Hótel og gisting í Kazan

Leitaðu að hótelum í Kazan

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Kazan: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Kynning á Kazan

Kazan er stundum sögð vera svar Rússlands við Istanbúl, og er höfuðborg Lýðveldisins Tatarstan. Borgin stendur við Volgu og sameinar áhrif rétttrúnaðarkirkjunnar og íslams sem suðupottur rússneskra og tyrkneskra menningarheima. Kazan er tvítyngd hafnar- og háskólaborg sem hefur á undanförnum árum skapað sér nafn fyrir að halda stóra íþróttaviðburði. Lífsgæði eru með þeim hæstu í Rússalandi og á hverju ári er fjöldi hátíða sem ná yfir allt frá djass og óperu til balletts og Tatar-menningar.

Hótel í Kazan

Það er nóg af hótelum í Kazan, frá lúxussvítum í nútímalegum hótelum til einfaldra gistiheimila. Mest er að hafa í meðaldýrri og ódýrri gistingu. Hótel í Kazan bjóða næstum alltaf upp á ókeypis Wi-Fi. Lúxushótel í Kazan bjóða yfirleitt upp á veitingastaði, bari, heilsulindir og sundlaugar. Mörg eru þau í háhýsum með útsýni yfir alla borgina, á meðan sum bjóða upp á hárgreiðslustofur, líkamsræktarstöðvar eða næturklúbba. Ódýr hótel í Kazan hafa oft sína eigin veitingastaði, og bjóða stundum upp á ókeypis morgunverð. Afsláttarhótel geta stundum verið aðeins lengra frá miðborginni.

Hvar er best að vera í Kazan

Flest af því áhugavert er að sjá í Kazan er í Vakhitovsky-hverfinu í miðbænum, þar sem mest mannlíf er í kringum Bauman-stræti, langa og breiða göngugötu sem leiðir að Kreml-virkinu. Þar má finna verslanir, kaffihús og bari, sem og fjölda styttna. Nægt úrval er af gistingu á þessu kjarnasvæði, fyrst og fremst dýr og meðaldýr, þar sem flest lúxushótelin eru nálægt hinu fallega Bolaq-síki. Einnig er ágætt úrval af hótelgistingu norðan megin við Kazanka-fljót, mestmegnis í kringum vatnsgarðinn og skemmtanasvæðið í Kyrlay-garði.

Að sjá í Kazan

Kreml-virkið í Kazan er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í borginni. Í þessu mikla virki má finna fjölda gallería, safna, opinberra bygginga og grænna svæða, en merkustu byggingarnar eru Boðunarkirkjan frá 16. öld, hinn frægi hallandi Suyumbike-turn og hin magnaða Kul Sharif moska. Í Kreml er einnig Náttúrusögusafn Tatarstans og Hermitage Kazan galleríið, með sýningar sem oft hafa verk frá hinu frægara systursafni sínu í Sankti Pétursborg. Á meðal óvenjulegri áfangastaða eru hið skemmtilega Safn um sovéskt líf og Chak-chak safnið, gagnvirk upplifun á mat og drykk Tatara. Norðan við miðbæinn, handan Kazanka-fljóts, er Kazan-rívíeran, víðáttumikið skemmtanasvæði, en miðpunktur þess er stór vatnsleikjagarður með rennibrautum, skemmtitækjum, sundlaugum og strönd. Í Kirlay-garði þar við hliðina eru tívólítæki og parísarhjól.

Að komast til Kazan

Kazan-alþjóðaflugvöllurinn er um 30 km fyrir utan borgina, en þaðan er hægt að komast inn í miðbæinn með leigubíl eða lest. Hin fallega Kazan–Passazhirskaya lestarstöð er staðsett í miðri borginni, og þaðan eru góðar tengingar við aðrar rússneskar borgir eins og Moskvu og Jekaterínborg. Auðveldast er að ferðast um Kazan með strætisvögnum, sporvögnum og leigubílum, en þar er líka nýtt neðanjarðarlestakerfi sem er enn að stækka. Almennt séð er miðborg Kazan nógu lítil til að ferðamenn geti komist milli flestra helstu staðanna fótgangandi, eða með því nota Veli'k-reiðhjólakerfi borgarinnar.