Fara í aðalefni.

Hótel og gisting í Jekaterínborg

Leitaðu að hótelum í Jekaterínborg

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Jekaterínborg: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Kynning á Jekaterínborg

Þessi fyrrverandi iðnaðarborg er sú fjórða stærsta í Rússlandi og er nú lífleg og nútímaleg borg með fjölda skýjakljúfa. Jekaterínborg byggðist upp í kringum járn- og koparvinnslu og er enn miðstöð iðnaðar og framleiðslu, en er einnig fræg fyrir menningar- og tónlistarlíf. Skíðafólk fær nóg fyrir sinn snúð á svæðinu, og sumir ferðamenn nota Jekaterínborg sem bækistöð til að kanna Úralfjöllin, sem mynda landamæri Evrópu og Asíu.

Hótel í Jekaterínborg

Hótel í Jekaterínborg spanna allt sviðið frá lúxus til ódýrra gistiheimila, en þar á meðal er fjöldi hótela í allra hæsta verðflokki. Lúxushótel í Jekaterínborg bjóða yfirleitt upp á sundlaugar, heilsulindir og fína veitingastaði, og sum hafa marga veitingavalkosti og líkamsræktarsali. Mörg þeirra eru staðsett í nútímalegum háhýsum með útsýni yfir borgina. Jafnvel ódýr hótel í Jekaterínborg eru oft með nokkuð háa staðla, og nær öll bjóða upp á ókeypis Wi-Fi. Afsláttarhótel einblína oft á þjónustu fyrir þá sem hugsa um pyngjuna eins og gestaeldhús og setustofur, og mörg þeirra eru í flottum og nútímalegum byggingum.

Hvar er best að vera í Jekaterínborg

Flestir gistimöguleikar í Jekaterínborg eru í miðborginni. Hótelin í kringum Jeltsínmiðstöðina, niðri við ána Iset, eru flest í dýrari kantinum, og hið sama á við um þau sem standa nálægt Blóðkirkjunni og dýragarðinum. Gott úrval er af dýrum og meðaldýrum gistimöguleikum í safnahverfinu. Ferðamenn í leit að hótelum í ódýrasta verðflokki hafa ekki úr miklu að moða í miðbænum, en það er ýmislegt í boði sunnar í kringum Chkalovskaya, eða lengra í vestur nálægt Jarðfræðisafninu.

Að sjá í Jekaterínborg

Hin merka Blóðkirkja sem er í býsönskum stíl og gylltu hvolfþaki er einn áhugaverðasti staður Jekaterínborgar. Hún var byggð snemma á þessari öld og stendur þar sem rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi árið 1918. Ekki langt þaðan er einnig fyrrverandi grafreitur Romanov-ættarinnar íGanina Yama, þar sem finna má kapellur helgaðar hinni afsettu keisaraætt. Fyrir þá sem hafa áhuga á samtímasögu er Boris Jeltsín-forsetamiðstöðin helguð frægasta stjórnmálamanni Jekaterínborgar, og inniheldur áhugavert safn. Hér eru einnig fleiri söfn á sviði lista, arkitektúrs, jarðfræði og sögu svæðisins, á meðan dýragarður borgarinnar er vinsæll og vel staðsettur. Jekaterínborg er ekki síður þekkt fyrir nokkuð óvenjuleg minnismerki, þar á meðal styttu af Michael Jackson og dáðan minnisvarða um QWERTY-lyklaborðið. Besta útsýnið yfir borgina er af útsýnispallinum efst í Vysotsky-skýjakljúfinum.

Að komast til Jekaterínborgar

Flestir sem heimsækja Jekaterínborg fara um Koltsovo-alþjóðaflugvöllinn, sem býður upp á gott úrvals innan- og utanlandsflugs. Hann er um 18 km fyrir utan borgina, en þaðan er hægt að komast inn í miðbæinn með strætisvagni eða leigubíl. Það er líka lestarstöð í Jekaterínborg, sem er staðsett við Síberíuleiðina, og er með góðar tengingar við flestar aðrar stórborgir Rússlands. Það eru ýmiss konar samgöngumöguleikar í boði í Jekaterínborg sjálfri, þar á meðal sporvagnar, strætisvagnar, leigubílar og takmarkað en hraðvirkt jarðlestakerfi. Samgöngur eru yfirleitt ódýrar, en umferðin í miðborginni getur verið hæg.