Fara í aðalefni.

Bestu hótelin í Los Angeles

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Finndu rétta hótelið í Los Angeles

Í óumdeildri sköpunarhöfuðborg Bandaríkjanna er önnur hver manneskja sem þú mætir á götunum tilvonandi handritshöfundur, leikari, fyrirsæta eða rokkstjarna. Þannig er ímyndin að minnsta kosti og hún segir margt um andrúmsloftið sem einkennir Los Angeles. Þetta er ekki einungis borg heldur heill heimur út af fyrir sig; með allt í senn gullnum ströndum sem eru tilvaldar í sólböð og brimbrettasiglingar, sjálfa draumaverksmiðjuna Hollywood, vafasama barina og klúbbana á Sunset Boulevard, iðandi fjármálahverfið og margt meira til. Allt við Los Angeles örvar skilningarvitin og iðar af lífi. Það er óhætt að segja að þetta sé einstök borg.

Áhugavert í Los Angeles

Santa Monica bryggjan er einn vinsælasti staðurinn fyrir fjölskyldufólk í LA. Hún skartar ekki bara stórfenglegri sjávarsýn, heldur hýsir hún líka Pacific Park, sem er þéttbyggt ævintýraland með rússíbönum, parísarhjóli og endalausum söluvögnum með pylsur, sykurhúðaðar hnetur og allskyns annað góðgæti. Hún er jafnframt mikilvægur hluti af sögu Los Angeles, enda hefur bryggjan staðið í meira en öld. Það er varla hægt að fara til LA án þess að heimsækja Universal Studios, þar sem þrívíddarrússíbanar senda mann inn í hverja stórmyndina á fætur annarri og meira að segja er hægt að fara í skoðunarferð um klassísk kvikmyndasett (þar á meðal húsið úr Psycho). Talandi um kvikmyndir og klassík, þá er Hollywood Walk of Fame einn af þeim stöðum sem vert er að heimsækja, enda þessi gangstétt milli Hollywood Boulevard og Vine Street sem hellulögð er með nöfnum helstu kvikmyndastjarna samtímans einn vinsælasti ferðamannastaður borgarinnar. Til að losna svo aðeins úr hamaganginum er ekki úr vegi að fara í Griffith Park, almenningsgarðinn þar sem hin mögnuðu hvolfþök Griffith stjörnuathugunarstöðvarinnar gnæfa yfir. Stöðin er mekka geimrannsakenda en skartar jafnframt stórfenglegu stjörnuveri sem allir hafa gaman af að skoða. Ef þorstinn hefur svo kviknað við allt þetta ráp er ekki úr vegi að skella sér niður á Sunset Strip, þennan alræmda hluta af Sunset Boulevard sem þakinn er blikkandi ljósaskiltum og hýsir nokkra af líflegustu næturklúbbum borgarinnar.

Hótel í Los Angeles

Eins og búast má við af borg sem þekkt er fyrir að vera samkomustaður fræga fólksins má auðveldlega finna hótel í Los Angeles sem hreinlega svigna undan lúxusnum. Gestaherbergi með marmarabaðherbergjum og risastórum rúmum með himnasæng, þaksundlaugum og einkaþjónum, einkasundlaugaskýli og heilsulindum með allri þjónustu – allt þetta og meira til býðst kröfuhörðustu gestunum. En þar með er ekki sagt að við hin séum skilin útundan, því ódýr hótel í Los Angeles finnast líka víða um þessa gríðarstóru vesturstrandarborg, bæði stórar hótelkeðjur og ódýrari mótel, þannig að allir ættu að finna gistingu við hæfi.

Hvar er gott að gista í Los Angeles?

Ef þú ert í viðskiptaferð er miðbærinn í Los Angeles sennilega besta svæðið til að setja upp þína bækistöð. Þá ertu í göngufæri við skýjakljúfa fjármálahverfisins og einnig fjölmarga veitingastaði og kaffihús þar sem þú getur eflt tengslanetið við kollegana. Ef þú vilt skrúfa svolítið betur upp í glamúrnum er Beverly Hills vænlegra svæði. Það er tæknilega séð sjálfstæð borg sem býður upp á himnaríki tískuáhugafólks á Rodeo Drive, þar sem háklassatískuverslanir standa í löngum röðum. Þeir sem vilja hins vegar fá nasaþefinn af sjálfri draumaverksmiðjunni geta svo leitað að hóteli í Hollywood, þar sem sjálft Hollywood Boulevard og heimsfræg kennileiti á borð við kínverska kvikmyndahúsið TLC eru í seilingarfjarlægð.

Hvernig er best að komast til Los Angeles?

Ef þú flýgur til LA er langbest að lenda á Los Angeles International Airport – eða LAX eins og flugvöllurinn er jafnan kallaður. Hann er aðalsamgöngumiðstöð borgarinnar og er ekki nema rétt um 25 km frá miðborginni. Endalausar raðir af leigubílum og rútum koma ferðalöngum á hótelið sitt á örskammri stund.

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði