Fara í aðalefni.

Bestu hótelin á Miami

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Finndu rétta hótelið á Miami

Miami er þekkt sem „borg töfranna“ og stendur þessi syðsta stórborg Bandaríkjanna undir því nafni á ýmsa vegu, enda er hún, með sitt hitabeltisloftslag, sólríkar strendur og fjörugt næturlíf, einstök í sinni röð. Meðal þess sem er tilvalið að gera í Miami er að fara í sólbað á South Beach eða rúnta niður hina víðfrægu Ocean Drive strandgötu. Gestir ættu einnig að heimsækja Litlu-Havana og Coconut Grove – tvö þeirra einstöku hverfa sem veita Miami sinn alþekkta alþjóðlega blæ. Byggingalistin vekur líka alltaf athygli ferðafólks, sem dáist að fallega endurgerðum Art Deco-byggingum sem skapa eftirminnilega götumynd. Rétt fyrir utan borgarmörkin eru Everglades votlendið og Biscayne þjóðgarðurinn, sem þýðir að í Miami ertu steinsnar frá mörgum af helstu náttúruundrum Bandaríkjanna. Eins er góð hugmynd að nýta bílaleigurnar í Miami til að fara í dagsferð til Key West eyjunnar eða heimsækja Kennedy Space Center til að læra um geimferðir. Passaðu þig á að bóka hótel í Miami snemma ef þú ætlar að koma í mars og taka þátt í Miami-karnivalinu geysivinsæla, sem er undir sterkum áhrifum frá Kúbu – grannanum í suðri. Hápunktur karnivalsins er Calle Ocho hátíðin, sem er stórfengleg suðræn „fíesta“.

Hvenær er besti tíminn til að ferðast til Miami?

Þeir sem vilja stunda skemmtanalífið af krafti eða njóta lífsins í sólinni fá mikið fyrir sinn snúð síðari hluta mars og snemma í apríl. Þá fyllist þessi líflega strandborg af stúdentum í vorfríi sem þýðir að allir barir og klúbbar iða af lífi og strandpartý spretta upp á hverju strái. Vetrarmánuðirnir frá desember til febrúar eru einnig vinsælir, því þá er veðrið upp á sitt besta fyrir þá sem vilja sóla sig á ströndinni auk þess sem menningarhátíðir á borð við Art Deco Weekend og South Beach Food and Wine Festival eru haldnar. Til að finna ódýr hótel á Miami er best að ferðast á stormatímabilinu á svæðinu frá september fram í nóvember. Seint á vorin er einnig mögulegt að finna afslætti á hótelum á Miami.

Áhugavert í Miami

Farðu í heimsókn í stóru Vizcaya villuna á Biscayne Bay, en það er fyrrverandi herragarður með stórfenglegum görðum sem skarta litríkum blómum og fallegum gosbrunnum hvert sem litið er. Húsið sjálft er stöndug 19. aldar villa sem er byggð í ítölskum endurreisnarstíl. Í miðbæ Miami er vel þess virði að heimsækja Frelsisturninn, hvíta byggingu frá 1925 í Miðjarðarhafsstíl sem setur svip sinn á borgarmyndina. Áhugamenn um listir og menningu ættu ekki að láta Wynwood Walls fram hjá sér fara, en það er útigallerí þar sem lífleg götulist fær að njóta sín á röð steinveggja.

Hvað og hvar er best að borða í Miami?

Í Miami er mikið lagt upp úr því sem kallað er er nýjaheims matargerð – nokkurs konar blöndu af amerískri, suður-amerískri og karabískri matargerðarlist. Þegar við það blandast sú gnótt af ferskum fiski sem fæst í Miami segir það sig sjálft að í borginni má fá mikið úrval af spennandi sjávarréttum. Hægt er að snæða það besta sem nýjaheims matargerðin hefur upp á að bjóða á fínum veitingastöðum víðsvegar um borgina og á helstu lúxushótelum Miami. Á South Beach svæðinu er svo hægt að finna mikið úrval steikhúsa og í Kendale Lakes úthverfinu er skemmtilegt úrval perúskra veitingahúsa. Í Collins Avenue verslunarhverfinu má síðan finna blöndu af skemmtilegum kaffihúsum og velþekktum keðjuveitingastöðum.

Hvað er best að gera í Miami?

Það er vel þess virði að fara í Miami dýragarðinn, sem hýsir yfir 900 dýr á víðfeðmu og skemmtilegu svæði. Garðurinn skartar m.a. asísku svæði þar sem sjá má hvít tígrisdýr og á afríska svæðinu er hægt að gefa gíröffunum að borða, sem er óneitanlega skemmtileg upplifun. Íþróttaáhugamenn ættu að kynna sér dagskrána á AmericanAirlines Arena, risastórum leikvangi sem rúmar yfir 19.000 áhorfendur og hýsir til skiptis NBA körfuboltaleiki og tónleika. Þeir sem vilja versla finna eitthvað við sitt hæfi í Dolphin verslunarmiðstöðinni þar sem hátísku-, snyrtivöru- og raftækjaverslanir bíða í röðum eftir áhugasömum kaupendum.

Athyglisverðar staðreyndir um Miami

Nafnið Miami er dregið af Mayaimi, sem var indíánaættbálkur sem bjó í kringum hið risastóra stöðuvatn Okeechobee fram á 18. öldina. Viðurnefnið „borg töfranna“ fékk borgin hins vegar í kjölfar ótrúlega hraðs vaxtar á 20. öldinni. Áhugafólk um byggingarlist hefur nóg að skoða í Miami – á Miami Beach er t.d. eitt helsta samansafn Art Deco bygginga sem fyrirfinnst í Bandaríkjunum. Miami er jafnframt eina borgin í Bandaríkjunum sem var stofnuð af konu – hún hét Julia Tuttle.

Hvernig er best að ferðast um Miami?

Almenningssamgöngukerfi Miami er umfangsmikið, afkastamikið og víðfeðmt. Það samanstendur af strætisvögnum, upphækkuðum borgarlestum sem kallast Metrorail og ókeypis smálestum í miðbænum sem kallast Metromover. Best er að kaupa EASY-kort til að nota Metrorail og nýta ókeypis tengingu milli lestarinnar og ákveðinna strætisvagnaleiða. Einnig er mikið af leigubílum í Miami, sem eru þægilegir til að skjótast hratt og auðveldlega á milli staða.

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði