Hótel og gisting í Sankti Pétursborg

Leitaðu að hótelum í Sankti Pétursborg

Sankti Pétursborg - hvenær ætlarðu að fara?

Hotels.com™ Rewards

Safnaðu 10 gistinóttum, fáðu 1 ókeypis nótt

Og hafðu augun opin fyrir hulduverðum á útvöldum hótelum

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Sankti Pétursborg: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Kynning á Sankti Pétursborg

Næststærsta borg Rússlands var eitt sinn höfuðborg keisaradæmisins og er þekkt fyrir glæsileika. Miðborgarhverfin eru vel varðveitt og ferðamenn kunna vel að meta glæsihallir í ítölskum stíl, ríkulegar hallir og tíguleg bænahús. Síki Sankti Pétursborgar og staðsetning hennar við ána Nevu minna á Feneyjar. Og rétt eins og hin ítalska hliðstæða borgarinnar er Sankti Pétursborg miðstöð safna og lista þar sem yfir 200 staðir eru tileinkaðir öllu frá hljóðfærum og fornsögu til óhlutbundinnar listar.

Hótel í Sankti Pétursborg

Í Sankti Pétursborg er að finna gistingu af öllu tagi, allt frá konunglegum, fimm stjörnu glæsihótelum niður í ódýra gistimöguleika. Lúxushótelin í borginni eru oft staðsett í glæsilegum og ríkmannlega innréttuðum höllum frá tímum keisaradæmisins og bjóða upp á munað á borð við heilsulindir með fullri þjónustu og úrvals veitingastaði. Á ódýrum hótelum í Sankti Pétursborg er oft lögð áhersla á ókeypis aðbúnað á borð við Wi-Fi og flugvallarakstur, og oft geta þau verið vel staðsett. Þar sem mörg þeirra eru í eldri byggingum getur verið að hótel í ódýrari kantinum séu ekki með lyftu.

Hvar er best að vera í Sankti Pétursborg

Hið glæsta hverfi Nevsky Prospekt er þekkt fyrir að bjóða upp á mesta glamúrinn í Sankti Pétursborg. Á svæðinu er að finna mörg glæsilegustu hótela borgarinnar ásamt fínni veitingastöðum og verslunum og stutt er til vinsælla áfangastaða á borð við Hermitage-safnið og Sumargarðinn. Í norðaustri er Vasilievsky-eyja, þar sem finna má blómlegt næturlíf ásamt fjölda trúarlegra staða og safna. Fjölskyldufólk ætti að skoða Petrogradskaya storona þar sem finna má grasagarða, dýragarð borgarinnar og hið sögufræga Virki Péturs og Páls.

Að sjá í Sankti Pétursborg

Hermitage-safnið er staðsett í sex sögufrægum byggingum, þar á meðal Vetrarhöllinni, og hefur að geyma gríðarlegan fjölda list- og fornmuna. Það er stærsta safn í heimi, með yfir þrjár milljónir safngripa, allt frá forsögulegum munum til Picasso-málverka. Handan árinnar Nevu, á Zachay-eyju, er Virki Péturs og Páls, sem er hin upprunalega dómkirkja í Sankti Pétursborg en gylltur turninn sést úr margra kílómetra fjarlægð. Engir skýjakljúfar eru í miðborginni og því eru hallirnar og trúarbyggingarnar áberandi og við hlið turnsins á virki Péturs og Páls má sjá gyllt hvolfþakið á Dómkirkju heilags Ísaks. Þar við hliðina á er einn þekktasti minnisvarði borgarinnar, bronsstytta af Pétri mikla á hesti sínum. Strelka er grasi vaxinn höfði á Vasilievsky-eyju þar sem njóta má stórbrotins útsýnis yfir borgina.

Að komast til Sankti Pétursborgar

Flestir ferðamenn koma til Sankti Pétursborgar um Pulkovo-flugvöll, stærsta alþjóðaflugvöllinn á svæðinu. Frá flugvellinum er hægt að komast til miðborgar Sankti Pétursborgar með rútu, jarðlest eða leigubíl. Margir koma einnig til borgarinnar á skemmtiferðaskipum sem leggja úr höfn á stöðum á borð við Helsinki og Tallinn. Aðalferjuhöfnin er á vesturhluta Vasilievsky-eyjar. Innan borgarinnar er yfirleitt best að ferðast um með jarðlestum. Kerfið er bæði ódýrt og skilvirkt og margir sem koma til borgarinnar í fyrsta sinn verða hissa þegar þeir sjá hve glæsilegar stöðvarnar eru.