Fara í aðalefni.

Hótel í Bangkok

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Bangkok: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Eins og flestir vita er Bangkok miðstöð menningar, matargerðar og verslunar í Taílandi og lætur engan sem þangað kemur ósnortinn. Upplifunin er einstök og tækifærin til að skapa ógleymanlegar minningar eru óteljandi, hvort sem það er að svitna yfir bragðmikilli og rótsterkri tom-yum súpu, reyna að halda geðheilsunni við að rata um ranghala einhvers útimarkaðarins eða eitthvað enn ótrúlegra.

Hótel í Bangkok

Bangkok er reglulega útnefnd sem sú borg í heiminum sem veitir mest fyrir peninginn þegar kemur að hótelgistingu og því er jafnan gott að gista þar, hvort sem þú ert á bakpokaferðalagi, í verslunarferð eða að leita að þægilegri íbúð þar sem þú getur verið út af fyrir þig. Í Bangkok er oft hægt að bóka 5 stjörnu hótel á verði hefðbundinna 3 stjörnu hótela og njóta þannig heilsulinda, útsýnis af hótelbar á toppi háhýsis og frábærrar staðsetningar. Ef þú ert fyrir skýjakljúfa er til að mynda hægt að skoða gistingu á hinu glæsilega Lebua at State Tower sem býður upp á einstakt útsýni. Taílendingar eru frægir fyrir gestrisni sína, breiðu brosin, þjónustulundina og áherslu á að öllum líði vel. Herbergin eru jafnan stór, nútímaleg og vel búin.

Hvar er gott að gista?

Borgin er gríðarstór með nokkrum afgerandi hótelhverfum. Khao San Road skartar til dæmis miklu úrvali farfuglaheimila nálægt sögulega miðbænum en þó er ekki auðvelt að komast þangað með almenningssamgöngum. Sukhumwit Road er með mesta úrvalið og er tilvalið fyrir bæði nátthrafna og þá sem vilja versla auk þess að vera nálægt loftlestarkerfinu. Heimamenn leggja líka leið sína í þetta hverfi til að sækja skemmtun, flotta veitingastaði og verslunarmiðstöðvar. Silom er svo viðskiptahverfið með öllum glæsilegu háklassahótelunum við ána sem býr enn yfir sjarmanum frá dögum rithöfundarins Somerset Maugham, sem settist að á Mandarin Oriental hótelinu á fyrri hluta tuttugustu aldar.

Hvenær er best að ferðast til Bangkok?

Bangkok tekur sér aldrei frí – en lífið í borginni tekur ávallt mið af tveimur einkennandi árstíðum. Þurrkatímabilið er frá því seint í október til mars og rigningartímabilið er frá apríl fram í miðjan október. Á hinu heita rigningartímabili má finna gott úrval ódýrra hótela í Bangkok og fjölmörg hótel veita þá ríkulega afslætti af verði sínu. Á þessum tíma eru líka hofin, söfnin og almenningsgarðarnir rólegri og afslappaðri en hinn helming ársins. Á þurrkatímabilinu má hins vegar búast við endalausu sólskini og miklu úrvali skemmtilegra hátíða. Sérstök upplifun er að vera í Bangkok yfir kínversku áramótin í janúar, þegar miklar hátíðir og karnivöl eru haldin víða um borgina með flugeldum, skrúðgöngum og öllu tilheyrandi.

Hvað er áhugaverðast að skoða í Bangkok?

Komdu við í Mikluhöll (Grand Palace) sem er glæsileg bygging við ána sem eitt sinn var bústaður konungsfjölskyldunnar og er í dag notuð þegar tækifæri gefst til. Mikilfenglegir gylltir turnar og skreyttir salir einkenna hallarsvæðið, en þar má einnig finna Wat Phra Kaew, feiknarfallegt, litríkt og heilagt búddaklaustur með einkennandi, píramídalaga turna. Það hýsir m.a. Smaragðsbúddann, líkneski sem er eitt það heilagasta í landinu. Beint suður af Mikluhöll er svo hægt að heimsækja Wat Pho, sem er einnig geysifallegt búddahof sem samanstendur af mörgum og fallegum byggingum. Í aðalbyggingunni er hið risastóra líkneski af hinum liggjandi Búdda sem nauðsynlegt er að skoða í heimsókn til Wat Pho.

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði