Fara í aðalefni.

Hótel í Malmö

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Malmo: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Malmö er spennandi heim að sækja, nútímaleg en þó með djúpa skírskotun í söguna, iðandi af lífi og list en náttúran alltaf á næsta leiti í fallegum görðum og blómlegu umhverfi. Malmö er þriðja stærsta borg Svíþjóðar og skartar að auki stærstu byggingu á Norðurlöndum, hinum stórglæsilega „snúna búk“, skýjakljúfi sem er 190 metrar á hæð og setur svip sinn á borgina svo um munar. Fjölmenningin lifir góðu lífi í Malmö, en íbúar koma frá yfir 150 löndum og því fylgir fjölbreytt matarmenning með endalausu úrvali af skandinavískum, evrópskum og austurlenskum mat, hvort sem það er á básum við verslunargöturnar eða á fínustu veitingahúsum. Malmö er sennilegast sú borg í Svíþjóð sem best er tengd suðurhluta Evrópu, því með tilkomu Eyrarsundsbrúarinnar tekur einungis um 20 mínútur að fara til Kaupmannahafnar með lest og örlítið lengur að keyra.

Áhugavert í nágrenninu

Gamli bærinn er hjarta Malmö, en hann er umkringdur litlu síki og gaman að rölta þar um og drekka í sig söguna og menninguna. Í gamla bænum er Stóratorg, aðaltorg bæjarins, sem hefur yfir sér skemmtilegt evrópskt yfirbragð. Við torgið stendur hið stórglæsilega ráðhús, sem var byggt árið 1547 og setur svip sinn á miðbæinn með skreyttum turnspírum og háum bogagluggum. Fyrir aftan ráðhúsið stendur svo Péturskirkja, sem margir vilja meina að sé ein fallegasta kirkja í Svíþjóð. Rétt hjá Stóratorgi er svo Litlatorg, þar sem finna má úrval veitingastaða sem bjóða gestum og gangandi að snæða úti á góðviðrisdögum. Vestast í miðbænum eru svo hallargarðurinn (Slottsparken) og hallarkastalinn (Malmöhus Slott). Kastalinn er einn sá elsti á Norðurlöndum og hýsir fjölda áhugaverðra safna svo sem dýra- og sædýrasafn, listasafn, menningarsafn og ýmislegt fleira. Garðurinn er vinsæll, sér í lagi á sumrin, þegar fjöldi fólks notar tækifærið og spókar sig í blómlegu náttúru- og dýralífi.

Hótel í Malmö

Hótel í Malmö eru mörg og mismunandi eins og búast má við af borg af þessari stærðargráðu. Því ættirðu ekki að eiga í vandræðum með að finna hótel við þitt hæfi hvort sem þú leitar að lúxusgistingu eða ódýrari valkostum. Mörg bestu hótelin eru í hjarta miðbæjarins og bjóða upp á fjölbreytta úrvalsþjónustu á borð við sólarhrings viðskiptaaðstöðu, ókeypis morgunverð, þráðlaust internet og líkamsræktaraðstöðu. Í miðflokknum er oft að finna mjög góða gistingu á fínu verði, þar sem sjónvörp eru á herbergjum, þráðlaust internet í boði og morgunverður jafnvel innifalinn. Ódýrari hótelin, farfuglaheimilin og gistiheimilin eru e.t.v. örlítið lengra frá miðbænum, en þó má finna fjölmörg góð tilboð í göngufjarlægð frá iðandi mannlífi.

Hvar er gott að gista?

Ef þú vilt gista í ys og þys mannlífsins er miðborgin, Gamla Staden, að sjálfsögðu besti valkosturinn. Þar ertu í göngufjarlægð frá öllum helstu kennileitum, miklu úrvali veitingastaða og öllum helstu almenningssamgöngum, hvort heldur sem það er innan borgar eða á leið út úr borginni frá miðborgarlestarstöðinni. En þar sem Malmö er tiltölulega lítil borg sem auðvelt er að ferðast um má finna góð gistisvæði umhverfis miðborgina þar sem ekki er síður gott að gista. Til dæmis eru ýmsir valkostir fyrir norðan miðbæinn í kringum aðallestarstöðina, háskólann og á Vesturhöfn auk þess sem örlítið fyrir sunnan miðbæinn má einnig finna úrval frambærilegra gististaða af ýmsum stærðum og gerðum.

Hvernig kemstu til Malmö?

Sturup-flugvöllur er formlegur alþjóðaflugvöllur Malmö og er hann í um það bil 30 km fjarlægð frá borginni. Þegar þangað er komið er boðið upp á rútur og leigubíla til miðborgar Malmö. Nálægð borgarinnar við Kaupmannahöfn yfir Eyrarsundsbrúna gera það hins vegar að verkum að einfaldast er fyrir Íslendinga að fljúga til Kastrup og taka lest yfir til Malmö, en reglulegar ferðir eru beint frá Kastrup yfir til Malmö allan sólarhringinn. Þegar í borgina er komið komast ferðamenn fljótlega að því að auðvelt er að ganga um miðborgina og milli helstu ferðamannastaða og því lítil þörf á að nota almenningssamgöngur. Sé ætlunin hins vegar að ferðast lengra eru strætisvagnasamgöngur greiðar um borgina auk þess sem auðvelt er að finna leigubíla í nánd helstu hótela og í miðbænum.

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði