Hótel í Adeje

Leitaðu að hótelum í Adeje

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Adeje: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Hótel í Adeje

Adeje er bær og sveitarfélag við suðurströnd þeirrar náttúruparadísar Spánar sem Tenerife er, en hún er stærst Kanaríeyjanna. Adeje býður upp á fjölda samfélaga - á sumum stöðum eru skemmtilegar og rólegar hliðargötur og sendnar pálmatrjáavaxnar strendur, sem getur hentað pörum og fjölskyldum vel. Á öðrum stöðum er kraftmikið næturlíf, þar sem hljómar kastanettanna og gítarana óma um fjölmörg strætin og bergmála af terrrakotta veggjunum. Adeje nýtur líka fáfarinna strandstaða sem líða út í hlýjan, túrkisbláan sjóinn.

Það sem fyrir augun ber

Fyrir þá sem leita að ungæðislegri skemmtun með borgarbrag eru barirnir, klúbbarnir og tápmiklar strandirnar - þar sem hægt er að komast í strandíþróttir - á Playa de las Americas rétti staðurinn. Röltu um fjölfærin strætin að kvöldi til og láttu svo til þín taka í neonlýsta næturlífinu á eftir. Í nærsveitum má finna góða golfklúbba og risastóra dýragarða, svo úrval dagsferða er mikið. Ef þig langar að blanda sögu og menningu í ferðina skaltu heimsækja helgilistasafnið - gamla kapellu í koparlituðu fransiskuklaustri - þar sem sjá má hundruðir veggteppa. Þar má sjá helgimyndir saumaður úr pastelbleikum, fíngerðum grænum og sítrónugulum þráðum. Að því loknu skaltu heimsækja Guadalupe frúarkirkjuna, steinboga helgidóm frá 17. öld þar sem sjá má súlur með höfuðskrauti og útskurði frá barokktímabilinu. Á kvöldin geturðu slappað af með fersku, djúprauðu sangría með ávaxtakeim og horft á sólina setjast í rólegheitunum.

Hótel í Adeje

Mikill fjöldi frábærlegra útfærðra orlofssvæða og heilsulinda er strengd eins og perlufesti eftir fínsendinni strandlengju Adeje. Oft eru þessi hótel í Adeje 5 stjörnu griðastaðir með geysistórum glitrandi sundlaugum með samhliða hanastélsbörum, frábærri herbergisþjónustu, pálmavöxnum lóðum og óviðjafnanlegu útsýni yfir smaragðslitað Atlantshafið. Stórar íbúðasvítur bjóðast á hagstæðu verði, og þær henta vel fyrir vinahópa sem fara í stutta ferð saman. Fjölskyldufólk nýtir sér oft þá mörgu valkosti sem bjóðast í útleigu stórra einbýlishúsa um allar sveitir Adeje, og við þau eru oft stórir garðar og svalandi sundlaugar.

Hvar á að gista

Playa de las Americas er hin síunga og tápmikla þungamiðja Adeje, sólbökuð strætin, hagstæðu veitingahúsin, og dunandi klúbbarnir og barirnir eru upplagðir fyrir þá sem vilja sleppa fram af sér beislinu á nóttinni og flatmaga á ströndinni á daginn. Til að komast í rólegra og fjölskylduvænna umhverfi er best að halda til klettastrandarinnar í Callao Salvaje. Smábærinn Adeje sjálfur er heillandi, á rólegum þröngstrætunum má finna falda veitingastaði og bari, þar sem fjölskyldureknir matstaðir selja heimilismat sem gera bragðmikla upplifun úr sjávarréttum, kryddi og grænmeti.

Hvernig maður fer til Adeje

Ef þú kemur til Adeje flugleiðis er unaðslegt að horfa á ægifagurt landlag Tenerife á meðan þú lækkar flugið að Tenerife Suður flugvellinum, sem er aðeins 16 kílómetra frá Adeje - sem þýðir að þess er skammt að bíða að þú sitjir á ströndinni með sangría. Rútur ganga allan sólarhinginn og með þeim kemstu inn í bæinn, upp með ströndinni og um allt sveitarfélagið. Rútuþjónusta tengir bæi og þorp saman, en ef þú vilt algert frelsi til að skoða þig um skaltu leigja bíla á einni af þeim mörgu ábyggilegum bílaleigum sem úr er að velja á staðnum og þjóta upp og niður strandlengjuna eins og þig lystir.