Hótel og gisting í Saransk

Leitaðu að hótelum í Saransk

Saransk - hvenær ætlarðu að fara?

Hotels.com™ Rewards

Safnaðu 10 gistinóttum, fáðu 1 ókeypis nótt

Og hafðu augun opin fyrir hulduverðum á útvöldum hótelum

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Saransk: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Kynning á Saransk

Saransk er höfuðborg Lýðveldisins Mordóvíu, stendur við árnar Saranka og Insar og fræg fyrir að þar búa margir ólíkir þjóðflokkar, þar á meðal Erzia- og Moksha-þjóðflokkarnir. Saransk er þekkt fyrir fegurð sína enda eru þar margar sögufrægar byggingar, trúarlegir staðir og söfn, og hún er líka miðstöð sviðslista á svæðinu. Borgin er með ákveðnum evrópskum brag, og á meðal frægustu íbúa borgarinnar er franski leikarinn Gerard Depardieu.

Hótel í Saransk

Það er frekar takmarkað framboð af hótelum í Saransk, og stærstur hluti þeirra í meðaldýra flokknum. Þessi hótel bjóða nær alltaf upp á ókeypis Wi-Fi, og mörg einnig upp á aukaþjónustu eins og ókeypis morgunverð eða bílastæði. Sum hafa sína eigin veitingastaði, og kunna að hafa viðbótaraðstöðu eins og innisundlaugar, líkamsræktarsali eða leikjaherbergi. Það eru engin lúxushótel í borginni. Ódýr hótel í Saransk bjóða frekar upp á sameiginlega aðstöðu eins og setustofur, eldhús og þvottahús þar sem gestir geta þvegið sjálfir. Jafnvel afsláttarhótel í Saransk bjóða yfirleitt upp á einkabaðherbergi.

Hvar er best að vera í Saransk

Miðborg Saransk er frekar lítil miðað við margar aðrar borgir Rússlands, og hægt er að ganga flestar vegalengdir. Margir gestir Saransk kjósa að gista nálægt Gorodskoy-garðinum. Þetta græna svæði í miðri borginni er vel staðsett til að heimsækja staði eins og Dómkirkju heilags Theódórs eða leikhús borgarinnar, og innan seilingar eru einnig fótboltaleikir á Mordovia-leikvanginum. Aðeins lengra í norður eru gistimöguleikar í kringum Saransk-lestarstöðina. Á meðal áhugaverðra staða í nágrenninu eru Brúðuleikhús Mordóvíu og Erzia-sjónlistasafn Mordóvíu, en margir aðrir staðir eru einnig í næsta nágrenni.

Að sjá í Saransk

Á meðal margra sögufrægra bygginga og minnismerkja er fjöldi glæsilegra kirkja í Saransk, og Dómkirkja heilags Theódórs er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Hún var byggð snemma á þessari öld og skartar glæsilegum turnum með gullþaki og útsýnispalli með útsýni yfir borgina. Saransk er einnig vel þekkt fyrir sterka þjóðmenningu, sem ferðamenn geta kynnt sér á Þjóðmenningarsafni Mordóvíu, Sögusafni Mordóvíu og Erzia-sjónlistasafni Mordóvíu. Hið síðastnefnda er helgað hinum fræga myndhöggvara Stepan Dmitrievich Erza, og málaranum Fedot Sychkov. Saransk býr einnig yfir fjölda sviðslistahúsa, eins og Leikhúsi Mordóvíu og Rússnesku leikhúsi Lýðveldisins Mordóvíu. Fjölskyldur gætu haft gaman af sýningu í Brúðuleikhúsi, eða ferð í Gorodskoy-garðinn, ásamt því að heimsækja lítinn dýragarð Saransk.

Að komast til Saransk

Saransk-flugvöllurinn er frekar lítill og þangað fljúga engin alþjóðleg flugfélög, en þaðan eru þó ágætis tengingar við Moskvu og aðrar stórborgir Rússlands. Einna þægilegast er að nota lestir til að komast til borgarinnar, og lestarstöðin í Saransk býður upp á reglulegar ferðir til Mosvku og Nizhny Novgorod, svo eitthvað sé nefnt. Innan Saransk er best að nota strætisvagnaferðir sem eru tíðar og ódýrar og vagnarnir ganga langt fram á kvöld. Leigubílar eru aðeins dýrari valkostur, en tiltölulega lítil miðborgin þýðir að allir helstu áhugaverðu staðirnir eru í göngufjarlægð hver frá öðrum.