Fara í aðalefni.

Hótel í New York

10 vinsælustu áfangastaðirnir fyrir Ísland

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

New York: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Hótel í New York

Klifraðu upp í rjáfur himinhárra bygginga til að sjá borgina að ofan, njóttu kvöldverðar við kertaljós meðan þú siglir eftir Hudson-ánni, og verslaðu í glæsilegustu búðum heims, þar sem hönnunarfatnaður og sælkerabúðir standa í röðum við mannmargar götur. New York borg er skylduáfangastaður, þar sem hvert hverfi hefur sinn persónuleika. Broadway hið litríka ómar af söngleikjahljóm, og hrífandi landslag fólkvangsins Central Park bætir utanhússstraumum í þessa fjölmennu borg.

Það sem fyrir augun ber

Þar er þeysingur á daginn, en Times Square torgið í New York leysist upp í hreinan glundroða á nóttunni. Ljósaskilti varpa bjarma á næturhimininn, og skilti þessi eru 4 og 5 hæða há, fest á veggi risavaxinna bygginga. Auglýsingaskilti kynna vinsælustu sýningar Broadway handan hornsins, og vinsælir skyndibitastaðir keppa við fáguð veitingahús um hylli almennings. Minnismerki 11. september er átakanlegur staður, og yfirleitt fullur gesta sem stansa þar lengur en annarsstaðar, meðan að á strætum Broadway opnar hvert leikhúsið á fætur öðru fyrir síðdegissýningar og loka ekki fyrr en framorðið er og síðasta tjaldið fellur. Empire State byggingin er yfir 380 metra há og gnæfir yfir umstang strætanna á jörðu niðri, og af efstu hæð má sjá sjóndeildarhringinn teygja sig langt í fjarskann. Þú sérð Frelsisstyttuna af þessum himinháa stalli þar sem hún stendur stolt í Hudson-flóa til suðurs. Og á Manhattan miðri stendur Central Park og fyllir hverja húsaröð á fætur annarri af grænu laufskrúði og graslendi. Gosbrunnar garðsins eru frægir og spýta vatnsstrókum til himins og sjá má skokkara njóta ferska loftsins í morgunhlaupinu.

Hótel í New York

Í New York City er urmull hótela, eins og við má búast af svo frægri heimsborg. Þekktustu áfangastaðirnir eru á Manhattan, til þess að gera þér ferðalög þægilegri um þessa mannmörgu borg gæti hentað þér best að bóka hótel þar. Himinhá lúxushótel New York borgar eru margra hæða há, í speglagleri nýbygginga, eða bakvið glæsilega múrhleðslu gamaldags húsgerða. Þar má finna afburðaherbergi með stórum verðmiðum, glæsilegri borgarsýn, lúxusrúmfatnaði, míníbörum, herbergisþjónum, og málsverðum framreiddum á herberginu. Ef þú kýst að borga mikið minna, finnurðu þægileg lítil farfuglaheimili og skemmtileg gistiheimili í miðbænum.

Hvar á að gista

Við fjölfarin stræti Broadway standa leikhús á besta aldri, töff barir, og smart veitingastaðir. Göturnar gjalla af misklið inngjafa mótora gulra leigubíla og óþolinmóðum bílflautum. Midtown stendur sunnar og þar eru glæsiverslanirnar hver af fætur annarri, ásamt unaðslegum veitingahúsum sem bjóða sambræðslufæði. Og í kringum Central Park taka hótel í New York á sig glæsilegt og gamaldags yfirbragð, í sögulegum byggingum, þar sem fyrir utan standa einkennisklæddir dyraverðir á rauðum teppum sem liggja til fínpússaðra innganga.

Leiðin til New York

Það er úrval flugvalla í boði við New York, en LaGuardia er sá sem erlendir gestir nota oftast. Hann er aðeins um 16 kílómetra frá Manhattan miðri, í hjarta New York, en ekki láta fjarlægðina blekkja þig, því umferðin á álagstíma getur gert þetta að langri ferð með bíl eða leigubíl. Neðanjarðarlestin er besti ferðakosturinn, og rútur eða ofanjarðarlestir eru líka einfaldar í notkun.

New York -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði