Fara í aðalefni.

Hótel í Seattle

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Seattle: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Seattle, sem einnig er þekkt sem smaragðsborgin, er við Kyrrahafið á norðvesturströnd Bandaríkjanna og telst vera nyrsta stórborg landsins að borgum Alaska undanskildum. Borgin er m.a. þekkt fyrir gott kaffi og blómlegt tónlistarlíf sem fæddi meðal annars af sér gruggrokkið og þykir skemmtileg heim að sækja. Ef þú vilt kynna þér borgina betur þarftu ekki að leita lengra því við hjálpum þér að finna bestu hótelin í Seattle á Hotels.com

Hvenær er best að ferðast til Seattle?

Eins og á flestum öðrum stöðum við norðvesturströnd Bandaríkjanna er loftslag Seattle milt og rakt. Heitustu og þurrustu mánuðirnir eru júní og ágúst en þá fer hitinn jafnan upp í 24 gráður og því er þetta hinn fulkomni tími til að ferðast til Seattle. Nýttu sumarið til hins ýtrasta með því að bóka gistingu í Seattle nálægt einhverjum af helstu kennileitum borgarinnar – en meðal þeirra eru t.d. fyrsta Starbucks kaffihúsið, sem stofnað var 1971 og Henry listagalleríið.
Veðrið í Seattle getur verið nokkuð duttlungafullt og ráðleggja heimamenn gestum að klæðast léttum fatnaði en hafa yfirhafnir ávallt við höndina þannig að hægt sé að fara langt frá gistingunni í Seattle án þess að lenda í vandræðum ef skipast veður í lofti.

Hvernig er best að komast til Seattle?

Seattle-Tacoma flugvöllur (SEA) (þekktur sem SeaTac) er í um það bil hálftíma akstursfjarlægð suður af Seattle. Þú getur leigt bíl, tekið leigubíl eða tekið rútu, en fjölmargar flugvallarútur fara til borgarinnar svo til allan sólarhringinn og geta keyrt þig beint upp að hótelinu í Seattle. Svo má ekki gleyma hinni nýopnuðu léttlestarþjónustu frá flugvellinum sem getur tekið þig beint að helstu hótelum í miðborg Seattle. Annar möguleiki er að gista á flugvallarhóteli í Seattle.

Hvað er nauðsynlegt að skoða í Seattle?

Frægasta kennileiti borgarinnar er útsýnisturninn Seattle Space Needle. Efst á þessum 185 metra turni getur þú horft yfir miðbæ Seattle, séð hinn margfræga Pike Street markað og horft yfir Puget-sundið. Á heiðskírum degi má sjá Rainier-fjall, hæsta tind Washington-fylkis.
Ef þú vilt nýta heimsóknina til að versla er tilvalið að finna hótel við Northgate verslunarmiðstöðina en ef þú vilt kynna þér matarmenningu bæjarbúa betur er sniðugt að leita að hótelum við veitingastaði í Seattle.

Hvar er gott að gista í Seattle?

Hvort sem þú ert að leita að fjölskylduhótelum í Seattle, viðskiptahótelum í Seattle eða hótelum við höfnina í Seattle þá er Hotels.com með tilboð á hótelum í Seattle fyrir þig!

Hvenær er best að ferðast til Seattle?

Það getur verið sniðugt að ferðast til Seattle um mitt vor, rétt fyrir sumartímann, til að njóta ört vaxandi hitastigsins, sjá náttúruna springa út í helstu görðum borgarinnar en fá um leið hótelin á betra verði en yfir háannatímann. Að sama skapi er einnig gott að skoða fyrri hluta haustsins, frá september til október, því þá er auðveldara að finna ódýr hótel í Seattle en njóta áfram sumarsólarinnar sem oft getur haldist talsvert fram eftir haustinu. Sumrin eru háannatíminn í borginni, því þá fer menningarlífið á flug með fjölmörgum hátíðum á borð við kvikmyndahátíð, bjórhátíð og hinseginhátíðinni Seattle Pride.

Hvaða staði er skemmtilegast að heimsækja í Seattle?

Þegar gengið er um stræti Seattle er ekki hægt að komast hjá því að sjá Seattle Space Needle, silfurlitan risaturn sem mætti halda að hafi verið sendur til okkar úr framtíðinni. Efst á honum er disklaga útsýnisturn sem veitir gestum óviðjafnanlegt útsýni yfir borgina. Eftir heimsókn þangað er sniðugt að fara með fjölskylduna í Seattle Great Wheel, sem er risastórt parísarhjól á Pier 57. Seattle býr yfir ýmsum forvitnilegum byggingum og ein slík er Seattle bókasafnið, 11 hæða gler- og stálbygging sem óhætt er að segja að sé mjög óhefðbundin í útliti.

Hvað er mest spennandi að borða í Seattle?

Seattle er paradís matgæðinganna, enda má í borginni fá bæði spennandi rétti frá heimamönnum en líka velja úr úrvali alþjóðlegra veitingastaða. Komdu t.d. við á Pike Place markaðnum til að fá ferska og gómsæta sjávarrétti á einhverjum af litlu fjölskylduveitingastöðunum á svæðinu. Örlítið innar í miðbænum má svo finna glás steikhúsa og þægilegra bandarískra keðjuveitingahúsa. Í Fremont og Wallingford/University hverfunum er allt önnur stemmning, því þar eru kaffihús og bistróveitingastaðir á hverju strái. Í alþjóðlega hverfinu er síðan fjöldi kínverskra, japanskra og tælenskra veitingastaða.

Hvað er skemmtilegast að gera í Seattle?

Þeir sem vilja versla og kynna sér sögu borgarinnar ættu ekki að missa af Pike Place markaðnum, sem er sögulegur markaður við Elliot-flóann í miðbænum. Markaðurinn hefur verið starfræktur frá 1907 og þar má m.a. kaupa ferskar matvörur, antíkmuni og handverk af ýmsu tagi auk þess sem þar má líka finna úrval veitingastaða. Eftir heimsókn þangað má svo skoða Woodland Park dýragarðinn, sem er stórt útivistarsvæði og náttúrufriðland þar sem meðal annars má sjá birni, górillur og ljón. Ein svalasta sýningin í bænum er svo The Experience Music Project safnið, sem fjallar um tónlist frá ýmsum sjónarhornum og er hýst í glæsilegri og einkennandi byggingu.

Skemmtilegar staðreyndir um Seattle

Viðurnefni Seattle er smaragðsborgin, en það er tilvísun í græna skóginn sem umlykur borgina. Seattle er þekkt fyrir áhuga borgarbúa á kaffi og það er því engin tilviljun að hin heimsþekkta kaffihúsakeðja Starbucks eigi rætur sínar að rekja til borgarinnar. Fyrsta Starbucks-kaffihúsið, sem var opnað árið 1971, er á Pike Place. Borgin skartar einnig sterkri tónlistarhefð. Blómstrandi jassmenning borgarinnar hafði mótandi áhrif á feril Ray Charles, borgin var fæðingarstaður Jimi Hendrix og þar varð líka til gruggrokkið, sem hafði gríðarleg áhrif á rokksenu alls heimsins á tíunda áratug síðustu aldar.

Hvaða almenningssamgöngur eru í Seattle?

Það er auðvelt að ferðast um Seattle, enda er almenningssamgöngukerfið fjölbreytt og þægilegt. Strætókerfið Metro Transit er með þétt net strætisvagna sem fara á alla helstu staði í miðbænum og út í úthverfin. Til að fá miða borgar maður bara þegar stigið er um borð, en mikilvægt er að hafa rétt fargjald tilbúið. Einnig er léttlestarkerfið Link Light Rail hentugt, en það fer á milli Sea-Tac flugvallarins, Washington-háskóla og Westlake Centre í miðbænum. Í Seattle er einnig auðvelt að fá leigubíla, ýmist með því að veifa þeim í miðbænum eða finna þá fyrir utan helstu hótel í Seattle.

Seattle -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði