Hótel og gisting í Samara

Leitaðu að hótelum í Samara

Hotels.com™ Rewards

Safnaðu 10 gistinóttum, fáðu 1 ókeypis nótt

Og hafðu augun opin fyrir hulduverðum á útvöldum hótelum

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Samara: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Kynning á Samara

Héraðshöfuðborgin Samara stendur við fljótið Volgu, handan Zhiguli-hæðanna, og er frægust fyrir fegurð sína og afslappað andrúmsloftið við langa göngugötuna við fljótið. Samara er þekkt fyrir framlag sitt til geimferðaiðnaðarins á Sovéttímanum og er enn mikil miðstöð iðnaðar og verkfræðiframkvæmda, en nú til dags er hún ekki síður þekkt fyrir líflegt næturlíf og góða veitingastaði. Borgin skartar fjölda listagallería og safna, þar sem 20. aldar saga Samara er fyrirferðarmest.

Hótel í Samara

Hótel í Samara eru flest meðaldýr eða ódýr, en þó má finna þar nokkur lúxushótel. Hótel í Samara bjóða næstum alltaf upp á ókeypis Wi-Fi, og stór hluti þeirra í öllum verðflokkum býður upp á ókeypis morgunverð og bílastæði. Lúxushótel í Samara eru yfirleitt hluti af alþjóðlegum hótelkeðjum sem höfða til viðskiptaferðamanna, og búa yfirleitt yfir sundlaugum, heilsulindum, börum og veitingastöðum. Sum bæta við ókeypis ferðum til og frá flugvelli og líkamsræktaraðstöðu. Ódýr hótel í Samara bjóða hins vegar stundum upp á þjónustu sem yfirleitt finnst bara á dýrari hótelum, eins og einkabaðherbergi, og jafnvel veitingastaði og sundlaugar.

Hvar er best að vera í Samara

Flestir gistimöguleikar í Samara eru í Leninsky-hverfinu í miðborginni. Árbakkinn í Samara er hjarta borgarinnar, og mörg af hótelum hennar standa við göturnar í næsta nágrenni hans. Það er einnig ágætis framboð af meðaldýrri gistingu í kringum Samara Passazhirskaya lestarstöðina, sem hefur góðar samgöngutengingar og er aðeins rúma 2 km (hálftímaganga) frá ánni. Einnig er nokkuð af hótelum í Oktyabrsku-hverfinu sem er aðeins lengra í burtu. Þar er grasagarður og dýragarður borgarinnar, og þar er lífleg og akademísk stemning þar sem Samara-háskóli er skammt undan.

Að sjá í Samara

Árbakkkinn meðfram Volgu er um 5 km langur og þar er umferð bíla bönnuð. Heimamenn koma þangað til að synda, hjóla og slaka á. Nokkur söfn í Samara snúast um 20. aldar sögu borgarinnar, en þeirra þekktast er Neðanjarðarbyrgi Stalíns. Þetta byrgi lengst niðri í jörðinni sem aldrei var notað var hannað til að hýsa þennan leiðtoga Sovétríkjanna ef Moskva skyldi falla í seinni heimsstyrjöldinni. Uppi á yfirborðinu er framlagi Samara til geimferðakapphlaupsins gerð skil á Samara-geimsafninu, sem og á Korolev flug- og geimferðasafninu. Fyrir þá sem vilja fara lengra aftur í tímann má skoða steingervinga sem fundist hafa á svæðinu á Alabin-safninu. Borgin skartar einnig fjölda listasafna. Samara-listasafnið er þeirra stærst, og á glæsilegt safn af aðallega rússneskum listaverkum, á meðan Nútímalistasafnið er frekar lítið og helgar Art Nouveau listastefnunni.

Að komast til Samara

Kurumoch-alþjóðaflugvöllurinn þjónar Samara, og býður upp á tengiflug til fjölda staða innanlands og flug til nokkurra alþjóðlegra flugvalla. Flugvöllurinn er um 40 km frá borginni, og gestir komast til miðborgarinnar með lest eða leigubíl. Samara-lestarstöðin býður einnig upp á lestarferðir til annarra stórborga í Rússlandi eins og Nizhniy Novgorod, Moskvu og Sankti Pétursborgar. Aðrir ferðalangar koma til borgarinnar með næturrútum eða sigla þangað eftir Volgu. Hægt er að ferðast um Samara með strætisvögnum, leigubílum, sporvögnum og neðanjarðarlestakerfi. Neðanjarðarlestakerfið er hraðvirkt en takmarkað, og vinsælast og skilvirkast er að nota sporvagnana.