Fara í aðalefni.

Hótel í Las Vegas

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Las Vegas: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Þeir segja að það sem gerist í Vegas verði áfram í Vegas, en líklegra er að þú viljir öllum segja frá ævintýrum þínum í borg syndanna. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta borg tileinkuð ánægju og allskonar ofgnótt. Ljósadýrð gerir The Strip og miðbæ Vegas að undralandi lita, stórfengleg spilavítahótel eru krökk af djörfum fjárhættuspilurum sem freista gæfunnar í rúllettu og Svarta-Pétri, og sumir af frægustu söngvurum, grínistum og töframönnum heims eru með flottar sýningar allt árið um kring. Það finnst öllum þeim vera í innsta hring þegar gengið er eftir þessum rómuðu strætum.

Það sem sjá má í Las Vegas

Í ímyndun flestra ER The Strip Las Vegas. Gatan er meira en 6 kílómetra löng og upplýst af skiltum spilavítahótela og ofvaxinna endurgerða þekktra kennileita hvaðanæva að úr heiminum, þetta er þjóðleiðin sem sést í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum um Syndaborgina. Maður ringlast á því einu að ganga eftir The Strip, en þrátt fyrir að skilningarvitunum sé ofboðið tekurðu samt eftir dansandi gosbrunnunum frægu við Bellagio, sem er sérstaklega ofskreytt spilavíti - m.a.s. svo miðað sé við önnur hótel við The Strip (bíddu þangað til þú sérð sundlaugarsvæðið í Miðjarðarhafsstílnum og fínu veitingastaðina þar fyrir innan). Meira glys og glingur má finna við Fremont Street Experience - göngusvæði með búðum, veitingahúsum og spilavítum sem byggt hefur verið yfir með glæsilegu þaki sem í eru yfir 12 milljón ljós. Ef þú hefur tíma til að grípa aðeins í verslunargírinn skaltu fara í Fashion Show Mall verslunarmiðstöðina. Til viðbótar við að bjóða upp á magasín og hönnunarbúðir þá er þar sýningasvæði þar sem módel bjóða upp á strunsa upp og niður. Viltu slaka þér niður eftir óhóf borgarinnar? Farðu í stutta ferð til Red Rock gljúfursins, hrjóstrugs og klettótts landsvæðis sem lítur út eins og gamall vestri - þar kemstu í nýja upplifun í gönguferðum.

Gisting í Las Vegas

Það þarf varla að segja það að hótel í Las Vegas eru meðal þeirra ríkulegustu og hrífandi í heimi. Stóru nöfnin á The Strip og í miðbænum bjóða upp á fjölda veitingahúsa (mörg þeirra eru af fínna taginu og undir stjórn frægra meistarakokka), heilsulindir sem láta öllum gestum líða eins og kvikmyndastjörnum, risavaxnar sundlaugar, og auðvitað víðfeðmu spilavítissvæðin sjálf. Dæmigert stórt hótel í Las Vegas þjónar öllum duttlungum þínum, og það kostar sitt, en það er líka þess vert að muna að borgin býður upp á fjölda ódýrari hótela og mótela úr að velja.

Hvar á að gista í Las Vegas

Ef þú vilt sökkva þér í þá Las Vegas sem þú sérð í sjónvarpinu er The Strip staðurinn sem þú vilt vera á. Að því sögðu, ef þú vilt fá smjörþefinn af „gömlu Vegas“, þá gæti þér hugnast betur að bóka hótel í miðbænum þar sem gömlu hótelin og spilavítin festu rætur sínar og Rat Pack höfðu bækistöðvar sínar. Það er líka hægt að hafa bækistöðvar sínar í nokkurri fjarlægð frá ysinni og þysinni með því að leita að hóteli suður af The Strip - hafðu augun opin fyrir Town Square, verslunarmiðstöð sem býður upp á þekktar búðir, og kvikmyndahús og almenningsgarð í ofanálag.

Leiðin til Las Vegas

Ef þú ferð flugleiðis til Vegas lendirðu líklega á McCarran alþjóðaflugvellinum. Þetta er aðalgáttin inn á svæðið, og þaðan koma flug frá borgum eins og London, París, Mexíkóborg, Frankfurt og fjölda annarra bandarískra borga. Flugvöllurinn er í mínútna fjarlægð frá borginni svo það er ekkert mál að komast frá komusalnum inn á þægindi hótelsins þíns. Á North Las Vegas flugvellinum og Henderson einkaflugvellinum er tekið á móti einkaflugvélum og almennu flugi.

Las Vegas -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði