Fara í aðalefni.

Hótel á Miami Beach

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Miami Beach: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Hótel á Miami Beach

Miami Beach er hitabeltisparadís með löngum sendnum ströndum og heiðskírum bláum himni, pálmatrjám og veðursæld allt árið um kring. Á landræmu, samsíða borginni Miami, sem maður upplifir sem nokkurskonar eyju enda má þar finna frábær orlofssvæði og veitingahús með útsýni yfir hafið. Á nóttunni vakna sumir bestu næturklúbbar heimsins til lífsins og svæðið verður að leikvelli hinna ríku og frægu.

Það sem fyrir augun ber

Fáðu þér göngutúr eftir Ocean Drive að degi til og þar sérðu fallega fólkið njóta hvítsendnu strandarinnar, meðan skokkarar og hjólaskautafólk deila gangstéttinni. Ef þú færð þér sæti fyrir utan eitt af flottu kaffihúsunum eða veitingahúsunum geturðu notið þess að horfa á pálmatrén skuggsælu og lygnt blátt hafið frá því sjónarhorni. Á nóttinni eru húsin, sem mörg hver eru byggð í skreytilistastíl, upplýst með neonljósum og svæðið umbreytist í allsherjar skemmtistað. Norður Miami svæðið er þar sem Surfside ströndina er að finna, víða, hvítsendna strönd sem er rólegri valkostur en strendurnar sem eru miðlægri. Miami-höfnin er oft sögð stærsta heimahöfn skemmtiferðaskipa í heimunum, og þaðan sérðu mörg risavaxin skip leggja í skemmtisiglingar um Bahamaeyjar, Karíbahafseyjar, Mexíkó og enn lengra, og útsýnið yfir borgina af skipunum er stórfenglegt. Lincoln Road Mall er göngugata þar sem eru pálmatré á báðar hendur, full af flottum verslunum, litlum tískubúðum, listagalleríum og gangstéttakaffihúsum; þar er afslappandi yfirbragð bæði að degi og nóttu. Ef þú ert að sækist eftir tómi til að hugsa málin þá er grasagarður Miami Beach grænt svæði í borginni sem er ókeypis afnota. Farðu í göngutúr og njóttu ilms framandi blóma, farðu í jógatíma í fallegu umhverfi, eða sittu einfaldlega undir tré og drekktu í þig alla garðræktina á staðnum.

Hótel í Miami Beach

Lúxushótel í Miami Beach er oft að finna við ströndina, og mörg þeirra orlofssvæða sem þar eru bjóða upp á sundlaugar, heilsulindir, gufuklefa, og þjónustu gestastjóra, svo þú þarft ekkert að gera annað en að njóta frísins. Gestaherbergi bjóða upp á þjónustu eins og loftkælingu, míníbari, kaffikönnur, úrvals rúmföt, og baðsloppa. Mörgum bygginganna í skreytilistastílnum á South Beach svæðinu hefur verið breytt í bútíkhótel sem bjóða baðkör í yfirstærð, sérhannaða innviði, herbergisþjónustu og ókeypis þráðlaust net. Það eru líka ódýr hótel og gistiheimili í boði nokkrar húsaraðir frá ströndinni sem bjóða upp á þrifaleg og þægileg herbergi með kapalsjónvarpi og ókeypis snyrtivörum.

Hvar á að gista

South Beach hverfið er frægt fyrir líflegt næturlíf, langar sendnar strendur, og fjölbreytt mannlíf. Að degi til sjást fjölskyldur í fríi njóta strandarinnar og alls þess skemmtilega framboðs afþreyingar sem hún hefur að bjóða, og á nóttunni verður svæðið undirlagt skemmtanalífinu og næturklúbbar og veitingahús lýsa upp strandlengjuna. Borgarmynd Miami Beach er hennar sérkenni, hún er nútímaleg með glitrandi skýjakljúfum og gnæfandi turnum hvert sem litið er. Samt sem áður, þegar betur er skoðað, sérðu mikil áhrif skreytilista hvert sem þú ferð og þær gefa mörgum götum skrautlegt og einstakt yfirbragð.

Hvernig á að komast til Miami Beach

Gestir sem koma til Miami Beach sem hluta skemmtisiglingar koma í gegnum Miami-höfn, myndarlegt mannvirki sem getur tekið á móti stærstu skemmtiferðaskipum heims og öllum stærstu félögunum í bransanum. Það er auðvelt að komast með leigubíl á milli flugvallarins og hafnarinnar og sumar ferðaskrifstofur bóka skutlu fyrir þig sem hluta af pakkanum. Haulover Park smábátahöfnin er upplögð fyrir þá sem koma siglandi á eigin vegum þar sem höfnin er vel í sveit sett í norðurenda borgarinnar. Miami, Flórída (MPB-Public Seaplane Base) sjóflugvélavöllurinn er á milli Miami borgar og Miami Beach og auk þess að vera til almenningsnota má bóka skoðunarferðir þar til að sjá svæðið í nýju ljósi.

Miami Beach -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði