Fara í aðalefni.

Hótel í Orlando

10 vinsælustu áfangastaðirnir fyrir Ísland

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Orlando: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Hún er kölluð „borgin fagra“, og Orlando þarfnast lítillar kynningar við. Paradís uppfull af pálmatrjám, rússíbönum og töfrandi fjölskylduskemmtan, þetta sólbakaða svæði er talið aðalskemmtigarður heimsins. En Orlando á sér líka kyrrlátari hlið, með görðum á óvæntum stöðum, trjávöxnum breiðgötum til að rölta um, grösuga garða til að slappa af í, og óteljandi söfn til að kanna.

Það sem fyrir augun ber

Það er gulltryggt að Walt Disney World’s Magic Kingdom kveikir í ímyndunarafli bæði barna og fullorðinna. Í skemmtigarðinum miðjum stendur hinn rómaði Öskubuskukastali og þetta duttlungafulla ævintýraland heiðrar alla hinar hjartkæru Disney sögurnar líka. Innan svæðisins finnurðu líka Downtown Disney samstæðuna, litaglaða hringiðu búða, veitingahúsa og afþreyingar - og yfir öllu þessu er hin sanni Disney ævintýrablær. Fyrir þá sem hafa áhuga á kvikmyndum verða skemmtigarðar ekki mikið betri en Universal Studios Orlando. Þar eru hrikalegir rússíbanar og afþreying í stíl meistara hvíta tjaldsins, svo mjög að gestum finnast þeir vera að stíga inn í uppáhaldsmyndir sínar miðjar. Við hliðina er Universal’s Islands of Adventure og þar fá ungir og ævintýraþyrstir landkönnuðir útrás. Þar eru eyjar með þemu, þ.m.t. Jurassic Park og hinn sínvinsæli heimur Harry Potter, og ævintýrin gerast hvern einasta dag. Með sínum heillandi sjávarlífsgörðum, rússíbönum og afþreyingu þá blandar SeaWorld Orlando skemmtun og spennu við smá djúpsjávarfræðslu.

Hótel í Orlando

Það er svo sannarlega enginn hörgull á hótelum í Orlando. Hvernig sem smekk þínum og fjárráðum er hagað þá gerir framboðið þér kleift að sýna vandfýsni. Fimm stjörnu bandarískur lúxus birtist í formi marmaraklæddra hótela sem byggð hafa verið inn í hitabeltisgörðum, þar má finna glitrandi sundlaugar, töff veitingahús og iðagræna golfvelli. Hótelin sem í boði eru á miðlungsverði reyna líka að dekra við þig, mikið af þægindum eru í boði og hótel með Disney þemu bjóðast til gistingar. Fyrir þá sem vilja hafa svolítið bandarískt sjálfstæði er leiga íbúðarhúsa góður kostur. Mikið framboð er líka af ódýrri gistingu í Orlando, það bjóðast bæði þægileg mótel og ódýr hótel mjög víða í borginni.

Hvar á að gista

Ef þú vilt sökkva þér í Disney töfrana skaltu gista innan Walt Disney World þar sem þú verður aðeins steinsnar frá allri fjölskylduafþreyingunni. Þar geturðu rekist á Mikka og félaga í Magic Kingdom, séð framandi dýr í Animal Kingdom, og farið í ferðir í hinu hnöttótta Spaceship Earth hjá Epcot. Ef þú ert að sækjast efir líflegu næturlífi þá er marga skemmtilega bari að finna í Downtown Disney, lifandi tónlist, og veitingahús sem bjóða upp á allt frá gómsætum suðurríkjaréttum til nýveidds fisks en í Lake Buena Vista er margar hönnunarbúðir að finna, þar sem þú getur keypt þekkt vörumerki á hagstæðu verði. Á International Drive er mikið um að vera og þar eru Universal Studios, SeaWorld Orlando, og Wet'n Wild vantagarðurinn.

Leiðin til...

Til alþjóðaflugvallarins í Orlando koma flug frá flestum bandarískum og evrópskum áfangastöðum, enda er alþjóðaflugvellurinn upphaf ferðarinnar fyrir flesta gesti til Flórída. Að komast á hótelið af flugvellinum ætti að ganga auðveldlega því fjöldi langferðabíla og skutla er í boði til og frá helstu hótelunum og orlofssvæðunum. Sum hótel, til dæmis þau sem eru hluti Walt Disney World, bjóða upp á ókeypis ferðir til og frá flugvellinum.

Orlando -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði