Fara í aðalefni.

Hótel í Cambridge

Leita að hóteli

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Cambridge: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Cambridge er ein helsta fræðamiðstöð heims, en hún er ekki bara einn stór heili, heldur á hún sér líka hrífandi fegurð þökk sé sínum gotnesku byggingum, grátvíðum sem víða má sjá, og opnum rýmum borgarinnar. Allt frá því að leita að kjarakaupum á ferskum ávöxtum og grænmeti, eða glingri á markaðstorginu, til þess að slappa af í Backs hverfinu skuggsæla, þá gerir það sambland hefðar, nýsköpunar, og hins dæmigerða enska stíls sem Cambridge býður upp á, þetta óviðjafnanlegan áfangastað. Hinn mikli fjöldi alþjóðlegra háskólanema gulltryggja gott næturlíf í þeim fjölda bara og næturklúbba sem í borginni eru, og veitingahús sem bera fram matargerðarlist alls heimsins eru líka í boði.

Það sem fyrir augun ber

Af öllum þeim háskólum sem byggja upp miðborg Cambridge er Kings College líklega sá auðþekkjanlegasti, og frægasti, að hluta til er það kórnum, sem fyllir gotnesku kapelluna af jólasöngvum hver jól, að þakka, en hann syngur oftar en maður gæti haldið. Þessi glæsilegi skóli var stofnaður 1441 og er í heild sinni, frá kúnum á beit á lóðinni til Fellows garðsins frá Viktoríutímanum þar sem eru gróin tré og runnar, lifandi hluti sögunnar. Annað tímabil úr sögu Bretlandseyja má uppgötva með því að heimsækja Duxbury, sem er nærliggjandi þorp, en þar stendur hið keisaralega stríðsminjasafn á því sem var herflugvöllur í seinna stríðinu, og þar standa Spitfire og Merlin flugvélarnar í röðum. Fyrir framan nýklassíska húsnæði Downing College, sem stofnaður var tiltölulega nýlega árið 1800, er glæsileg lóð og svo eru hestagirðing og bátaskýli við bakka Cam-árinnar.

Hótel í Cambridge

Það getur verið snúið að finna hótel í Cambridge að sumri til, svo það er ráðlegt að bóka langt fyrir fram. Þó að það séu engin fimm stjörnu orlofssvæði í boði þá er hægt að finna bæði þægindi og hentugleika á hótelum á meðalverði sem eru mörg í boði. Flest þeirra bjóða upp á úrval þjónustu, allt frá þráðlausu neti til flatskjáa. Það er líka hægt að finna hótel í Cambridge með gufubaði og líkamsrækt, sem og fundarherbergi fyrir þá sem eru í viðskiptaerindum, og þjónustu gestastjóra. Til viðbótar við úrval keðjuhótela eru líka skemmtileg gistiheimili og gistihús í boði, svo ekki sé minnst á fjölda íbúða sem fást leigðar.

Hvar á að gista

Borgin Cambridge er stúdía í arkitektúr út af fyrir sig. Sökum þess langa tímabils sem þarna hafa staðið skólar, verslanir og aðrar byggingar þá finnurðu fyrir allt frá 16. aldar gotneskum stíl til módernisma áttunda áratugar síðustu aldar á gönguför um borgina. Það getur verið erfitt að fá gistingu í hjarta Cambridge, sökum þess að þar ráða háskólarnir ríkjum, en hótel og gistihús rétt fyrir utan miðborgina eru í auðveldu göngufæri. Þaðan er líka hentugt að fara í þau magasín og verslunarmiðstöðvar sem hafa sprottið upp á undanförnum árum, en samt verið steinsnar frá lóðunum, forgörðunum og glæsileikanum í borginni.

Leiðin til...

Lestarstöðin í Cambridge er líklegasti komustaður til borgarinnar, en þangað ganga lestar til og frá Bretlandi gjörvöllu og ferðalagið tekur innan við klukkustund frá miðborg London. Stöðin er innan göngufjarlægðar frá skólunum, búðunum og markaðnum, en þaðan ganga líka reglulegar rútuferðir um borgina. Þetta er ekki borg fyrir ökumenn, svo þú ættir kannski að íhuga að gera eins og heimamenn og leigja þér reiðhjól á ódýran og þægilegan hátt. Flestir helstu ferðamannastaðirnir eru samt sem áður í göngufjarlægð hver frá öðrum. Cambridge er vel í sveit sett hvað varðar flug um Stansted flugvöllinn en lestarferðir þaðan taka um 40 mínútur.

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði