Fara í aðalefni.

Hótel í Gautaborg

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Gautaborg: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Hótel í Gautaborg

Þú kemst í hátíðarskap í næststærstu borg Svíþjóðar - sem hefur orð á sér fyrir að halda hágæða hátíðir í hlýlegu og vinalegu andrúmslofti. Hvort sem það eru leifturmyndirnar á hvíta tjaldinu á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, eða gítarvælið og dúndrandi trommurnar á Metaltown, þá býður Gautaborg upp á hátíðar fyrir alla. Í borginni eru tveir stórir háskólar og tilvera þeirra heldur borginni ungri og líflegri, meðan hafsjór timburhúsa í Haga hverfinu vísar til forvitnilegrar iðnaðarsögu þessarar nútímaborgar.

Það sem fyrir augun ber

Það er enginn betri staður til að kynnast Gautaborg en aðalgatan Avenyn. Þar svífur andi Champs-Elysées í París yfir vötnum, og þar finnurðu freistandi lykt af kanilsnúðum læðast út um dyr huggulegra kaffihúsa, og sérð spennandi smámuni í búðargluggum smáverslana þegar þú röltir framhjá. Þegar kvöldar er upplagt að forðast skammdegið með því að hörfa inn í einn vinsælu barana eða klúbbana á breiðstrætinu. Ef þú heldur austar í borginni finnurðu Liseberg skemmtigarðinn með gamaldags timburrússíbananum og stóra parísarhjólinu. Yfir hátíðarnar er garðurinn glitrandi af jólatöfrum því allt frá rússíbönunum til trjánna glitrar af litlum hvítum ljósum. Um leið og þú gengur inn um hlið grasagarðanna glæsilegu fyllast eyru þín af vatnsnið og býflugnasuði. Ef þú heimsækir að vori til sérðu trén í bleikri kápu kirsuberjablóma, og á haustin geturðu notið rauðbrúnna og gulra laufblaða, og alltaf speglast þetta í lygnum vötnum garðsins.

Hótel í Gautaborg

Þar sem Gautaborg heldur virtar hátíðar allt árið um kring þá býður hún upp á fjölbreytt hótel í bestu gæðum. Glæsilegustu hótelin í Gautaborg bjóða upp á útsýni yfir ánna beint úr herberginu þínu, áður en þú sekkur þér í freyðandi einka heitan pott, til að slappa af á kvöldin. Þú getur líka fundið hótel á miðlungsverði sem bjóða upp á stórfenglegt útsýni, stórt svefnherbergi og rúmgott baðherbergi með sturtu. Þráðlaust net er víðast hvar í boði og þú getur vaknað með ilminn af nýmöluðum kaffibaunum í nösunum hvern morgun, þökk sé te- og kaffigerðaraðstöðunni á hverju herbergi. Einnig er gott framboð af ódýrum hótelum í borginni fyrir þá sem vilja spara á gistingunni.

Hvar á að gista

Alþýðustéttarsaga Gautaborgar þýðir að í borginni ríkir vinalegt og hlýlegt andrúmsloft. Flest eru hótelin í miðborginni - sem hentar vel til að kynna sér hugguleg veitingahús og snæða rétti eins og sænskar kjötbollur með dillsósu með sýrðum rjóma. Stigberget hverfið er grænni valkostur í hverfi þar sem fleiri búa. Þar er gott að byrja daginn með gönguferð um hinn stóra Slottsskogen garð - nema að þú sért á ferðinni í ágúst því þá fer friðurinn og róin forgörðum því þá stendur Way Out West rokkhátíðin yfir með tilheyrandi mannþröng og skarkala.

Leiðin til Gautaborgar

Gautaborg er vel í sveit sett mitt á milli Kaupmannahafnar í Danmörku og Oslóar í Noregi og þú getur komist til hvorrar borgarinnar sem er á 4 tímum með lest frá Centralstationen. Flugvöllur Gautaborgar er lítill, en þangað koma flug frá fjölda evrópskra áfangastaða. Erlendir gestir koma oftast með tengiflugi frá Stokkhólmi til Landvetter flugvallarins sem er um 25 mínútna akstur frá borginni. Þegar til Gautaborgar er komið er best að nota gömlu sporvagnanna til að ferðast á milli helstu ferðamannastaða borgarinnar.

Gautaborg -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði