fljótlegra. Leigubíla er auðvelt að finna hvar sem er í borginni, sérstaklega fyrir utan verslunarmiðstöðvarnar og hótelin.

Dubai -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði