Hótel og gisting í Kalíníngrad

Leitaðu að hótelum í Kaliningrad

Kaliningrad - hvenær ætlarðu að fara?

Hotels.com™ Rewards

Safnaðu 10 gistinóttum, fáðu 1 ókeypis nótt

Og hafðu augun opin fyrir hulduverðum á útvöldum hótelum

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Kaliningrad: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Kynning á Kalíníngrad

Kalíníngrad er höfuðborg lítils rússnesks héraðs, Kaliningrad Oblast, sem stendur við Eystrasalt milli Litháens og Póllands. Kalíníngrad var eitt sinn höfuðborg Prússlands og nefndist þá Königsberg, og stendur við bakka hins breiða Pregolya-fljóts. Hún varð fyrir mikilli eyðileggingu í seinni heimsstyrjöldinni svo flestar byggingar í miðborg Kalíníngrad eru nútímalegar, þótt nokkrar upphaflegar og endurbyggðar byggingar frá miðöldum standi enn, eins og Königsberg-dómkirkjan og Brandenborgarhliðið.

Hótel í Kalíníngrad

Hótel í Kalíníngrad eru allt frá 4 stjörnu glæsihótelum til ódýrra gistiheimila, þótt mest sé af miðlungsdýrum hótelum. Yfirleitt er boðið upp á ókeypis Wi-Fi og bílastæði, og mörg hótel í Kalíníngrad bjóða einnig upp á ókeypis morgunverð. Lúxushótel í Kalíníngrad bjóða upp á þjónustu eins og heilsulindir, sundlaugar og veitingastaði. Þau eru yfirleitt í nýjum og glæsilegum byggingum, þótt nokkur megi finna í glæsilegum villum frá Prússatímanum. Ódýr hótel í Kalíníngrad bjóða oft upp á gagnlega sameiginlega aðstöðu eins og þvottahús og eldhús. Þessi afsláttarhótel bjóða oft upp á herbergi með samnýttum baðherbergjum eða svefnskála.

Hvar er best að vera í Kalíníngrad

Það eru 3 aðalhverfi í Kalíníngrad. Í Moskovsky-hverfinu er Kneiphof-eyja við Pregolya-fljót, sem er góður staður fyrir ferðamenn sem vilja vera nálægt hinni endurbyggðu Königsberg-dómkirkju. Tsentralny-hverfið er einnig vel staðsett, rétt fyrir norðan Moskovsky, en þaðan er göngufæri að öllum helstu söfnunum og kennileitunum í Kalíníngrad. Leningradsky-hverfið er aðeins lengra í norðaustur, en þar er mesta úrvalið af gistingu. Það einkennist af útsýni yfir fljótið, grænum svæðum og mörgum byggingum frá Prússatímanum, sérstaklega á Maraunenhof-svæðinu.

Að sjá í Kalíníngrad

Königsberg-dómkirkjan er á Kneiphof-eyju. Hún var upphaflega reist á 14. öld en endurbyggð að stóru leyti eftir seinni heimsstyrjöldina, og í henni má finna Immanuel Kant-safnið, þar sem farið er yfir feril þessa fræga heimspekings sem bjó alla tíð í borginni. Annars staðar gefur að líta hið mikla Brandenborgartorg, einn af nokkrum nýgotneskum bogum sem enn standa síðan borgin var undir yfirráðum Prússa. Sovéska húsið er nútímalegri bygging og stendur þar sem Königsberg-kastalinn stóð áður. Það hefur aldrei verið nýtt og er ekki opið almenningi, en fangar augu gesta í miðborginni. Kalíníngrad skartar einnig fjölda safna og listagallería. Úthafasafnið er staðsett í fyrrverandi rannsóknarskipi og kafbáti, á meðan Rafsafnið í Kalíníngrad er helgað stöðu svæðisins sem mikils framleiðanda á rafi. Vinsælasta listagalleríið er Ríkislistasafn Kalíníngrad, sem sérhæfir sig í samtímalist.

Að komast til Kalíníngrad

Kaliningrad Oblast er aðskilið frá öðrum hlutum Rússlands þannig að til að komast þangað frá Rússlandi þarf að fara í gegnum minnst eitt Evrópuland. Flestir erlendir ferðamenn lenda á Khrabrovo-flugvelli, þaðan sem þeir komast með rútu eða leigubíl til miðborgarinnar. Aðallestarstöðin er Kaliningrad Passazhirsky, og einnig er hægt að komast þangað með rútum frá Rússlandi og öðrum Evrópulöndum. Baltiysk, sem er um klukkustundarakstur frá Kalíníngrad, býður upp á ferjusiglingar til og frá ýmsum rússneskum og evrópskum borgum. Hægt er að ferðast um Kalíníngrad með leigubílum, strætisvögnum og sporvögnum, en margir ferðamenn kjósa strætisvagnana sem eru ódýrir og áreiðanlegir.