Fara í aðalefni.

Bestu hótelin í Toronto

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Finndu rétta hótelið í Toronto

Það er óhætt að segja að þú getir haft nóg fyrir stafni á ferð um Toronto, enda er þessi höfuðborg Ontaríó-fylkis, sem stendur við norðurbakka Ontaríó-vatns sú stærsta í Kanada og fjórða fjölmennasta borg Norður-Ameríku. Allir ferðalangar sem koma til Toronto ættu að setja SkyDome á listann yfir það sem ætti að heimsækja, en það er heimavöllur Toronto Blue Jays hafnaboltaliðsins, og einnig er heimsókn í CN-turninn skylda fyrir gesti, en hann er eitt helsta einkenni borgarmyndar Toronto. Toronto er sannkölluð listamiðstöð svæðisins, með mikinn fjölda leikhúsa, dansflokka, sinfóníuhljómsveitir og óperuhús. Í Royal Ontario safninu finnurðu svo sýningar sem helgaðar eru náttúru- og menningarsögu og ekki má heldur gleyma vísindasafninu Ontario Science Centre, sem skartar m.a. fellibyljahermi. Svo er Toronto dýragarðurinn einn sá stærsti í heimi en þar dvelja yfir 5.000 dýr. Þeir sem vilja finna fín veitingahús og hágæða verslanir fá eitthvað fyrir sinn snúð í Yorkville hverfinu, þar sem hinir ríku og frægu leggja leið sína þegar þeir heimsækja borgina. Greektown er með mikið úrval veitingastaða frá öllum heimshornum og Kensington markaðurinn er litríkur og skemmtilegur þar sem kaffihúsin og fataverslanirnar standa í löngum röðum. Þeir sem vilja kanna næsta nágrenni borgarinnar geta svo nýtt sér þjónustu bílaleiga á svæðinu, en á bíl má t.d. fara að hinum óviðjafnanlegu Niagara fossum, en þangað er aðeins klukkutíma akstur frá Toronto.

Hvenær er best að ferðast til Toronto?

Þegar sólin skín hvað mest í Toronto á sumrin – frá júní og út ágúst – blómstrar borgin með líflegum útihátíðum, hinsegin dögum og uppistandssýningum. Þá er líka veðrið tilvalið til að snæða undir berum himni og ganga um hina grænu garða borgarinnar. Í apríl og maí, rétt fyrir sumarvertíðina, er tilvalið að koma í heimsókn fyrir þá sem vilja slaka á og fá góð tilboð á hótelum í Toronto. Í desember ræður snjórinn og jólastemmningin ríkjum, en eftir áramót er tilvalið finna hótel á góðum afslætti í borginni.

Áhugavert að sjá í Toronto

Það er erfitt að sjá ekki CN-turninn í Toronto, en það er oddhvass fjarskiptaturn sem gnæfir yfir miðborginni. Á honum miðjum er veitingastaður sem snýst og býður þannig upp á óviðjafnanlegt og síbreytilegt útsýni. Þeir sem vilja sjá enn meira geta svo farið á útsýnispallinn efst á turninum. Í miðbænum ætti áhugafólk um byggingarlist ekki að láta Casa Loma framhjá sér fara, en það er stæðilegt hús í gotneskum endurreisnarstíl með tignarlegum turnbyggingum, umkringt fallegum blómagarði. Ekki síður spennandi er að skoða Royal Ontario safnið, þar sem hefðbundin 19. aldar bygging hefur fengið einkennandi viðbyggingu úr gleri og stáli sem kölluð hefur verið „Kristallinn“.

Hvað og hvar er best að borða í Toronto?

Toronto státar sig af fersku hráefni sem framleitt er á svæðinu. Þetta sést greinilega á fjölmörgum bændamörkuðum borgarinnar, t.a.m. hinum ógnarstóru St Lawrence og Riverdale mörkuðum þar sem fá má allt í senn safaríka ávexti, grænmeti, brauðmeti og osta. Í Toronto er jafnframt mikið úrval veitingastaða, allt frá hefðbundnum kínverskum veitingastöðum í Kínahverfinu yfir í kaffihús, bistró-veitingahús og hádegisverðarstaði í Baldwin Village. Á Bloor Street er fjöldi ódýrra japanskra veitingahúsa, en þeir sem vilja fína evrópska veitingastaði finna þá flesta í Yorkville hverfinu og einnig á helstu lúxushótelum Toronto.

Hvað er mest spennandi að gera í Toronto?

Art Gallery of Toronto er feykistórt listasafn sem hýst er í bæði gömlum og nýjum byggingum. Þar má sjá yfirgripsmikið safn endurreisnar- og barrokkmálverka í bland við spennandi nýlistasýningar. Ef þú ert að ferðast með fjölskyldunni er tilvalið að heimsækja sædýrasafnið, Ripley‘s Aquarium of Canada, sem er nokkurs konar neðanjarðarvölundarhús þar sem sjá má hákarla, skötur og sjávarskjaldbökur svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem vilja versla ættu að skella sér í Distillery hverfið, sem er endurnýjað vöruhúsahverfi með hellulögðum götum þar sem tískuverslanir og listagallerí eru allsráðandi.

Áhugaverðar staðreyndir um Toronto

Áður en innreið Evrópubúa hófst á svæðið voru þar fyrir frumbyggjar Kanada, en heimafólk kallar þá „Iroquois“. Nafn borgarinnar er talið dregið af frumbyggjaorðinu „tkaronto“, sem þýðir í lauslegri þýðingu „staður þar sem tré standa í vatni“. Gestir CN turnsins ættu að hafa í huga að hann er stærsta frístandandi byggingin á vesturhveli jarðar. Áhugafólk um listir og menningu ætti að hafa nóg fyrir stafni í borginni, en í borginni eru 2 sinfóníuhljómsveitir, 6 óperuhús og yfir 50 ballettflokkar.

Hvers konar almenningssamgöngur eru í Toronto?

Almenningssamgöngukerfi Toronto er hreinlegt, þéttriðið og afkastamikið og samanstendur af strætisvögnum, sporvögnum og neðanjarðarlestum. Þér ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að komast hvert sem er innan borgarinnar með almenningssamgöngum. Ef ferðast er milli margra mismunandi farartækja skaltu passa þig á að biðja um skiptimiða, en með honum er ekkert mál að hoppa milli strætóa, sporvagna og neðanjarðarlesta. Á sumrin er einnig vinsælt að ferðast um Toronto á reiðhjólum en svo er auðvitað líka hægt að nýta þjónustu leigubíla til að komast fljótt og örugglega milli staða.

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði